Frétt

mbl.is | 24.02.2003 | 15:23Með sjö börn í bílnum

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði á laugardagsmorgun bíl í austurborginni en í bílnum voru sjö börn, eitt í framsæti og sex í aftursæti, auk ökumannsins. Ekkert af börnunum sex í aftursætinu notaði öryggisbúnað. Ökumanni var gert að skilja þrjú börn eftir áður en hann hélt af stað aftur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Reykjavík eftir helgina. 38 umferðaróhöpp með eignatjóni voru tilkynnt til lögreglu en engin alvarleg slys urðu á fólki. Margir árekstrar urðu í vatnsveðrinu á föstudaginn og nokkuð um að lögregla tilkynnti gatnamálastjóra um götur á kafi í vatnselg. Sjö ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur, fimm um að aka gegn rauðu ljósi og 53 voru teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast fór var tekinn á 130 km hraða á Kringlumýrarbraut þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst.
Nokkuð var um að óskað væri aðstoðar lögreglu vegna slagsmála og óláta í og við skemmtistaði um helgina. Leigubílstjórar báðu einnig um aðstoð í nokkrum tilfellum með farþega sem neituðu að borga eða voru til vandræða af öðrum orsökum.

Tilkynnt var um 11 líkamsárásir og nokkuð var um eignaspjöll, bæði á húsnæði og farartækjum, t.d. var gulri málningu hellt yfir bifreið í miðborginni aðfaranótt laugardags og maður sparkaði í gegnum rúðu á skemmtistað í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Stuttu áður var brotist inn í söluturn í Þingholtunum og þaðan stolið sígarettum. Töluvert var um innbrot og þjófnaði um helgina, bæði í bíla og byggingar. Rétt er að ítreka að ökumenn skilji ekki verðmæti sem freista þjófa eftir í bílum sínum.

Þegar leið á helgina fjölgaði tilkynningum um tapaða muni og þjófnaði einkum á veskjum og farsímum og er full ástæða til að vara fólk við að skilja verðmæti eftir í vösum yfirhafna á stöðum, þar sem ekki er gæsla í fatahengi. Síðdegis á föstudag rakst grafa undir brúargólf Höfðabakkabrúar en verið var að flytja hana á dráttarvagni. Bæði grafan og brúin skemmdust nokkuð í óhappinu. Um kvöldmatarleytið óskaði vagnstjóri Strætó bs. eftir aðstoð vegna ölvaðs farþega. Lögregla vísaði tveimur farþegum úr vagninum.

Lögreglu bárust tvær tilkynningar um helgina um unglinga sem væru að kasta snjóboltum í glugga hjá fólki en í báðum tilvikum voru viðkomandi farnir þegar lögregla kom á vettvang.

Um tvöleytið aðfaranótt laugardags óskaði fyrirtækiseigandi í vesturbænum eftir aðstoð vegna manna sem voru að reyna að stela olíu úr eldsneytistanki og dæla henni á bíl sinn. Mennirnir voru handsamaðir en þeim hafði ekki tekist ætlunarverk sitt.

Tilkynning barst um fimmleytið á laugardagsmorgun um konu sem dottið hafði í tröppum á matsölustað í miðborginni. Konan kenndi til eymsla í mjóbaki og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild.

Friðarsinnar héldu mótmælafund fyrir utan bandaríska sendiráðið um tvöleytið á laugardag. Fundurinn var haldinn til að mótmæla stríðsáformum í Írak. 40-50 manns voru á fundinum sem fór friðsamlega fram og lauk u.þ.b. klukkustund síðar.

Á laugardag var lögregla með eftirlit í Laugardalshöll vegna bikarúrslitaleiks Aftureldingar og HK í handknattleik þar sem einhverjar erjur höfðu verið í gangi á milli hluta stuðningsmanna liðanna. Að leik loknum fylgdist lögregla með umferð frá höllinni og fylgdi sigurliðinu, HK, að íþróttahúsinu í Digranesi.

Rétt eftir kvöldmat á laugardag var tilkynnt um þjófnað á happaþrennukassa með skafmiðum úr söluturni í miðbænum. Þjófurinn var þó frekar seinheppinn þar sem hann var gómaður skömmu síðar. Kom þá í ljós að hann hafði fyrr um daginn einnig verið staðinn að verki við veskjaþjófnað í verslunarmiðstöð.

Um níuleytið á laugardagskvöldið var tilkynnt að verið væri að sprengja flugelda í Grafarvoginum en við eftirgrennslan var enginn sjáanlegur. Varla þarf að taka það fram að meðferð flugelda án leyfis er óheimil á þessum tíma árs.

Skömmu fyrir miðnætti var óskað eftir því að lögreglan grennslaðist fyrir um hestamann sem orðið hafði viðskila við samferðamenn sína. Svipast var um eftir hestamanninum en hann skilaði sér sjálfur um morguninn.

Rétt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um ökumann bifreiðar í miðbænum sem hefði skotið á mann með loftbyssu. Maðurinn var ómeiddur. Stuttu síðar fréttist af sama aðila í austurbænum en þar hafði maður slasast eftir skot úr loftbyssu. Maðurinn var með gat á kinn og bólginn og var byssumaður handtekinn í kjölfarið.

Klukkustund eftir miðnætti óskaði kona í miðbænum aðstoðar lögreglu. „Útigangsmaður\" hafði ruðst inn í íbúð konunnar en hún náði að reka hann út með því að lemja hann með bók. Maðurinn fannst ekki við eftirgrennslan.

Um tvöleytið aðfaranótt sunnudags var leitað í bíl með hjálp fíkniefnahunds og fannst lítilsháttar af fíkniefnum. Skömmu síðar var tilkynnt um ökumann sem bakkað hafði tvívegis á bí

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli