Frétt

Stakkur 8. tbl. 2003 | 26.02.2003 | 12:06Kosningaskjálfti

Hinir pólitísku skjálftamælar er farnir að titra nokkuð, þótt enn séu engir stórskjálftar mælanlegir. Um er að ræða fremur mjúka hreyfingu, en þó hefur Framsóknarflokkurinn tekið af skarið eins og honum er þó lagið. Á flokksþingi hans á liðinni helgi tók Páll Pétursson á sig rögg og lýsti því óyfirdregið að hann myndi ekki styðja forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Guðni Ágússtsson tvísté í Silfri Egils á sunnudaginn og tók undir yfirlýsingu samráðherra síns, en bar samt nokkuð víurnar í Samfylkinguna, enda háttur framsóknarmanna að halda öllum leiðum opnum. Skoðanakannanir vekja ekki bjartsýni um árangur flokksins í komandi kosningum. Þó er nýjasta könunn Fréttablaðsins ljós í myrkrinu. Halldór, sem kosinn var glæsilegri kosningu til áframhaldandi formennsku, hefur lýst því yfir að hljóti flokkurinn ekki gott gengi muni hann ekki taka þátt í næstu ríkisstjórn. Skilaboðin eru skýr. Kjósið okkur eða við verðum ekki með, undanskilið: Þetta gengur ekki án okkar.

Forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar gerði lítið úr málflutningi Halldórs Ásgrímssonar, sem taldi að Össur ætti að segja af sér sem formaður í núverandi pólitískri stöðu sinni. En hún gleymir því að samstarfsflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn áttu ekki marga kosti í stöðunni þegar hún var orðinn að forsætisráðherraefni stærsta flokksins, er hafði fram að því setið sem óháður fulltrúi á R listanum í borgarstjórn. Þeir urðu að leika með. Þegar að því kemur að nefndir flokkar herða á sér í kosningabaráttunni munu þeir að sjálfsögðu einnig beina spjótum sínum að Samfylkingunni. Þeir eiga ekki annan kost, því bersýnilega, ef marka má skoðanakannanir, hefur hluti fylgis þeirra leitað yfir í Samfylkinguna. Nýr borgarstjóri hefur tekið afar hreina og sterka pólitíska afstöðu með R listanaum enda var aldrei von á öðru, þangað sækir hann umboð sitt. Hitt er annað mál að það er afar ósannfærandi að maður sem kemur úr viðskiptalífinu í borgarstjórastól skuli neita að horfast í augu við gríðarlega skuldasöfnun Reykjavíkurborgar undanfarin níu ár, á valdatíma R listans. Skuldunum hefur verið velt yfir á Orkuveitu Reykjavíkur og nægir þar að nefna nokkra milljarða sem Lína Net hefur tapað á samkeppnisrekstri. Í þessum efnum kristallast aðstöðumunur höfuðborgar og sveitarfélaga landsbyggðar, sem ekki eiga digra sjóði að ganga í.

Ekki er við neinu öðru að búast en stórskjálftum þegar nær dregur kosningum. Nú stefnir allt í þá áttina að átökin snúist fyrst og fremst um Reykjavík. Þar eru formennirnir og forsætisráðherraefnin þrjú, því Davíð Oddsson gegnir því hlutverki af hálfu Sjálfstæðisflokks. Stærstu tíðindin eru þó að Samfylking og Framsóknarflokkur hafa gefist upp á því að halda aðild að Evrópusambandinu sem kosningamáli. Það er svolítið fyndið að hugsa til þess að Samfylkingin skuli elta Sjálfstæðisflokkinn í þessu efni, sem öðrum, og Framsókn fylgja á eftir. Enda er með öllu óreynt hver raunverulegur áhugi íslenskra kjósenda er á aðild, sem þó myndi gagnast landsbyggðinni. Í komandi átökum er hætt við því, að málefni hennar verði fremur neðarlega á blaði. Það er vont.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli