Frétt

bb.is | 28.02.2003 | 08:52Ingibjörg Sólrún og Össur boðuðu afnám kvótakerfisins

Ingibjörg Sólrún og Össur á fundinum í gærkvöldi. Sr. Karl V. Matthíasson alþingismaður Vestfirðinga í ræðustóli.
Ingibjörg Sólrún og Össur á fundinum í gærkvöldi. Sr. Karl V. Matthíasson alþingismaður Vestfirðinga í ræðustóli.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, og Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, lögðu áherslu á nauðsyn samvinnu höfuðborgar og landsbyggðar á opnum stjórmálafundi Samfylkingarinnar á Ísafirði í gærkvöldi. Þau gagnrýndu harðlega stjórnkerfi fiskveiða og boðuðu afnám kvótakerfisins. Um 75 manns sátu fundinn sem haldinn var í Stjórnsýsluhúsinu og segir Sturla Páll Sturluson, formaður Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ, að góður andi og baráttugleði hafi einkennt hann. Þau Ingibjörg Sólrún og Össur voru meðal annars spurð um flutning starfa á vegum ríkisins út á land og töldu þau erfitt að taka gróin fyrirtæki og flytja þau. Slíkt hefði verið reynt og hefði kostað illdeilur milli landsbyggðar og höfuðborgar og það væri ekki það sem menn þyrftu.
Reynslan af flutningi embættis veiðistjóra til Akureyrar og Landmælinga Íslands upp á Akranes væri sú, að slíkt hefði kostað allt of mikil átök. Hugmyndir um flutning Landhelgisgæslunnar til Ísafjarðar fékk þannig ekki hljómgrunn hjá forsvarsmönnum Samfylkingarinnar. Aftur á móti yrði að leggja þunga áherslu á að flytja verkefni út á land þegar ný störf sköpuðust.

Össur sagði að enginn ábyrgur stjórnmálamaður segðist ætla að slá núverandi fiskveiðikerfi niður í einu höggi. Hins vegar yrði að beita svokallaðri fyrningarreglu þar sem ákveðinn hluti er tekinn af þeim sem nú hafa veiðiheimildir og úthlutað yrði upp á nýtt þar sem allir stæðu jafnfætis. Hann sagði að úthluta ætti veiðiheimildunum með miklu réttlátari hætti en verið hefur. Á umskiptatímanum yrði að úthluta ríflegum byggðakvóta. Kvótakerfið væri ekki einungis ranglátt gagnvart dreifðari byggðum landsins heldur öllum landsmönnum.

Samfylkingin hefur tekið saman gögn sem Össur sagði að sýndu að 96 einstaklingar hafi fjármagnstekjur sem svari 300 þúsund krónum á hverjum degi. „Þetta er kvótagróðinn og það er búið að flytja út úr landinu tugi milljarða, líklega í kringum 40 milljarða, í sérstaka sjóði á Caymaneyjum og í Lúxemborg“, sagði Össur. Sagði hann mikla leynd yfir þessum gróða, sem horfinn væri úr landi.

„Það er ekki sanngjarnt eða réttlátt að eignamenn eigi lögvarinn rétt til þess að selja hlutabréf sín í íslenskum fyrirtækjum, fresta skattlagningu söluhagnaðar vegna nýrra fjárfestinga, flytja fjárfestinguna og kaupa hlutabréf í erlendum eignarhaldsfélögum sem eru í íslenskri eigu“, sagði Ingibjörg Sólrún.

„Svo þegar kemur að því að innleysa þau hlutabréf í erlendum eignarhaldsfélögum eru þau innleyst í löndum þar sem menn njóta verulegs skattahagræðis. Það er aldrei greiddur skattur af þessu á Íslandi. Hann kemur aldrei inn í landið“, sagði Ingibjörg Sólrún og bætti við að þetta hefðu hundruð einstaklinga gert á undanförnum árum.

Ingibjörg Sólrún sagði að slagurinn í vor stæði á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Í vor gæfist tækifæri til að breyta til og losa þjóðina undan hrokafullum stjórnarháttum og geðþóttaákvörðunum. Sagðist hún vilja nýja framtíðarsýn sem byggðist á umræðustjórnmálum.

Fundurinn á Ísafirði í gær var sá fyrsti í sameiginlegri fundaferð Ingibjargar Sólrúnar og Össurar um landið undir yfirskriftinni „Vorið framundan – fundir um pólitísk aðalatriði“. Á næstu vikum heimsækja þau þéttbýlisstaði um allt land. Með þeim í för eru frambjóðendur Samfylkingarinnar.

Í dag, föstudag, heimsækja þau Ingibjörg Sólrún og Össur vinnustaði í Súðavík, í Hnífsdal og á Þingeyri. Í kvöld kl. 20 er opinn fundur í sal verkalýðsfélagsins í Bolungarvík.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli