Frétt

Kreml - Birgir Hermannsson | 07.03.2003 | 16:31Framsókn fer á límingunni

Nú er Davíð Oddsson búinn að lofa því að lofa því að lækka skatta á næsta kjörtímabili. Ekki vill Halldór Ásgrímsson vera minni maður: Hann er nú búinn að lofa miklum skattalækkunum á næsta kjörtímabili, alls um 15 milljörðum króna. Ekki nóg með það: nægjanlegt fé verður eftir til „að verja og viðhalda öflugu velferðarkerfi“ eins og hann orðaði það í ræðu sinni á dögunum. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að allt þetta sé í rauninni Framsóknarflokknum að þakka. Ekki er nóg með að bráðið ál muni fljóta á Reyðarfirði, heldur muni peningarnir fljóta svo um íslenskt samfélag að Halldór Ásgrímsson mun geta leikið jólasvein allt árið um kring.
Þetta eru ekki svo lítil tíðindi. Og ekki ber að taka þeim með léttúð, Halldór Ásgrímsson spaugar ekki. Framsóknarflokkurinn „feykist ekki til og frá í sviptivindum dagsins“ þrumaði hann þungbrýndur yfir flokksmönnum. Ber okkur þá ekki að trúa Halldóri og gera hann að leiðtoga lífs okkar?

Fyrst skulum við fara nokkrar skoðanakannanir aftur í tímann, til þeirra horfnu stunda þegar framsóknarmenn létu sig dreyma dagdrauma um foringja sinn sem forsætisráðherra. Einu skýin á himninum voru þrálátar ásakanir um illa meðferð á öldruðum. Ekki var þetta vegna mannvonsku eða áhugaleysis, heldur vegna ábyrgðartilfinningar. Framsóknarmenn – eins og við vitum – hafa djúpa ábyrgðartilfinningu og því var ekki hægt að fórna stöðugleika og framförum á altari aldraðra. Þegar nálgast tók kosningar sáu menn þó að taka yrði á vandanum af festu og innan ábyrgra marka. Hinn frækni símamaður Þórarinn Viðar Þórarinsson var hið snarasta fenginn í verkið og náði samkomulagi við aldraða. Ráðherrarnir réðu sér ekki fyrir kæti og buðu öldruðum upp á kaffi og með því í Ráðherrabúðstaðnum.

Ekki mátti samt missa tökin á fjármálum ríkisins. Slíkt gera framsóknarmenn ekki. Því var gripið til þess ráðs að hækka áfengis- og tóbaksgjald. Þetta var gert þrátt fyrir að áfengisverð á Íslandi er nú þegar allt of hátt í alþjóðlegu samhengi og þrátt fyrir að þessi hækkun leiddi beint til hækkunar á öllum verðtryggðum lánum landsmanna. Ábyrgðartilfinning framsóknarmanna leiddi síðan til þess að sjúklingaskattar voru stórhækkaðir eftir áramótin, enda krafðist ábyrg fjármálastjórn ríkisins þess að sjúklingar greiddu meira fyrir þjónustuna. Jafnvel framsóknarmenn geta ekki reitt fram ókeypis hádegisverð.

Nú líða nokkrar skoðanakannanir. Ekki var lengur von til þess að Halldór Ásgrímsson yrði forsætisráðherra, en veik von til þess að hann yrði áfram þingmaður. En bara veik von. Og nú þegar vonin ein er eftir eru skyndilega til peningar til gríðarlegra skattalækkana auk þess að ekkert mun uppá vanta í velferðarmálum.

Góðæri síðustu ára fölnar í samanburðinum!

Er þetta trúverðugt? Fyrir bara nokkrum skoðanakönnunum þurfti ég að drekka dýrara viskí, greiða meira fyrir læknisþjónustu og þola hækkandi húsnæðislán – auk alls annars - í nafni ábyrgrar fjármálastjórnar. Þeir fjármunir sem þar um ræðir eru þó hrein skiptimynt í samanburði við þau ósköp sem nú standa til. Framsóknarmenn verða að fyrirgefa, en ég spyr mig að því hvað viskípelinn muni kosta að því ævintýri afstöðnu. Skattalækkanir eru ágætar, en það eru einnig aukin útgjöld til þarfra málaflokka (t.d.barna og unglinga með geðsjúkdóma). Ef einhver leggur til útgjaldaaukningu af sömu stærðargráðu og skattalækkun Halldórs Ásgrímssonar stendur ekki á viðbrögðunum. Þannig gagnrýna framsóknarmenn tillögur Vinstri grænna um niðurgreiðslur á leikskólagjöldum og önnur útgjöld sem ábyrgðarlaust hjal.

Framsóknarmenn telja sig límið í íslenskum stjórnmálum, en hvar er límið í Framsóknarflokknum? Framsóknarflokkurinn virðist farinn á límingunni. Bak við þungbúna ásjónu Halldórs Ásgrímssonar er maður fullur angistar. Kannski ekki angistar yfir því að missa einkabílstjórann, eða greiða dýrara viskí – jafnvel ekki yfir því að missa djobbið sem hann hefur gengt nær óslitið síðan 1974. Heldur angistar yfir því að kjósendur – sérstaklega þeir sem lægst hafa launin - átti sig á því að þeir greiða meira í skatta nú en fyrir átta árum og spyrji sig: Af hverju núna? Væri nú ekki nær að byrja á einhverju raunhæfu, t.d. lækka brennivínsskattinn

Birgir Hermannsson

Vefritið Kreml

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli