Frétt

Stakkur 10. tbl. 2003 | 13.03.2003 | 10:32Skelfileg nýlunda

Mánudagsins 3. mars 2003 verður sennilega minnst, þegar fram í sækir, fyrir að hafa orðið dagurinn þegar hin opinbera umræða breyttist á Íslandi. Því verður ekki neitað að yfirlýsing Davíðs Oddssonar forsætisráðherra þess efnis, að fyrrverandi aðstoðarmaður hans í forsætisráðuneytinu, Hreinn Loftsson, sem að sjálfsögðu er Vestfirðingur eins og flestir þeir sem hafa áhrif í íslensku þjóðlífi, hefði fært í tal við sig fyrir rúmu ári að sennilega þyrfti að greiða forsætisráðherra 300, já þrjú hundruð milljónir íslenskra króna, fyrir vináttu og vinsemd í garð Baugs hf., hefur komið flestum hugsandi Íslendingum í opna skjöldu. Þetta átti að hafa gerst í heimsborginni London fyrir rúmu ári. Hið versta í öllu þessu máli er sú staðreynd, að Hreinn Loftsson hefur viðurkennt að hafa fært þetta í tal við forsætisráðherra í hálfkæringi. Á lagamáli er einfaldlega um mútur að ræða, sem eru refsiverðar samkvæmt almennum hegningarlögum, en þau eru frá árinu 1940. Í 109. grein hegningarlaganna kemur fram, að sá „sem gefur, lofar eða býður opinberum starfsmanni gjafir eða annan ávinning til þess að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, er hann með því bryti gegn starfsskyldu sinni, skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða, séu málsbætur fyrir hendi, fangelsi allt að einu ári eða sektum.“

Ekki þarf að velta vöngum lengi yfir því, að sú framkoma að kaupa sér vináttu forsætisráðherra Íslands getur ekki talist neitt annað en mútur. Sigurður Líndal, prófessor í lögum við Háskóla Íslands til margra ára, lýsti því yfir fyrir sléttri viku í Ríkisútvarpinu, að það, að hafa slíkt tilboð uppi í hálfkæringi, væri ekkert annað en trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem fengi slíkt tilboð. Enn alvarlegra er, að Davíð Oddsson og Hreinn Loftsson hafa verið persónulegir vinir til margra ára, sem var að sögn Davíðs ástæða þess að hann veitti Hreini viðtalið illræmda. Ekki einasta það, heldur hefur Hreinn, stjórnarformaður Baugs, einnig notið trausts Davíðs til þess að fara fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja.

Hvert stefnir í pólitískri umræðu þegar hin pólitísku verk stjórnmálamanna í forystu ráða ekki lengur því hvernig litið er á verk þeirra, heldur perónuleg sjónarmið pólitískra andstæðinga? Samfylkingin viðurkennir í orði að í stjórnartíð Davíðs Oddsonar hafi ekki einasta miðað í rétta átt, samanber ummæli Stefáns Jóns Hafstein í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir átta dögum, heldur hafi orðið miklar framfarir á Íslandi. Hið sama staðfestir OECD, sem reglulega fylgist með því er gerist í aðildarlöndum sínum. Eftir stendur perónuleg árás á stjórnmálamann, sem hefur látið til sín taka, en er ekki að allra skapi. Burtséð frá persónulegu mati okkar almennings getur það ekki verið skoðun okkar, að stjórnmálamenn á Íslandi skuli metnir eftir öðru en verkum sínum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun vafalaust taka undir það sjónarmið, verði hún spurð.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli