Frétt

| 28.11.2000 | 14:10„Rangfærslur og mistúlkanir“

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, hefur ritað bæjaryfirvöldum í Ísafjarðarbæ harðort bréf vegna bókunar bæjarráðs um fjárhagsáætlun fyrir Heilbrigðisyfirlit Vestfjarða. Greint var frá afstöðu bæjarráðs hér á fréttavef Bæjarins besta í gær. Í fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir næsta ár er gert ráð fyrir því að Ísafjarðarbær greiði til eftirlitsins tæplega 5,3 milljónir króna eða um 48% af kostnaði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill hins vegar að framlag bæjarins til eftirlitsins verði óbreytt milli áranna 2000 og 2001 eða liðlega 3,7 milljónir króna. Í greinargerð fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar til bæjarráðs segir, að sé miðað við sömu skiptingu tekna af eftirlitsgjöldum á næsta ári og er á þessu ári og skiptingu rekstrarkostnaðar á einstök sveitarfélög, þá sé ljóst að Ísafjarðarbær eigi að greiða verulegar fjárhæðir umfram aðra. Hann leggur til að framlag Ísafjarðarbæjar verði óbreytt milli ára og hefur bæjarráð fallist á þá tillögu. Málið verður á dagskrá á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag.

Bréf Antons Helgasonar til bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ, dagsett í gær, fer hér á eftir:

Tilefni þessa bréfs er að leiðrétta rangfærslur og mistúlkanir sem fram koma í greinargerð fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar og eru grunnur að bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 20. nóvember varðandi fjárhagsáætlun fyrir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða árið 2001.

Samkvæmt greinargerð frá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar er fullyrt að Ísafjarðarbær eigi að greiða verulegar fjárhæðir umfram aðra (48% af kostnaði). Í ljósi bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er ekki mælt með að framlag til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða verði aukið frá þessu ári. Á það verður að benda að íbúar Ísafjarðarbæjar eru 52% af íbúum Vestfjarða. Í ljósi þessa eru íbúar í Ísafjarðarbæ í hópi þeirra sem greiða minnst pr. íbúa til eftirlitsins og eru þar í hópi sveitarfélaganna Kirkjubólshrepps, Broddaneshrepps og Tálknafjarðarhrepps. Það að 52% íbúanna borgi einungis 48% af kostnaði geta ekki talist vera verulegar greiðslur umfram aðra. Samkvæmt lögum nr. 7/1998 skal við kostnaðarskiptingu miða við að allar tekjur af eftirlitsskyldri starfsemi á svæðinu renni í sameiginlegan sjóð til greiðslu rekstrarkostnaðar heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu. Það vill þannig til að sveitarfélög starfrækja margvíslega eftirlitsskylda starfsemi. Hér áður fyrr voru einungis innheimt eftirlitsgjöld af fyrirtækjum á almennum markaði. Hjá heilbrigðiseftirlitinu breytir engu hvort sveitarfélag eða einstaklingur rekur starfsemi, ef haft er eftirlit með starfseminni, þá þarf að greiða eftirlitsgjöld.

Í greinargerð fjármálastjóra eru tilteknar tekjur af eftirlitsskyldri starfsemi í Ísafjarðarbæ fyrir jan-okt 2000 og reiknuð út %-tala út frá því. Sem heilbrigðisfulltrúi fyrir Vestfirði, þar sem samgöngur yfir vetrarmánuðina hamla oft för, hef ég skipulagt starfið á þann veg að leggja áherslu á eftirlit yfir sumarmánuðina þar sem veður og færð hamla för, en þess í stað sinni ég eftirlitinu nær eingöngu á norðanverðum Vestfjörðum yfir vetrarmánuðina. Listi yfir þá staði sem fengið höfðu eftirlit var sendur út áður en árið var liðið að beiðni margra sveitarfélaga. Leggja verður áherslu á að þetta er ekki endanlegur listi og búast má við mestum viðbótum á norðanverðum Vestfjörðum. Það að draga hér ályktanir af ókláruðum lista og heimfæra yfir á næsta ár þjónar engum tilgangi öðrum en að slá ryki í augu lesenda.

Fjármálastjóri tiltekur tekjur af eftirlitsskyldri starfsemi fyrir árið 1999 og segir þær hafa verið 1.627 þús. kr. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 1999 var hins vegar gert ráð fyrir að tekjur af eftirlitsskyldri starfsemi í Ísafjarðarbæ væru kr. 1.109.200. Það var því farið í fleiri fyrirtæki í Ísafjarðarbæ en gert hafði verið ráð fyrir, en samanburður við árið 2000 út í hött.

Ef litið er á framlög samkvæmt gjaldskrá í töflu um kostnaðarskiptingu sveitarfélaga þá koma þau til með að hækka um 2,3 milljónir milli ára samkvæmt áætlun. Ekki vegna þess að gjöld hækki heldur eingöngu vegna þess að með viðbótar starfsmanni er mögulegt að heimsækja öll eftirlitsskyld fyrirtæki. Þar sem hér er um sameiginlegan pott að ræða fer upphæðin á hvert sveitarfélag eingöngu eftir því hverskonar fyrirtæki og stofnanir eru starfræktar í sveitarfélaginu. Þannig er til dæmis framlag vegna gjaldskrár einungis 8.790 kr. í Kirkjubólshreppi en eina eftirlitsskylda starfsemin þar er eitt félagsheimili og ein kirkja. Gjöld af efti

bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli