Frétt

| 09.02.2000 | 16:00Viðgerð við erfiðar aðstæður

Viðgerð við Mýrarárvirkjun. Ingimundur Jóhannsson segir gröfumanni til.
Viðgerð við Mýrarárvirkjun. Ingimundur Jóhannsson segir gröfumanni til.
Vatnsþrýstipípa ofan við Mýrarárvirkjun á Snæfjallaströnd brotnaði í síðustu viku. Starfsmönnum Orkubús Vestfjarða tókst að gera við bilunina, þrátt fyrir erfiðar aðstæður á versta árstíma á afskekktum stað.
Mýrarárvirkjun er minnsta vatnsvél Orkubús Vestfjarða sem nú er í rekstri, en álagið á henni er daglega um 30-40 kW. Þessari virkjun er að öllu jöfnu sinnt frá Hólmavík, þar sem nú er engin búseta á Snæfjallaströnd. Virkjunin er hlekkur í rafmagnsframleiðslu í Ísafjarðardjúpi og tengd raforkulínum þar.

Ekki þótti líklegt að hægt yrði að gera við hina biluðu pípu á þessum árstíma. Hins vegar var nauðsynlegt að bjarga því sem bjargað varð, til þess að vatn eyðilegði ekki meira en orðið var. Starfsmenn Orkubúsins á Hólmavík fóru því út að Mýri ásamt gröfumanni og þurfti ekki að moka að ráði á leiðinni nema í Leiti, utan og ofan Lónseyrar við Kaldalón.

Þegar komið var á staðinn og aðstæður skoðaðar var ákveðið að láta ekki við bráðabirgðaviðgerð sitja heldur ljúka verkinu fullkomlega. Forsjálir menn sem önnuðust virkjunarframkvæmdirnar fyrir hálfum fjórða áratug höfðu þá keypt aukarör og var það nú notað og tók viðgerðin aðeins tvo daga.

Undirbúningur að virkjun Mýrarár hófst árið 1961, þegar bændurnir á Mýri og í Unaðsdal tóku að athuga möguleika á virkjun fyrir þessa tvo bæi. Við nánari athugun kom í ljós að grundvöllur var fyrir stofnun rafveitu í Snæfjallahreppi með aðild sjö bæja. Árið 1963 var Rafveita Snæfjallahrepps stofnuð og var Engilbert Ingvarsson á Mýri fyrsti formaður rafveitunefndar. Þá um haustið var rafstöðvarhúsið steypt en sumarið eftir var unnið við stíflugerð og þá voru rörin í þrýstipípuna lögð. Sumarið 1965 var háspennulína lögð og um haustið var lagður þriggja kílómetra sæstrengur út í Æðey. Vélarnar voru settar niður í október og hinn 29. október 1965 var rafmagni hleypt á spennistöðina við Mýri.

bb.is | 28.09.16 | 09:37 Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli