Frétt

kreml.is - Svanborg Sigmarsdóttir | 26.02.2003 | 13:44Nei eða Já – Af eða Á

Það er víst orðið of seint að senda þetta lag í Júróvisjón, fyrir utan einhverja bjánalega reglu um að ekki megi senda sama lagið til keppnis oftar en einu sinni. Því þettar annars grípandi lag um andheiti virðist eiga vel við heimssýn sem er að ryðja sér aftur til rúms. Það er ekki langt síðan að heimurinn slapp undan ógnarklóm andstæðna. Honum var skipt í tvennt – ekki bara geó-pólitískt heldur fylgdi þessari tví-póla tilveru tví-póla lífssýn. Annað hvort varstu með eða á móti, kommúnisti eða kapítalisti, góður eða vondur, vinur eða óvinur. Að reyna að standa gjörsamlega fyrir utan þessar tví-póla tilveru þýddi í flestum tilfellum að þú varst bara ekki með. Það voru að vísu lönd eins og Svíþjóð sem vildi ekki láta flokkast, neitaði að ganga í NATO, vildi vera óháð, en umfram allt vildi ekki vera „óvinur“ neins. Thorbjörn Egner hefði eiginlega átt að vera sænskur með sitt “öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir (og grænmetisætur)?. Af því Svíar vildu alltaf vera svo góðir, voru þeir óneitanlega flokkaðir... eins og allir hinir.
Nokkru áður en múrinn féll höfðum við uppgötvað að heimurinn er mun fjölbreyttari en þessi tví-póla lífssýn bauð upp á. Innan þessarar ákveðnu heimsmyndar var bara ekki pláss fyrir alla fjölbreytnina og það hafði sterk áhrif. Dregið var úr litum, gráskalar voru svo til útilokaðir til að skýra rökin, pólitíkina og einfalda heiminn. Þessi fjölbreytni sem „uppgötvaðist“ ruglaði okkur því örlítið í tilverunni – allt í einu er umburðarlyndi orðið „heitt? pólitískt viðfangsefni, bæði gagnvart framandi menningarheimum innanlands sem utan, en möguleikarnir sem við höfum eru líka fleiri en bandarísk eða sovésk framtíð bauð upp á. Við höfum uppgötvað að möguleikarnir eru nánast ótæmandi, en við höfum ekki hugmynd um hvað við eigum að gera við þá alla.

Ef nefna skal dæmi, þá hafa verið háværar raddir um að konur séu ekki hægt að skýra á neinn einn ákveðinn hátt, því það sé svo mikil fjölbreytni innan þessa hóps að einhver samanburður er gjörsamlega ómerkur. Ung kona á Íslandi getur til dæmis átt meira sameiginlegt með ungum karlmanni í Þýskalandi en konu á sama aldri í Búrkínó Fasó. Fjölbreyttnin innanlands er líka þannig að ekki er hægt að flokka konur í einn hóp.

Með alla þessa fjölbreyttni í boði milli menningarkima og innan þeirra þurfum við ekki svart-hvítan heim en þróunin í stjórnmálum virðist vera í þá átt á svo mörgum sviðum. Rökfærsla í Íraksmálinu af hendi Bandaríkjamanna er á þá leið af ef við fylgjum þeim ekki að málum, erum við að styðja Saddam Hussein, við getum annað hvort fylgt þeim góðu að málum eða þeim vondu. Rökfærsla fyrir ESB aðild í Eystrarsaltsríkjunum er að ef ekki er gengið í ESB falli þessi ríki aftur undir áhrifasvæði Rússlands. Hér á Íslandi er stuðningur við uppbyggingu höfuðborgarsvæðisins þýtt sem andstaða við landsbyggðina. Samkvæmt pistli í Fréttablaðinu nú um helgina getum við í næstkomandi kostningum annað hvort verið karlmannleg og kosið Sjálfstæðisflokkinn eða kvenleg og kosið Samfylkinguna.

Í stjórnmálum getur verið gott að skerpa línurnar og þannig skýrt betur um hvað valið snýst. En að skerpa línur þýðir ekki að mála heiminn í svart-hvítum litum. Eftir marga áratuga reynslu af litasjónvarpi hópumst við ekki nú í raftækjabúðir til að kaupa svart-hvítt sjónvarp, ekki þegar við höfum séð hvað litirnir bjóða upp á. Hugsanlega höfum við ekki haft nógu mikla reynslu af litbrigðum í stjórnmálum og getum því vel hugsað okkur að snúa aftur til svart-hvítra stjórnmála því þá virðist heimurinn ekki alveg eins flókinn. En við höfum alltaf val um eitthvað meira en já eða nei, a eða b. Hinir möguleikarnir sem eru útilokaðir frá umræðunni með þessari einsleitu sýn geta verið alveg jafn áhugaverðir. Með einsleitri heimssýn fáum við einleit stjórnmál og einsleita stjórnmálaumræðu. En það gerir einungis lítið úr þeim flókna veruleika sem við búum við.

Svanborg Sigmarsdóttir.

Kreml.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli