Frétt

Leiðari 48. tbl. 2000 | 29.11.2000 | 18:04Útgjaldafrekur árstími

Í hönd fer útgjaldafrekasti tími ársins, aðdragandi jólanna, þar sem tíðarandi og núorðið hefðir af öllum toga krefjast aukinna fjárútláta. Á þessum árstíma verða þeir harðar úti en nokkru sinni, sem verða að láta sér nægja reykinn af réttum nægtaborðsins. Svona hefur það alltaf verið – og verður sennilega. Til að svo verði ekki þarf mikið að breytast.

Um þessar mundir berast tilmæli allskyns félaga og samtaka um stuðning til þessa og hins verkefnisins inn á heimili landsmanna, óhætt að segja flest af hinu góða. Og þeir sem þar að verki standa vita öðrum betur hvar skórinn kreppir og að vanlíðanin því fylgjandi segir meira til sín á þessum vikum en öðrum.

Á Alþingi eru rædd fjáraukalög, sem heimila ríkisvaldinu m.a. að koma til móts við þann hluta skjólstæðinga sinna, sem einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að fóta sig á hinum þrönga vegi fjárlaga og gauka að þeim nokkrum krónum til að rétta fjárhaginn af á þessum viðkvæmu og dimmu dögum jólaföstunnar. Þannig vantar ekki nema tvo tugi milljóna króna til að draga okkur að landi á Heimssýningunni miklu, sem við vorum svo afskaplega ánægð með þótt flestum öðrum þætti frekar lítið til koma. Þingvallahátíðarmenn skrikuðu á reiknistokknum svo nú þarf forsætisráðuneytið að hlaupa undir bagga með myndarlega jólagjöf. Þannig mætti lengi telja. Og hrekkur ekki til stuttur leiðari.

Þegar skammt er að bíða upphafs þess að myrkrið hörfi fyrir ljósinu gerast þingmenn léttúðarfyllri í peningamálum en alla jafnan. Nú vilja nokkrir þeirra ólmir kaupa skipið Íslending að lokinni frægðarför fyrir litlar 80 milljónir, væntanlega til að gefa þjóðinni. Svona smáaurar standa ekki í þingmönnum meðan hátt í milljarður króna streymir austur í japanska heimsveldið til að undirbúa þangaðkomu einhvers uppgjafa stjórnmálamanns með sendiherratitil í vegabréfinu. Hvar skipinu verður komið fyrir er ekki vitað né heldur hvort byggja á yfir það hálfs milljarðs króna safnahús (með æviráðnum safnverði, ekki á kennaralaunum). Íslendingi væri mikill sómi sýndur með því að koma honum fyrir í tengslum við sjóminjasafnið í Neðstakaupstað á Ísafirði. (Með því má spara kostnaðinn við safnvörðinn. Hann er hér fyrir hendi og fæst vart betri.)

Aðventan boðar komu jólanna. Gleymum því ekki og göngum með gát um öll gylltu salarkynnin sem freista okkar á þessum viðkvæma og fyrir marga erfiða árstíma.
s.h


bb.is | 28.09.16 | 14:34 Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með frétt Nú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli