Frétt

| 10.02.2000 | 17:47Þrjú fyrirtæki fá stuðning við vöruþróun

Forsvarsmenn Snerpu en þar er unnið að gerð nýs byltingarkennds hugbúnaðar.
Forsvarsmenn Snerpu en þar er unnið að gerð nýs byltingarkennds hugbúnaðar.
Þrjú fyrirtæki á Ísafirði eru meðal tólf íslenskra fyrirtækja sem Iðntæknistofnun og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hafa samþykkt að aðstoða við vöruþróun, bæði faglega og með veitingu áhættulána. Fyrirtæki þessi eru Mjólkursamlag Ísfirðinga, Snerpa ehf. og Sindraberg ehf.
Á morgun verður opinn kynningarfundur í Þróunarsetri Vestfjarða við Árnagötu á Ísafirði, þar sem farið verður yfir umsóknarferil og framkvæmd vöruþróunarverkefna. Jafnframt verður fjallað um áhættulán sem fjármögnunarkost.

Sindraberg fékk stuðning við sushi-verkefnið, sem greint hefur verið frá hér á vefnum. Mjólkursamlag Ísfirðinga fær stuðning við vöruþróun, sem fyrirtækið vill ekki gefa upp að svo stöddu en Snerpa fær styrk til verkefnis sem nefnist Inform.

Að sögn Jóns Arnars Gestssonar hjá Snerpu er um að ræða gagnagrunnskerfi sem byggist á Linux-stýrikerfinu og er ætlað sem samskiptatæki og skjalakerfi fyrir fyrirtæki. Unnið hefur verið að Inform-verkefninu hjá Snerpu síðustu þrjá mánuði og felst nýjungin ekki síst í því, að sögn Jóns Arnars, að ekki er um nein notendaleyfi að ræða eins og í öðrum kerfum, heldur aðeins netþjónaleyfi. Kerfið er að sögn hans byggt á þeim stöðlum þeim sem eru á internetinu.

„Það er langt frá því sjálfgefið að fyrirtæki séu samþykkt í vöruþróunarverkefni hjá okkur", segir Anna Margrét Jóhannesdóttir verkefnisstjóri. „Umsóknir sem berast eru kannaðar nákvæmlega og mörgum er hafnað. Mér finnst merkilega mikil gróska á Ísafirði og athyglisvert að þrjú fyrirtæki á svona litlum stað skuli fara inn í þetta hjá okkur. Nauðsynlegt er að fyrirtæki sem hyggjast sækja um vinni vel heimavinnuna sína áður og það hafa þessi þrjú fyrirtæki á Ísafirði vissulega gert."

Þegar umsóknir berast er lagt mat á viðskiptahugmyndina sem byggt er á, þekkingu og getu umsækjenda til að koma hugmyndinni í framkvæmd, hvaða fjármagn er til ráðstöfunar og hverjir séu möguleikar á markaðssetningu.

Fundurinn á morgun hefst kl. eitt eftir hádegi og verður hann jafnframt sendur með fjarfundabúnaði til Patreksfjarðar og Hólmavíkur. Þrír frummælendur frá Nýsköpunarsjóði og Iðntæknistofnun munu kynna aðstoðina sem í boði er og fara rækilega yfir þá undirbúningsvinnu sem nauðsynleg er. „Þessi áhættulán eru ný tegund fjármögnunar hérlendis. Fyrir þá sem hyggjast sækja um er mikilvægt að kynna sér vel hvernig á að standa að undirbúningi og til þess er þessi fundur mjög heppilegur", sagði Anna Margrét Jóhannesdóttir.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli