Frétt

Fréttablaðið | 13.03.2003 | 09:30Varaði við manngerðu hamfarahlaupi

Grímur Björnsson, jarðeðlisfræðingur Orkustofnunar, ritaði í febrúar árið 2002 skýrslu um áhrif sem hann taldi að yrðu hugsanlega vegna Hálslóns við Kárahnjúka. Jarðeðlisfræðingurinn spáði því að lónið myndi breyta spennuástandi í berginu næst lóninu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hann telur í skýrslu sinni að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í hættumati Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkaverkefnisins. Grímur jarðeðlisfræðingur telur mögulegt að gamlar eða nýjar sprungur kunni að opnast undir Kárahnjúkastíflunni, einkum þegar lónið er fullt, með þeim afleiðingum að stíflan kunni að bresta.
„Óviðunandi er að mínu mati fyrir Alþingi að afgreiða virkjanaleyfið, ef ekki er tekið sérstaklega á þessum þætti. Ella kann Alþingi sjálft að teljast ábyrgt fyrir stærsta manngerða hamfarahlaupi Íslandssögunnar, auk þess sem stíflan verður tæpast endurgerð eftir að hafa rofnað einu sinni,“ segir Grímur í skýrslu sinni og áréttar að hættumat Landsvirkjunar sé vægast sagt grunnrist. Skýrslan var ekki gerð opinber fyrr en eftir að Náttúruverndarsamtök Íslands óskuðu eftir að fá umrædda skýrslu afhenta.

Þorkell Helgason orkumálastjóri afhenti gögnin og svaraði einnig fyrir meinta leynd. Hann segir í bréfi sínu að „enda þótt [þessar] athugasemdir Gríms væru hans persónulegu hugleiðingar“ og skýrslan unnin að frumkvæði Gríms sjálfs þá hefði Landsvirkjun verið kynntar athugasemdirnar og haldinn fundur um málið þann 6. mars 2002 þar sem Grímur hefði verið meðal fundarmanna. Landsvirkjun hefði ákveðið að bregðast við með því að leita eftir áliti dr. Freysteins Sigmundssonar, forstjóra Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem hafi skilað því áliti að líklegt sé að lónið muni valda 30 sentímetra jarðsigi. Forstöðumaðurinn taldi í áliti sínu að ólíklegt væri að spennubreytingar í jarðskorpunni myndu hafa nokkur áhrif á kvikuhreyfingar í jarðskorpunni.

Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður Vinstri grænna, segist vera hugsi yfir þessum upplýsingum í ljósi þess að þær hafi ekki legið fyrir þegar Alþingi samþykkti framkvæmdina. „Mín spurning er hvort skýrslunni hafi verið vísvitandi leynt. Mér finnst þarna vera svo alvarlegir hlutir á ferðinni. Þetta er sambærilegt við þær viðvaranir sem Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur hefur komið með áður varðandi manngerða jarðskjálfta. Ég fagna því að fjölmiðlar taki við sér og fjalli um vafamál sem eru samfara þessari framkvæmd. Við stjórnmálamenn sem höfum gagnrýnt þessa framkvæmd höfum ekki haft hljómgrunn í samkeppni við ríkisstyrktan áróður Landsvirkjunar,“ segir Kolbrún, sem hyggst taka málið upp á Alþingi og krefst skýringa.

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segist ekki þekkja til þessa álits eða bréfs sem hún hafi átt að hafa fengið vegna málsins. „Ég er að kanna þetta mál hér í ráðuneytinu, þ.e. hvort bréf hafi borist,“ segir Siv.

– Fréttablaðið í dag.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli