Frétt

| 29.11.2000 | 10:15Konráð Eggertsson og hrefnukjötið

Hallgrímur Sveinsson, Gísli Hjartarson og Ólafur Borgarsson á kaffistofu Áhaldahússins.
Hallgrímur Sveinsson, Gísli Hjartarson og Ólafur Borgarsson á kaffistofu Áhaldahússins.
Þrjú hundruð og þrjár nýjar vestfirskar þjóðsögur Gísla Hjartarsonar ritstjóra á Ísafirði eru nú komnar á prent. Þriðja heftið í ritröðinni „Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga“ var að koma úr bókbandi og voru fyrstu bækurnar opnaðar í morgunkaffinu hjá köllunum í Áhaldahúsi Ísafjarðarbæjar á Stakkanesi. Sögurnar sem Gísli hefur snapað saman af nafnkenndu fólki og viðburðum á Vestfjörðum, sannar eða ýktar eða lognar að einhverju leyti, hafa notið mikilla vinsælda í tveimur síðustu jólabókaflóðum.
Útgefandi sagnanna er Vestfirska forlagið (Hallgrímur Sveinsson) á Hrafnseyri. Þegar fyrsta heftið kom út fyrir tveimur árum mun ekki hafa verið gert ráð fyrir framhaldi. Eins og nú horfir er hins vegar hvorki þrot né endir í sjónmáli og Gísli er enn að safna í sarpinn.

Gísli las upp úr bókinni á kaffistofunni í Áhaldahúsinu í morgun á meðan starfsmenn gæddu sér á tertum. Á meðfylgjandi mynd er útgefandinn Hallgrímur Sveinsson að afhenda Ólafi Borgarssyni, starfsmanni Ísafjarðarbæjar, fyrsta eintakið, en Gísli Hjartarson fylgist með.

Hér er eitt sýnishorn af sögunum í nýja heftinu:

13. Hvalveiðibannið

Í vetur gekkst Magnús Ólafs Hansson í Bolungarvík fyrir því að haldin yrði ráðstefna um sérkenni Vestfirðinga. Fékk Magnús hátt á annan tug fyrirlesara víðs vegar af Vestfjörðum til þess að flytja erindi um ýmisleg sérvestfirsk málefni, svo sem verkun ýmissa matvæla, galdra, húmor, bjargferðir og margt fleira. Ráðstefnan var haldin í Bolungarvík í maí undir stjórn Strandamannsins Sigmars B. Haukssonar, sjónvarpskokks og skotveiðimanns, og þótti takast vel.

Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður á Ísafirði, var einn fyrirlesaranna og fjallaði erindi hans um hvalveiðar og verkun og matreiðslu hrefnukjöts. Fór Konni mikinn og sýndi litskyggnur á tjaldi, máli sínu til stuðnings.

Eftir hverja þrjá fyrirlestra voru pallborðsumræður undir stjórn Sigmars. Sátu þá fyrirlesarar fyrir svörum en ráðstefnugestir báru upp spurningar utan úr sal og Sigmar líka.

Þegar Konni sat fyrir svörum ásamt tveimur öðrum fyrirlesurum kom þessi lymskulega fyrirspurn frá Magnúsi Reyni Guðmundssyni:

„Nú hafa hrefnuveiðar verið bannaðar í fjórtán eða sextán ár. Er ekki farið að slá í kjötið sem þú ert að láta ýmsa hafa úr bílskúrnum heima hjá þér og sýslumaðurinn fær hjá þér og margir aðrir bæjarbúar?“

Konni var snöggur upp á lagið:

„Þeir skera bara utan af því og þá er þetta ágætis kjöt.“

bb.is | 27.09.16 | 14:50 Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með frétt Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli