Frétt

| 01.12.2000 | 15:14Skjólskógaverkefninu á Vestfjörðum verður flýtt um eitt ár

Meðal breytingartillagna frá meirihluta fjárlaganefndar Alþings sem fram komu við upphaf annarrar umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gær eru nokkrar sem snerta Vestfirði sérstaklega. Þar má nefna, að lagt er til að 10 milljónir króna renni til uppbyggingar Vatneyrarbúðar á Patreksfirði. Þar eru minjar um merka sögu en miðað er við endurgerð eins og var þegar rekstur stóð þar í mestum blóma.
Lagt er til að 15 milljónir renni til Galdrasýningar á Ströndum. Fyrsti áfangi hefur verið opnaður í gömlu pakkhúsi á Hólmavík en áætlað er að byggja upp sýningarstaði í Hrútafirði, Bjarnarfirði og Árnesi.

Lagt er til að 2,5 milljónir renni til Sjóminjasafns Íslands til að gera upp hundrað ára gamlan uppskipunar- og flutningabát (bringingarbát), Friðþjóf, en hann var síðast notaður fyrir hálfri öld. Ráðgert er að flytja bátinn frá Miðhúsum í Reykhólasveit til Bolungarvíkur og gera hann upp þar.

Lagt er til að 6 milljónir renni til endurbóta á Faktorshúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði.

Lagt er til að 10 milljónir renni til uppbyggingar á skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal við Skutulsfjörð.

Lagt er til að framlag til Skjólskóga á Vestfjörðum hækki um 9 milljónir og verði 30 milljónir. Framgangur verksins verður hraðari en gert var ráð fyrir þar sem undirbúningsvinnan í ár nægir til að taka nýliða hraðar í verkefnið og flýta þannig áætlun um eitt ár.

Lagt er til að 10 milljónir renni til að ljúka hagkvæmnisathugun á kalkþörungavinnslu í Arnarfirði og í Húnaþingi. Á síðasta ári runnu 4 milljónir í þessar rannsóknir í Arnarfirði. Verkið er unnið á vegum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. Einnig er lagt til að félagið fái eina milljón króna til að safna gögnum og hefja mælingar við innanvert Ísafjarðardjúp með tilliti til nýtingar á auðlindum svæðisins.

Lagt er til að framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hækki um 1.800 milljónir. Þar af eru 1.100 milljónir ætlaðar til að jafna tekjutap einstakra sveitarfélaga vegna lækkunar á fasteignaskattstekjum í kjölfar breytinga á álagningarstofni mannvirkja. Síðan er ætlunin að ráðstafa 700 milljónum króna í samræmi við tillögur Tekjustofnanefndar sem skilaði áliti til félagsmálaráðherra í október.

Lagt er til að 7 milljónir renni til stofnunar nýbúamiðstöðar á Vestfjörðum í samræmi við þingsályktunartillögu sem samþykkt var í vor.

Lögð til til einnar milljónar króna hækkun á framlagi til að kosta sérútbúna bifreið í Árneshreppi í þeim tilgangi að hana megi nota til að aka yfir Trékyllisheiði að vetrarlagi og auka þannig öryggi fólks í hreppnum.

Lagt er til að 51 millj. króna renni til að mæta kostnaði við áætlunarflug innanlands samkvæmt samningi sem áformað er að gera í kjölfar undangengins útboðs.

Lagt er til að 7 milljónir renni til vinnuhóps hjá náttúrustofum og heilbrigðiseftirliti á Vestfjörðum, Austfjörðum og Norðurlandi vestra til að gera úttekt á skólpmengun við litla þéttbýlisstaði við sjávarsíðuna og skipuleggja vöktun á mengun við sömu staði. Árið 1997 hófst samstarf milli Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og Náttúrustofu Vestfjarða um sýnatökur og mælingar en vegna fjárskorts hefur ekki verið hægt að ganga frá niðurstöðum.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli