Frétt

bb.is | 26.02.2003 | 11:26Sjö milljóna króna framlag til endurbyggingar Sædísar ÍS

Nýja gamaldags stýrihúsið sem verið er að setja á Sædísina.
Nýja gamaldags stýrihúsið sem verið er að setja á Sædísina.
Endurbygging Sædísar ÍS, sem greint var frá hér á vefnum í gær, hefur allsstaðar hlotið mjög jákvæð viðbrögð að sögn Heimis Hanssonar, sagnfræðings hjá Byggðasafni Vestfjarða. „Við fengum 3,5 milljóna króna framlag frá Fjárlaganefnd Alþingis á síðasta ári og eigum von á öðru eins á þessu ári. Þetta eru einu föstu tekjurnar sem þetta verkefni hefur haft auk þess sem við höfum getað notað eitthvað af rekstrarfé safnsins til verksins. Í rauninni hefur verkið gengið afskaplega vel en við reiknum ekki með að verkinu ljúki fyrr en eftir 2-3 ár,“ sagði Heimir.
Sædís ÍS var smíðuð í skipabraut Bárðar G. Tómassonar, skipaverkfræðings á Torfnesi á Ísafirði árið 1938 og er ein af Dísunum sex sem útgerðarfélagið Njörður á Ísafirði lét smíða og gerði út fram til ársins 1953. Eftir það keypti Vilmundur Reimarsson í Bolungarvík bátinn í félagi við fleiri menn en gaf hana Sjóminjasafninu á Ísafirði árið 1998. Þar hefur verið unnið að því að færa bátinn í upprunalegt horf og mun hann í fyllingu tímans verða í siglingum fyrir gesti safnsins.

Upphaflega vélin í bátnum var af gerðinni June Munktell, 40-45 hestöfl, árgerð 1938. „Það virðist ógerlegt að finna svona vél hérlendis. Við höfðum spurnir af einni en hún reyndist of lítil. Nú erum við farnir að leita fyrir okkur erlendis með hentuga vél,“ sagði Heimir.

Við ætlum að sigla með safngesti á Sædísinni, veiða fisk og sýna notkun á veiðarfærum. Að lokum verður svo aflinn verkaður við Byggðasafnið. Ég held að það verði alveg einstakt að fólki geti komið á safnið og fylgst með ferlinu alveg frá upphafi og þar til sólþurrkaður saltfiskur er tilbúinn,“ sagði Heimir Hansson hjá Byggðasafni Vestfjarða.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli