Frétt

Stakkur 9. tbl. 2003 | 05.03.2003 | 10:26Menningarhús á landsbyggðinni

Áður fyrri var því haldið fram, að menningin ætti sér ekki lögheimili á landsbyggðinni. Nægir að minna á kvikmynd Ólafs Hauks Símonarsonar um Grindavík, sem bar nafnið „Fiskur undir steini“. Þótti Grindvíkingum fremur á sig hallað með þeirri sýn er brugðið var upp af sjávarþorpi úti á landi. Þar var lífið vinna í fiski en menningunni lítið sinnt. Allir unnu í frystihúsinu og máttu svo ekki vera að sinna ástundun æðri lista. Drógu margir þá ályktun að um væri að ræða menningarsnautt fólk og laust við áhuga á því sem hina æðri listir gáfu anda mannsins.

Þessi svipmynd af þorpinu var mjög einfölduð og vafalaust vakti fyrir höfundum að draga fram tilbreytingarsnautt líf íbúanna og vekja umræður. Það tókst. Viðbrögðin voru sterk. En jafnvel þau voru einföldun á því er kann að hafa vakað fyrir höfundum. Allt sem snertir mannlega tilvist er menning. Margir leyfa sér á hinn bóginn að telja eitt afbrigði menningar öðru betra og tala þá gjarnan um hámenningu og lágmenningu. Það er ekki einasta mikill misskilningur, heldur hroki, að flokka menningu með þeim hætti. Smekkur manna er misjafn og er það vel. Þar af leiðandi er fjölbreytnin meiri og kostirnir til að njóta betri.

Hvort það er af þeim rótum runnið, að hámenningu skorti, að hugmyndin um sérstök menningarhús utan Reykjavíkur kviknaði skal ósagt látið. Nú ætlar ríkisstjórnin að verja einum milljarði til menningarhúsa á landsbyggðinni, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Aðrir staðir njóta ekki þessarar náðar nú, með sérstöku átaki ríkisstjórnar og Alþingis. En Ísfirðingar láta ekki deigan síga og sækja ótrauðir fram til þess að ljúka því verki að gera Gamla sjúkrahúsið að safnahúsi, klára endurgerð Edinborgarhússins og afla fjár til nýbyggingar Tónlistarskólans. Metnaðurinn er mikill, sem og verkefnið. Unnið er að því að útvega fé með sérstöku átaki. Vonandi tekst það fljótt og vel. En íbúarnir sem standa að baki þessum metnaðarfullu áformum eru fáir. Þess vegna er að óbreyttu illa gerlegt að komast hjá því að leita til ríkisins um fjármagn.

Hitt er hollt að rifja upp, að hugmyndin um menningarhús á landsbyggðinni er fjarri því að vera ný. Félagsheimilin voru menningarhús síns tíma um og upp úr miðri síðustu öld. Fall þeirra varð hins vegar skjótt er dansleikjahald lagðist af í þeim að mestu er leið að aldarlokum. Hugmyndin um þau var barn síns tíma. Ef til vill er hugmyndin um menningarhús á landsbyggðinni það einnig. Tíminn sker úr um það. Húsin þrjú á Ísafirði eru það hins vegar ekki. Þau eru til staðar og þeim þarf að ljúka, bæði gerð og fjármögnun, enda undirstrika þau langa sögu ástundunar tónlistar, leiklistar og eru að auki verðugur minnisvarði um byggingarlist. Menningarhús í Vestmannaeyjum og á Akureyri minna, meðan hugmyndin að baki er ekki ljósari, á félagsheimilin sem bjarga skyldu sveitum landsins á sinni tíð.

Menningin á lögheimili á Ísafirði og hún þarf verðugt heimili með stuðningi allra landsmanna með framlögum úr ríkissjóði. Stefnan er hér fullmótuð en lengra er í land á Akureyri og í Vestmannaeyjum.


bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli