Frétt

kreml.is - Óli Jón Jónsson | 01.03.2003 | 11:37Rifjum upp og segjum börnunum frá

Fyrir nokkrum árum ákváðu sænsk stjórnvöld að efna til upplýsingarátaks meðal almennings um það sem á íslensku er yfirleitt kallað Helförin – útrýmingarherferð þýskra nasista og bandamanna þeirra á hendur gyðingum og öðrum minnihlutahópum í Evrópu 1939-1945. Ástæða þess að ákveðið var að hleypa þessu átaki af stokkunum var að stjórnvöld höfðu áhyggjur af vaxandi kynþáttahyggju í sænsku samfélagi með tilheyrandi uppgangi svokallaðra nýnasistahreyfinga. Kannanir höfðu leitt í ljós að þekking sænskra skólabarna á Helförinni var afar takmörkuð og umræða um lærdóma sögunnar í skólum ekki upp á marga fiska. Markmið átaksins var m.a. að auka skilning meðal fólks á grundvallargildum lýðræðislegs samfélags og hvað gerist þegar þau eru fótum troðin.
Þegar þáttaröðin Holocaust var sýnd í Ríkissjónvarpinu var ég mjög ungur að árum og fékk yfirleitt ekki að horfa. Þættirnir voru ekki álitnir við hæfi barna. Nú þætti eflaust fátt í þeim þess eðlis að fólk sæi ástæðu til að banna börnum að horfa á þá. Svona hefur nú tíðarandinn breyst. Sænska upplýsingaátakið byggist á þeirri hugsun að ekki eigi að hlífa börnum við hryllingnum. Þvert á móti sé nauðsynlegt að tala opið og heiðarlega um þessa atburði til að árangur verði af átakinu.

Almennt er rætt um að minningin um Helförina hafi dofnað í hugum almennings á Vesturlöndum hin síðari ár. Það er ekki gott. Mikilvægt er að vitneskju um þessa skelfilegu fortíð sé miðlað og að hver ný kynslóð læri um það sem gerðist, hvernig það gerðist, en þó einkum og sér í lagi, hvers vegna það gerðist. Í skólakerfinu ætti að leggja sérstaka áherslu á fræðslu um Helförina strax í efri bekkjum grunnskóla. Þetta er mikilvægt af þremur meginástæðum. Í fyrsta lagi er brýnt að afhjúpa þær fáránlegu hugmyndir kynþáttahyggju og mannkynbótastefnu sem lágu að baki voðaverkunum til að koma í veg fyrir að þær nái nokkurn tímann að festa rætur á ný. Í öðru lagi minnir Helförin okkur á hvers virði lýðræði og mannréttindi raunverulega eru og hvað getur gerst ef við sofnum á verðinum. Í þriðja lagi felur Helförin í sér sannleika um mannlegt eðli sem hverjum manni er hollt að horfast í augu við.

Á síðustu árum hefur orðið sú breyting að í fyrsta skipti í Íslandssögunni býr hér fólk af mörgum ólíkum kynþáttum. Sumir hafa af því áhyggjur að e.t.v. sé íslenskt samfélag ekki í stakk búið að meðtaka þessa breytingu. Ýmislegt bendir til þess að meðal almennings blundi megn andúð á útlendingum, einkum þeim sem hafa annan húðlit en innfæddir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að andúðin er einna mest meðal ungs fólks og barna á skólaaldri.

Hvort sem fólki líkar betur eða verr, þá verður Ísland aldrei aftur byggt einsleitum hópi afkomenda norrænna og keltneskra landnema. Íslendingabók á Netinu mun verða allt öðruvísi eftir 100 ár. Þá er ekki víst að allir muni geta rakið sig saman við alla. Spurningin er hvort fólk sé almennt búið að átta sig á þessu og hvort viðhorf og hugsunarháttur séu í takt við þróunina.

Við þurfum að rifja upp og segja börnunum okkar frá.

Óli Jón Jónsson.

Kreml.is

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli