Frétt

Magnús Reynir Guðmundsson | 21.02.2003 | 12:32Ömurlegar afleiðingar rangláts fiskveiðistjórnkerfis

Magnús Reynir Guðmundsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Á síðustu misserum hefur verið að koma æ betur í ljós hversu alvarlegar afleiðingar fiskveiðistjórnunarkerfið hefur haft á mannlíf í Ísafjarðarbæ. Þar sem áður ríkti bjartsýni og trú á framtíðina ríkir nú deyfð og vonleysi. Á stöðum, þar sem til skamms tíma var næga vinnu að hafa, gengur fólk nú um atvinnulaust og veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Á svæðum, sem um aldir hafa lifað á gjöfulum fiskimiðum við bæjardyrnar, má segja að mönnum sé bannað að sækja sjó.
Í landshluta þar sem einstaklingsframtak hefur notið sín hvað best á liðnum áratugum hefur stór hluti íbúanna nú verið hnepptur í ánauð kvótakónga og hins nýja auðvalds. Á Alþingi er nú ekki lengur hlustað á óskir Vestfirðinga um að fá að bjarga sér, fá að lifa áfram af þeim gæðum sem hafið hefur gefið um aldir. Auðlindin, fiskimiðin við ströndina, er öðrum ætluð. Vestfirskum byggðum skal komið á kné með öllum ráðum.

Það er ömurlegt að sjá afleiðingar hins rangláta fiskveiðistjórnunarkerfis. Tóm og yfirgefin fiskvinnsluhús, þar sem löggjafinn hefur meira að segja búið svo um hnúta, með svokölluðum þróunarsjóði, að aldrei framar megi vinna þar fisk, bátlausar hafnir þar sem áður iðaði allt af lífi og verkefnalausar vélsmiðjur og aðrar þjónustustöðvar fyrir sjávarútveginn. Allt er þetta vitnisburður um þá kúgun og óréttlæti sem stjórnvöld sýna okkur Vestfirðingum og fleira landsbyggðafólki. Við höfum verið rænd lífsbjörginni og lífsgleðinni.

Og þar sem dugmestu sjómennirnir, sem ekki hafa fengið vinnu hjá því eina fyrirtæki sem enn lifir í Ísafjarðarbæ, hafa ætlað að bjarga sér með því að kaupa smábáta og veita félögum sínum og samferðarfólki vinnu, til þess að það geti framfleytt sér og sínum og haldið íbúðarhúsnæðinu enn um sinn, hafa stjórnvöld sýnt vald sitt svo eftir hefur verið tekið. Þessir litlu krókabátar skyldu sko ekki fá að taka fiskinn frá kvótakóngunum. Stórum svæðum hefur, í svartasta skammdeginu, verið lokað þannig, að þessir litlu bátar þyrftu annað hvort að vera í landi eða sækja út fyrir 20 mílur.

Það verður ekki sagt að þessi velviljuðu stjórnvöld tryggi öryggi sjómanna með því að siga þeim út fyrir 20 sjómílur, á þeim árstíma þegar allra veðra er von. Þetta er svívirða, sem fólk ekki gleymir í bráð. Ekki síst þar sem ekki er þörf á að friða þessi mið, veðráttan á þessum árstíma sér fyrir nægilegri friðun. En það er varla hægt að ætlast til þess að um eitt hundrað starfsmenn Fiskistofu við Skúlagötu í Reykjavík og á annað hundrað starfsmenn Hafrannsóknastofnunar á svipuðum slóðum taki tillit til vestfirskra sjómanna, sem berjast fyrir lífi sínu og sinna nánustu.

Í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur undirritaður haldið því fram, að ef ekki komi til stóraukinn aðgangur Vestfirðinga að fiskimiðunum við Vestfirði, muni fólki halda áfram að fækka. Því hvað sem líður þeirri viðleitni margra að skapa hér störf í nýjum greinum, svo sem iðnaði og þjónustu, þá munu þau störf ekki koma nema að litlu leyti í stað starfanna, sem hafa tapast í sjávarútvegi. Það er einnig, að sjálfsögðu, flestum ljóst, að þjónustustörfum mun fækka í kjölfar almennrar fólksfækkunar og samdráttar í undirstöðugreinunum.

Það er afar mikilvægt, að þeir, sem eru í opinberum störfum, m.a. hjá Ísafjarðarbæ og meira að segja í bæjarstjórn, hafi skilning á þeirri stöðu, sem starfsmenn á hinum almenna markaði eru í, þegar kreppir að á vinnumarkaðinum. Hvað varðar bæjarfulltrúa, þá hafa þeir þær skyldur að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja næga atvinnu í sínu byggðarlagi. Og ekki síst að krefjast leiðréttingar á málum, þegar augljóslega hefur verið brotið á rétti borgaranna.

Það er skoðun undirritaðs, að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuli nú þegar leita eftir stuðningi annarra sveitarstjórna á Íslandi, sem orðið hafa fyrir svipuðum áföllum og Ísafjarðarbær, af völdum hins óréttláta fiskveiðistjórnarkerfis, til að höfða mannréttindamál á hendur íslenskum stjórnvöldum, til að freista þess að fá viðurkenndan hefðbundinn, aldagamlan rétt sinn til hagnýtingar fiskimiðanna við strendur landsins. Í þessu skyni verði fengnir færustu lögfræðingar landsins og ekkert til sparað, enda um hagsmunamál að tefla, sem sker úr um framtíð Ísafjarðarbæjar og fjölda annarra byggðalaga á Íslandi.

– Ofanritaða bókun gerði Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi (F) á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. febrúar 2003.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli