Frétt

bb.is | 12.03.2003 | 09:35Skeytasendingar milli Níelsar Ársælssonar og framkvæmdastjóra LÍÚ

Bjarmi BA, skip Níelsar Ársælssonar, sem fór í sjónvarpsróðurinn fræga.
Bjarmi BA, skip Níelsar Ársælssonar, sem fór í sjónvarpsróðurinn fræga.
„Hvað finnst þér um þá mismunun sem í því felst að við, þessir einyrkjar, erum lagðir í einelti árum saman af blóðhundum Fiskistofu vegna smávægilegra hluta? Við búum við stöðugar ofsóknir af hálfu þeirrar stofnunar á sama tíma og stórútgerðin leikur lausum hala með frítt spil á hendi. Ég ætla að minna þig á það þegar þú komst fram í fjölmiðlum þessa lands og víðar, ásamt stórbokkum ýmissa stórútgerða, og þið hélduð vart hlandi fyrir hneykslan og forundrun vegna þeirrar makalausu ósvífni Níelsar Ársælssonar að henda 42 fiskum í sjóinn beint fyrir framan myndavélarnar hjá Magnúsi Þór og félaga hans. Var þessi reiði ykkar tilkomin þá vegna þeirra fjörutíu og tveggja brottfloginna fiska eða beindist hún að okkur vegna þess fjölmiðlamanns sem að fréttinni stóð og lengi hafði verið ykkur erfiður í fréttaflutningi sínum? Þú veist hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir mig og mitt fólk, bæði hér á Tálknafirði og á Flateyri.“
Þetta segir Níels Ársælsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Tálknafirði, í tölvuskeytaskiptum við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. Fyrir skömmu sendi Níels tölvuskeyti til Friðriks og spunnust af því nokkrar skeytasendingar þeirra á milli. Alls sendi Níels fjögur tölvubréf til Friðriks og fékk svör við þremur þeirra. Eins og fram hefur komið hefur ríkissaksóknari nú ákveðið að ákæra Níels vegna meints brottkasts í frægum sjónvarpsróðri.

Skeytasendingarnar milli þeirra Níelsar og Friðriks fara hér á eftir í heild.

– – – – – – – – – – –

Sæll Friðrik.

Þessi umræða um stjórn Hafrannsóknastofnunar er fáránleg frá ykkar hendi. Að hafa hagsmunaaðila í stjórninni er álíka vitlaust eins og að stjórn Fangelsismálastofnunar væri einungis skipuð stórglæpamönnum og kókaínbarónum vegna þess að þeir væru sagðir með svo frábæra og víðtæka reynslu af glæpamálum. Hmm, ekki rétt Friðrik?

En hvað sem allri umræðu um Hafrannsóknastofnun líður, þá er eitt mál sem brennur hvað heitast á öllum almenningi þessa dagana og er kraumandi undir niðri. Það er sú ósvífni og mismunun sem á sér stað varðandi flotrollsskipin. Við höfum mjög greinargóðar upplýsingar varðandi gang mála um borð í þessum skipum sem fengnar eru í samtölum okkar við nokkuð marga skipverja. Eins hefur verið leitað til verksmiðjustjóra loðnubræðslnanna og verkstjóra söltunarstöðva víðsvegar um landið.

Við höfum verið í viðræðum við norsku Hafrannsóknastofnunina og Petri Suuronen (petri.suuronen@rktl.fi) sem er mjög mikils metinn innan Alþjóða hafrannsóknaráðsins og starfar fyrir finnsku Hafrannsóknastofnunina. Í samtali við Petri fyrir fáeinum dögum upplýsti hann eftirfarandi: Niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið undir stjórn Petri á vegum norsku Hafrannsóknastofnunarinnar leiddu það í ljós að 60-90% af allri síld sem smýgur um möskva flottrolls er dauð vegna hreistursmissis innan 15 daga.

Hann gat ekki um það magn sem smýgur í samanburði við það magn sem fer í belg og poka, en það er alþekkt staðreynd að það magn sem smýgur er margfalt það sem um borð í skipið kemur úr hverju hali. Gera má ráð fyrir að allt að 30-50 þúsund tonn af bolfiski lendi í bræðslu sem meðafli flottrollsskipanna íslensku sem stunda veiðar á kolmunna, aðalega ufsi, stórþorskur og bolfiskseiði ýmiskonar. Þarna er átt við ef afli skipanna er um 300 þúsund tonn eins og aflinn mun hafa verið á síðasta ári. Varðandi loðnuna gildir það sama og um síldina, en við þær veiðar, líkt og með síld, þá stóreykst það magn af bolfiski og bolfiskseiðum sem kemur í trollin sem meðafli. Er þá aðallega um að ræða ýsu og stórþorsk en hlutfall ufsa minnkar í réttu hlutfalli við aukningu á öðrum tegundum.

Þær sögur sem sjómenn um borð í þessum skipum segja af flottrollsveiðunum eru svo svæsnar að þær eru varla eftir hafandi en þær munu samt vera á hvers manns vörum þessa dagana. Dæmi er um íslenskt flottrollsskip sem kom inn til löndunar á Seyðisfirði í sumar sem leið með um 1.400 tonn af kolmunna. Af þeim afla reiknaðist mönnum til að hafi verið um 400 tonn af ufsa. Allt fór þetta í bræðslu. Heyrst hefur margítrekað manna á milli að sum íslensku flottrollsskipin hafi aldrei komið með minna hlutfall en 20-25% af bolfiski úr hverri einustu löndun á kolmunna síðastliðið sumar.

Flottrollsskipin sem stunduðu síldveiðar síðasta haust fyrir Suður- og Suðvesturlandi drápu óhemju magn af bolfiskseiðum, aðallega ýsuseiðum. Eitt flottrollsveiðiskip kom til löndunar í Grindavík síðasta haust með um 300 tonn, aðallega smásíld og bolfiskseiði. Skipið hafði verið á veiðisvæðinu við Eldey. Tekin var prufa úr þessum tiltekna farmi. Prufan var tekin af handahófi úr farminum með því að dæla fiskinum í eitt 660 lítra kar og það fyllt. Talið var og flokkað úr þessu kari uppi í vinnslustöð og reyndust vera 40 þúsund ýsuseiði saman við smásíldina sem var sjálf svo smá að hún fór mestmegnis í bræðslu.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli