Frétt

Kreml.is - Svanborg Sigmarsdóttir | 12.03.2003 | 16:28Allt er leyfilegt í pólitík

Niccoló Macchiavelli.
Niccoló Macchiavelli.
Furstinn eftir ítalska höfundinn Niccoló Macchiavelli er ein vinsælasta bókin á leslista hvers stjórnmálafræðinema, einkum sökum þess hve stutt hún er. Þó svo að ritið hafi verið skrifað snemma á sextándu öld er meginefni þess talið eiga erindi til hvers þess nútímamanns sem hefur áhuga á, eða vill skipta sér af stjórnmálum. Ég las það síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag, að „Einhvern veginn finnst manni að Furstinn eftir Niccoló Macchiavelli hljóti að liggja á náttborðum margra andvaka manna um þessar mundir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson þekkir vel til Macchiavellis og hefur meira að segja skrifað ritgerð um þetta lykilrit hans um það hvernig best er að öðlast völd og ekki síður hvernig eigi að halda þeim, þannig að þeir sem á annað borð ætla í sjómann við bláu höndina ættu að glugga í þessar bækur“ – en þýðir það að hann eða aðrir þeir sem taka þátt í íslenskri stjórnmálaumræðu séu Macchiavellistar?
Eftir nákvæman lestur minnist ég þess ekki að Macchiavelli fjalli um það að kjafta mótherja sína í kaf, en það er kannski ekki eins slæmur kostur og ýmislegt sem hann virðist leggja blessun sína yfir. En til að þið lesendur góðir þurfið ekki að leggja á ykkur að lesa þetta rit, þó svo ég mæli nú með því, skal ég nú segja ykkur um hvað það fjallar.

Enn í dag er fjallað um Furstann sem upphaf alls þess illa í nútímastjórnmálum og það sem helst er gagnrýnt er aðskilnaður stjórnmála og siðferðis, eða til að vera enn nákvæmari, aðskilnaður stjórnmála og kristilegs siðferðis. Í stað þess að leggja áherslu á sannsögli, heiðarleika og nágrannagæsku er fjallað um realpólitík, þær dyggðir sem hver leiðtogi þarf að búa yfir til að vera farsæll og manngæska er ekki ein af þeim. Nauðsynlegt er að herma eftir ljónum og refum og læra að vera í senn hugdjarfur og undirförull - vita hvenær á að svíkja áður en þú verður svikinn, vita hvenær eigi að spila djarft og vita hvenær á að drepa alla óvini þína og alla þeirra ættmenn svo enginn geti komið við hefndum.

Þeir sem einblína á þessa hlið Furstans telja verkið vera réttlætingu fyrir „allt er leyfilegt í ástum, stríði og stjórnmálum“ viðhorfi. Þeir hinir sömu telja oft á tíðum að verstu illmennin séu ekki menn eins og Stalín eða Hitler heldur þeir sem lögðu kenningalegan grundvöll að aðskilnaði siðferðis og stjórnmála og þar með gerðu ógnarstjórnir mögulegar. Hin sönnu illmenni séu því Macchiavelli og Hobbes. Fyrir utan að geta leyft sér að efast um söguþekkingu þeirra sem halda slíku fram má einnig efast um skilninginn á Furstanum.

Er allt leyfilegt í stjórnmálum? Auðvitað verðum við að setja okkur upp eigin reglur í þeim efnum og ekki dugar að líta í sífellu til höfuðrita stjórnmálaheimspekinnar. En þó svo við gerðum það, fyndum við ekki réttlætingu fyrir „anything goes“ stjórnmálum í Furstanum - það er á mörkunum, en samt sem áður má finna línuna sem segir til um hvað er leyfilegt og hvað er ekki leyfilegt í stjórnmálum. Merkilegt nokk, þá hefur verknaðurinn sjálfur ekkert að segja um gildi hans heldur einungis það markmið sem haft var í hyggju við framkvæmdina. Verknaðinn er hægt að réttlæta, en einungis ef markmiðið er göfugt. Morð geta t.d. verið réttlætanleg ef þau koma í veg fyrir stríðshörmungar síðar (það sem Wolin kallar „economy of violence“). Það er í lagi að svíkja loforð ef það er til að styrkja dvöl þína í valdastól en einungis og aðeins einungis ef það er gert til að efla heiður leiðtogans eða ríkisins. Mörkin eru dregin ef fólk kemst til valda með glæpum, eins og kafli 8 ber með sér. Hinn mesti glæpur er að ná völdum til að ráða, en ekki til að auka heiður.

Markmið bókarinnar hjá Macchiavelli var tvíþætt. Honum sárnaði hvernig farið var með hið forna stórveldi Rómar og það athægi sem borgríki Ítalíu urðu fyrir meðal evrópskra valdherra og hann varð vitni að sem sendiherra Flórens. Furstinn var því skrifað sem hvatningarit til Lorenzo de Medici sem nýlega hafði náð völdum í Flórens til að sameina Ítalíu og gera úr því aftur hið mikla stórveldi sem Rómarveldi var. En einnig er Furstinn ein frægasta atvinnuumsókn sem til er, hann vildi sýna Medici fram á að hann gæti treyst embættismönnum gömlu valdherranna eins og honum sjálfum.

Vegna þess að við búum ekki við sömu aðstæður og voru í Flórens í byrjun 16. aldar er kannski fátt sem leiðbeinir okkur um nútímastjórnmál í Furstanum - ekki nema við séum að ígrunda landvinningastríð en þá getum við fengið ítarlegar leiðbeiningar um hvar eigi að staðsetja hersveitir okkar. Það sem enn á við eru samt orð Macchiavellis um tilgang þess að ná völdum yfir ríki. Sá tilgangur á aldrei að vera einungis að ná völdum til að ráða, heldur gerum við þá kröfu á stjórnmálamenn að þeir sem nái völdum vilji koma ákveðnum markmiðum í gegn, landi og þegnum til góðs. Þegar farið er að nota aðferðir í stjórnmálum sem skerða heiður valdherra eða ríkis er kominn tími til að hætta. Þetta er minnsti samnefnarinn við Furstann en alls ekki það s

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli