Frétt

Múrinn – Sverrir Jakobsson | 11.03.2003 | 16:42Kreppa leppanna

Eru Sameinuðu þjóðirnar í kreppu? Bíður álit þeirra hnekki ef þjóðir heimsins hunsa fyrirskipanir ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands? Þetta fullyrðir hver fréttamaðurinn á fætur öðrum. En hefur það reynst rétt? Er ekki staðreynd málsins sú að í fyrsta sinn í langan tíma skiptir núna máli hvað ríkisstjórn Gíneu finnst um eitthvert mál? Hvað Chile segir? Eða Pakistan? Er það slæmt fyrir Sameinuðu þjóðirnar að þar heyrist aðrar raddir en sú einhæfa, bandaríska sem hefur borið fram „vilja Sameinuðu þjóðanna“?
Nei, núna skiptir afstaða Sameinuðu þjóðanna máli. Í fyrsta sinn í langan tíma. Alþjóðasamfélagið hefur nefnilega einstakt tækifæri til að láta stjórnast af réttlæti og almannavilja, en ekki ofbeldi og valdi. Rödd alþjóðasamfélagsins hefur ekki fengið að heyrast þegar verið er að ræða um hernám Ísraels í Palestínu. Vilji þess er hunsaður af handhafa neitunarvaldsins. Hefur það ekki leitt af sér kreppu fyrir Sameinuðu þjóðirnar? Jafnvel alvarlegri og djúpstæðari kreppu en þá sem nú er komin upp vegna þess að þjóðhöfðingjar heims hlusta á almenning í löndum sínum en ekki bara á Bandaríkjaforseta.

Áður var Atlantshafsbandalagið búið að vera í kreppu. Kreppan stafaði af því að þar ætluðu aðildarríki að beita hinu lýðræðislega neitunarvaldi sem stuðningsmenn bandalagsins hafa gumað af árum saman. Í ljós kom að neitunarvaldið er í hættu ef því er einhvern tíma beitt. Bandalagið í uppnámi ef aðildarríkin hlýða ekki öll Bandaríkjaforseta jafn afdráttarlaust og hann Halldór okkar Ásgrímsson. Halldór sem er búinn að tala um „vilja Sameinuðu þjóðanna“ í áratug þegar talið berst að hinum villimannlegu refsiaðgerðum gegn almenningi í Írak.

Núna er enn einu sinni verið að leita að „gereyðingarvopnum“ í Írak. Ekkert finnst frekar en fyrri daginn. Þeir sem hafa haft uppi stríðshótanir og sett hafa fram alvarlegar ásakanir standa nú uppi berstrípaðir og hafa ekkert til að styðja mál sitt nema nakið ofbeldið. En þá verður alþjóðasamfélagið að láta til sín taka. Og ákveða hvað eigi að gerast næst.

Búið er að leka því í fjölmiðla að von sé á nýrri tillögu frá Bretlandi um það hvað þurfi að gerast til að ekki verði farið í stríð. Þær kröfur verða án efa jafn óaðgengilegar og annað sem Vesturveldin hafa látið frá sér fara. Um hitt er ekki talað, hvað eigi að gera þegar vopnin finnast ekki.

Staðreynd málsins er sú að Vesturveldin hafa haldið Írökum í heljarkreppu árum saman og ætla nú í tilefnislaust stríð. Alþjóðasamfélagið hefur látið andstöðu sína í ljós með jafn afgerandi hætti og mögulegt er, en samt halda ójafnaðaröflin áfram. Þetta kallar á skýrari viðbrögð af hálfu þeirra sem vilja halda uppi lögum og rétti í heiminum.

Ljóst er að Írakar hafa unnið með vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna og ætla að halda því áfram. Fyrr eða síðar hljóta vopnaeftirlitsmenn að hafa leitað nægju sína. Og hvað gerist þá?

Er ekki aðeins ein lausn möguleg: Aflétta verður refsiaðgerðum gegn Írak. Almenningur í landinu verður að fá að halda áfram lífi sínu án afskipta utanaðkomandi aðila sem hafa ekki leitt yfir hann annað en eymd og volæði. „Útlagaríki“ Bandaríkjanna og Bretlands eiga ekki að fá að halda refsiaðgerðunum áfram án nokkurrar ástæðu.

Það er eina ásættanlega lausn vopnaeftirlitsins. Eina lausnin sem alþjóðasamfélagið á að sætta sig við.

sj

Vefritið Múrinn

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli