Frétt

bb.is | 27.02.2003 | 17:24Milljarðinum varið í samræmi við stefnumótun sveitarfélaga

Frá vegaframkvæmdum í Djúpi.
Frá vegaframkvæmdum í Djúpi.
Þingmenn Vestfirðinga hafa komið sér saman í megindráttum um tillögur að skiptingu milljarðsins sem veitt verður aukalega til vegaframkvæmda á Vestfjörðum. „Í meginatriðum fylgja menn þeirri stefnumótun sem sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt. Áherslan á næstu árum er annars vegar að ljúka við Djúpveg og hins vegar er tenging Vestur-Barðastrandarsýslu við Þjóðveg eitt. Þessi milljarður breytir gríðarlega miklu og það er ætlast til að hann verði nýttur á næstu átján mánuðum“, segir Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga.
„Fyrir liggur að hægt verður að bjóða út og ljúka á þessum tíma veginum um Skötufjörð og Hestfjörð að bundna slitlagskaflanum sem þar er. Eins er ætlunin að endurnýja slitlagið á Sjötúnahlíð í Álftafirði. Að þessum framkvæmdum loknum verður komið bundið slitlag frá Bolungarvík og inn í miðjan Mjóafjörð“, segir Einar Kristinn.

„Varðandi stóru spurninguna um vegtengingu inn á aðalþjóðvegakerfi landsins er af tæknilegum ástæðum ekki hægt að taka ákvörðun á þessari stundu“, segir Einar. „Vegagerðin taldi sig ekki hafa nægar upplýsingar í höndunum til að leggja þar til grundvallar. Innan 12 mánaða verður sú ákvörðun tekin og þá í ljósi annarra ákvarðana eins og varðandi jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Ákveðið er að ljúka uppbyggingu á Hvalsárhöfða í Kollafirði í Strandasýslu sem er mjög dýr framkvæmd. Þá verður haldið áfram inn Kollafjörðinn og inn að svokölluðum Forvaða og tengjast þar með bundna slitlaginu.

Í Austur-Barðastrandarsýslu standa yfir framkvæmdir á Klettshálsi en ætlunin er að ljúka þeim fyrr en ætlað var eða á þessu ári í stað þess næsta. Síðan verður lagður vegur áleiðis út með Kollafirði. Ennfremur er ætlunin að leggja veg í hina áttina um Vattarfjörð og að eiðinu milli Vattarfjarðar og Kerlingarfjarðar. Síðan verður farið í veginn um Ódrjúgsháls sem liggur ofan í Djúpafjörðinn og er einn allra versti farartálminn á þessari leið. Þar er afar bratt og þarf þar oft að setja keðjur á flutningabíla þó ekki sé nema í vætutíð.“

Einar Kristinn segir að ekki sé búið að taka frekari ákvarðanir um framkvæmdir. „Sjálfur hef ég áhuga á að farið verði í veginn um Skálanes milli Kollafjarðar og Gufufjarðar.“

Þingmaðurinn minnir á, að milljarðurinn umræddi er aðeins hluti af því fé sem fer til uppbyggingar vega á Vestfjörðum.

„Að auki höfum við til ráðstöfunar fé af vegáætlun. Auk þessa milljarðs á næstu átján mánuðum fara þannig um 1,2 milljarðar til vegaframkvæmda á Vestfjörðum á þessu ári. Þannig er gert ráð fyrir framkvæmdum á Óshlíð og Súðavíkurhlíð til að auka öryggi vegfarenda, í framhaldi af skýrslu Vegagerðarinnar um öryggismál á þessum vegum. Verulegt átak verður gert í veginum um Selströnd út að Drangsnesi en þar vantar slitlag. Í svokallaða ferðamannavegi er langmest lagt í veginn frá Bjarnarfirði um Bala og áleiðis norður í Kaldbaksvík. Fyrir Ísfirðinga má þess geta að vegurinn inn í Tunguskóg verður kláraður“, segir Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli