Frétt

Sælkerar vikunnar – Dagrún Dagbjartsdóttir og Halldór Jónsson | 01.03.2003 | 12:14Saltfiskur í rjómatómatsósu

Halldór og Dagrún í eldhúsinu heima.
Halldór og Dagrún í eldhúsinu heima.
Kjöt hefur á undanförnum árum verið að aukast í mataræði okkar Íslendinga á kostnað sjávarfangs. Þar spilar verðið að sjálfsögðu stóra rullu. Fiskur er orðinn mjög dýr vara enda marga milliliði sem þarf að fóðra og alltof lítill hluti verðsins endar í höndum þeirra er vinna hann. En hvað um það – við ákváðum að sýna ykkur saltfiskrétt sem er afskaplega einfaldur í matreiðslu og mjög góður. Þessa uppskrift rak á fjörur okkar fyrir nokkrum árum og er þannig að hún tekur sífelldum breytingum og hlutföllin geta því ráðist af smekk hvers og eins.
1 kg saltfiskflök, roð- og beinhreinsuð (oftast til í Samkaupum)
2 bufflaukar, fínt saxaðir
1 gulrót, skorin í mjóar ræmur
1-3 msk söxuð steinselja
3-4 dl rjómi
3-4 msk soyasósa
2-3 msk tómatsósa
4-5 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
smjör

Flökin eru fyrst skorin í strimla. Smjörið brætt á pönnu og laukurinn steiktur í því. Þegar hann er orðinn mjúkur er gulrótarræmunum bætt á pönnuna.
Fiskurinn síðan settur á pönnuna ásamt rjómanum, hvítlauknum og tómatsósunni. Þegar sósan fer að þykkna er steinseljunni og sojasósunni hrært saman við.

Með þessu er hægt að borða allt mögulegt ef vill, en líka er þetta gott eitt og sér. Hér fylgir uppskrift af brauði sem okkur finnst passa vel við.

50 g pressuger eða 1 msk þurrger
50 g smjör, brætt
6 dl volg mjólk
1 tsk salt
15 dl hveiti
egg til að pensla með

Leysið gerið upp í volgri mjólkinni og bætið smjöri út í. Hrærið. Blandið salti í og síðan u.þ.b. 10 dl hveiti. Stráið hveiti yfir deigið og breiðið klút yfir og látið hefast á hlýjum stað í u.þ.b. 30 mínútur. Blandið meira hveiti út í en ekki öllu, þar sem ekki er víst að þörf sé á því. Hnoðið, hafið deigið frekar blautt. Mótið í bollur. Uppskriftin ætti að duga í 40 litlar bollur. Sett á bökunarplötu og látið lyfta sér undir klút í 20-30 mínútur. Penslið með eggi. Bakið við 225°C í 10 mínútur, ofarlega í ofninum.

Að sjálfsögðu er gott vín ómissandi með þessum rétti. Flestir drekka hvítvín með fiski en við hvetjum fólk til þess að prófa að drekka rauðvín með saltfiskinum enda er fátt hollara í dag.

Niðri á eyri á Ísafirði, nánar tiltekið í Skipagötu númer fjögur, búa miklir matgæðingar, þau Margrét og Sævar. Þar hefur ýmislegt verið brallað og við fáum að kynnast því í næstu viku.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli