Frétt

Fréttablaðið | 07.03.2003 | 15:22Níels Ársælsson kveðst ofsóttur eftir brottkastsmyndirnar

Bjarmi BA. Mynd: Fréttablaðið.
Bjarmi BA. Mynd: Fréttablaðið.
„Ég veit enn ekki hvers er að vænta frá yfirvöldum en mannskapurinn að undanskildum skipstjóra hefur fengið bréf um að fallið hafi verið frá rannsókn. Ég bíð eftir niðurstöðu hvað varðar sjálfan mig og útgerð skipsins,“ segir Níels Ársælsson á Tálknafirði, skipstjóri og útgerðarmaður Bjarma BA, um lögreglurannsókn sem staðið hefur síðan í nóvember 2001. Þá sýndi Sjónvarpið frægar myndir af meintu brottkasti. Myndirnar vöktu mikla athygli og komust í heimsfréttirnar. Fiskistofa kærði málið til lögreglu, sem hefur síðan rannsakað það.
Áhafnir bæði Báru ÍS og Bjarma BA hafa staðfastlega neitað sök og sagt að eingöngu hafi verið um sýktan og skemmdan fisk að ræða. Eigi að síður var gripið til þess að svipta bátana veiðileyfum í allt að tvo mánuði án undangenginnar rannsóknar. „Allt þetta mál er hið undarlegasta og ber keim af ofsóknum valdhafanna og minnir á sumt þess sem við getum lesið um í sögubókum. Mín útgerð hefur þurft að þola stöðugar ofsóknir af hálfu Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar á meðan á rannsókninni hefur staðið,“ segir Níels. Hann segir að Fiskistofa hafi „sigað“ skipum Landhelgisgæslunnar á Bjarma BA.

Níels segir að 18 sinnum eftir sjónvarpsfréttina hafi varðskipsmenn komið um borð í skip sitt án sjáanlegra ástæðna. Þannig hafi veiðieftirlitsmenn dvalið um borð í Bjarma allt að mánuð í senn. Níels segir að Bjarmi hafi í tvígang verið sviptur veiðileyfi eftir tveggja mánaða sviptinguna. Þetta hafi verið gert á mjög vafasömum forsendum og að órannsökuðum og tilefnislausum ástæðum.

„Starfsmönnum Gæslunnar var farið að ofbjóða þessar ofsóknir. Einn skipherrann sagði við mig nýlega að þetta gengi ekki svona lengur. Þeir væru orðið meira um borð í Bjarma en í sínu eigin skipi. Hann sagðist ekki geta hugsað sér að taka þátt í þessu lengur,“ segir Níels. Hann segir að öllum ráðum hafi verið beitt til þess að koma rekstri sínum í þrot.

„Við þurftum að þola það að þrjár lánastofnanir sem áttu veðskuldir á Bjarma gjaldfelldu lánin vegna smávægilegra vanskila. Þetta voru lánastofnanir í eigu ríkisins og þær sviku gerða samninga um greiðslufresti sem gerðir voru stuttu áður en brottkastsmyndirnar voru sýndar. Starfsmenn þessara lánastofnana hafa sagt að þeir hafi fengið skipanir að ofan um að gjaldfella og krefjast uppgreiðslu á þessum langtímaveðlánum, sem voru til allt að 10 ára,“ segir Níels.

Níels segist hafa þurft að selja kvóta bátsins til að greiða upp veðlánin. „Bjarmi er í dag kvótalaus og ég þarf að gera út á leigukvóta sægreifanna. Allt frá því brottkastsmyndirnar voru sýndar hafa yfirvöld í landinu reynt, án dóms og laga, að koma mér á kné. Þeir haga sér eins og brjálæðingar en ég ætla ekki að gefast upp heldur ætla ég að vera viðstaddur þegar ríkisstjórnin fellur í vor,“ segir Níels.

– Fréttablaðið í dag.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli