Frétt

Maddaman | 10.03.2003 | 09:49Eniga meniga flokkurinn

„Að vakna snemma er viðbjóður, ef veðrið það er slæmt, að sjá ekki út úr augunum og anda heldur dræmt, að hita upp gamlan hafragraut og háma í sig með skeið, klæða sig í klossana og kjaga sína leið.“ Sumir gætu kannski haldið að þetta textabrot leyndist í einu laganna hans Megasar, en það er nú ekki svo. Þetta er tekið úr einu laganna á barnaplötunni „Eniga meniga“, þar sem Olga Guðrún Árnadóttir flutti lög og texta eftir Ólaf Hauk Símonarson hér um árið. Platan varð óhemju vinsæl og margir þekkja lögin vel.
Textarnir fjalla á barnslegan hátt um andstæðurnar í hversdagsleikanum. Búa til leiki úr þrifum, úr dögunum, úr neysluþjóðfélaginu og fleira. Svo eru óskiljanleg lög um kött sem gufar upp og annað sem veltir því fyrir sér hvers fílar eiga að gjalda. En þau eru í raun í takt við barnslega veruleikann, þar sem spurningarnar og vandamálin eiga sér oft lítið samhengi við hina svarthvítu veröld fullorðinna.

Flest lýsa lögin hins vegar bjartsýni, eins og lagið sem hvetur fólk til að brosa: „Ef þú ert súr vertu þá sætur, sjáðu í speglinum hvernig þú lætur. Ekkert er varið í sút eða seyru, hreyfðu á þér munnvikin út yfir eyru.“ Það sama má segja um peningalagið: „Eniga meniga, ég á enga peninga. Súkkadí, búkkadí, en ég get sungið fyrir því. Sönglandi, raulandi, með garnirnar gaulandi.“ Umhverfið fær falleinkunn fyrir sóðaskap á sumum svæðum: „Örfirisey er ekki pen, olíu og skítafen, loðnuþrær sem lykta af grút. Langar einhvern þangað út?“

Sum þessara laga minna á málflutning Vinstri grænna, til dæmis þá rómantík að fólk almennt geti alveg komist af með minna og unað glatt við sitt og að fólk hafi almennt bara gott af samdrætti og atvinnuleysi. Það væri gaman að heyra Vinstri græna fara með þá vísu nú fyrir kosningar eða að sjá þingmenn flokksins ganga á undan með fordæmið.

Það sama má segja um afstöðu þeirra til atvinnuuppbyggingar. Það virðist lítið mega gera ef það felur í sér einhvers konar verklegar framkvæmdir. Skemmst er að minnast tillagna sem snerust m.a. um nýtingu fjallagrasa í stað áliðnaðaruppbyggingarinnar á Austfjörðum. Svo til að bæta fyrir það, þá komu tillögur frá þeim um sérstaka byggðastyrki til handa Austfirðingum (aðrir landshlutar áttu að fá eitthvað síðar), sumir kölluðu þetta í hálfkæringi mútugreiðslur til Austfirðinga svo þeir héldu áfram að kjósa Vinstri græna, en maður verður víst að fara varlega með slíkan hálfkæring nú á dögum.

Það má þó brosa út í annað eða út undir eyru að skilaboðum Eniga meniga flokksins, enda held ég að Vinstri grænir myndu varla getað fundið betri hugmynd en að nota Eniga meniga diskinn í kosningabaráttunni. Þannig myndu þeir gera tengslin skýrari og um leið auðga kosningabaráttuna sína með skemmtilegum lögum.

Svona í lokin þá má segja að við Framsóknarmenn og Vinstri grænir getum þó sameinast í einum söng þessa dagana um sandkassalætin í hinum: „Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa?“

ES

Vefritið Maddaman

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli