Frétt

bb.is | 25.02.2003 | 14:07Bakslag í uppbyggingu veiðiheimilda hjá krókaaflahámarksbátum

Bakslag hefur orðið í uppbyggingu veiðiheimilda krókaflahámarksbáta á norðanverðum Vestfjörðum.
Bakslag hefur orðið í uppbyggingu veiðiheimilda krókaflahámarksbáta á norðanverðum Vestfjörðum.
Bakslag er í uppbyggingu veiðiheimilda krókaflahámarksbáta á norðanverðum Vestfjörðum í kjölfar kvótasetningar á ýsu og steinbít. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu jókst þorskkvóti króaflamarksbáta á starfssvæði Smábátafélagsins Eldingar, frá Súðavík til Þingeyrar, á hverju ári frá fiskveiðárinu 1995/1996 þegar krókaaflamarkið var sett á, allt þar til ýsa og steinbítur voru felld undir kvóta fiskveiðiárið 2001 til 2002. Voru bátar á svæðinu með 1,14% hlutdeild í upphafi fiskveiðiársins 1995/1996 og náði hlutdeild þeirra hámarki á fiskveiðiárinu 2000/2001, en þá var hún 3,45%.
Á tímabilinu meira en þrefölduðust þorskveiðiheimdildir krókaaflahámarksbáta á svæðinu. Miðað við úthlutanir jukust heimildir bátanna í þorski úr ríflega 3.200 tonnum 1995/1996 í 14.250 tonn á fiskveiðiárinu 2000/2001. Allan þennan tíma voru ýsa og steinbítur utan kvóta. Á fiskveiðiárinu 2001/2002 tóku kvótasetning ýsu og steinbíts gildi en strax það ár minnkar hlutdeild báta á eldingarsvæðinu niður í 2,82% og segir Guðmundur Halldórsson formaður félagsins að rekstrargrundvöllur margra þessara útgerða hafi brostið við kvótasetninguna og við það hafi menn neyðst til þess að selja frá sér þorskvótann. Guðmundur segir að samdrátturinn í þorskafla bátanna sé tæplega 4000 tonn en miðað við meðalverð á fiskmörkuðum á svæðinu undanfarin ár, sem er 156 krónur á kílóið, jafngildi það ríflega 600 milljónum króna.

„Þetta er bara verðmæti þorskaflans upp úr sjó sem verið er að tala um. Þarna vantar inn í margfeldisáhrifin sem fara að skila sér í vinnslunni og allri þjónustu við flotann. Byggðaleg áhrif hljóta að vera heilmikil þegar svo mikið fjármagn fer út af svæðinu á svo skömmum tíma. Þetta eru lög frá Alþingi og þau hafa þessi áhrif. Hefði byggðakvótinn ekki komið þarna inn þá hefði þetta verið miklu meira“, segir Guðmundur.

Guðmundur segir ánægjulegt að stjórnvöld séu nú að úthluta 700 milljónum króna til nýsköpunar á landsbyggðinni á vegum Byggðastofnunar, en honum finnst það skjóta skökku við að fyrst séu tækifæri fólks til að bjarga sér takmörkuð og síðan séu því veittir styrkir af almannafé. „Þetta eitrar allt andrúmsloftið, mismunar öllum byggðum og mönnum og gerir alla vitlausa. Það átti náttúrlega að láta okkur í friði með ýsuna og steinbítinn. Við vorum að taka þetta hérna á heimamiðum eins og við höfum gert í gegnum aldirnar. Það er öfugsnúið að taka tækifærin af fólkinu, gera það ósjálfbjarga fyrst og rétt því svo aumingjabætur“, segir hann.

Markmið fiskveiðistjórnunarlaganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu fiskimiðanna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. „Við höfum róið hérna um allar aldir á smábátunum og erum bara að fara fram á að réttur byggðanna til aðlægra fiskimiða sé virtur“, sagði Guðmundur.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli