Frétt

| 23.11.2000 | 13:09„Komnir á endastöð“

Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð. <i>Ljósmynd: Helgi Bjarnason.</i>
Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð. <i>Ljósmynd: Helgi Bjarnason.</i>
Vesturbyggð er eitt þeirra sveitarfélaga sem eiga í miklum fjárhagsvanda. Þótt árangur hafi náðst í rekstri þess á allra síðustu árum er sveitarfélagið svo skuldsett að ekkert hefur verið hægt að gera til að auka þjónustu við íbúana. Stjórnendur sveitarfélagsins eru í nokkurs konar skuldafangelsi. Þeir gerðu sér vonir um að unnt yrði að greiða verulega niður skuldir með andvirði eignarhlutar þess í Orkubúi Vestfjarða sem ríkið hefur fallist á að kaupa og hafa því tekið illa þeim tíðindum að ríkið geri kröfu um að fjármunirnir verði notaðir til að leysa vandamál vegna félagslega íbúðakerfisins.
Þetta segir í Morgunblaðinu í dag í inngangi Helga Bjarnasonar blaðamanns að samantekt um fjárhag Vesturbyggðar og viðtali við Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóra í Vesturbyggð. Samantektin er birt hér í heild.

Komnir á endastöð

Bæjarsjóður Vesturbyggðar, sem nær yfir Patreksfjörð, Bíldudal og sveitirnar í Vestur-Barðastrandarsýslu, er djúpt sokkinn í skuldafenið eftir áföll vegna atvinnulífs og eyðslu umfram tekjur fyrr á árum.

Eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar var Jón Gunnar Stefánsson, sem verið hafði bæjarstjóri í Grindavík í sextán ár, ráðinn bæjarstjóri. Hlutverk hans var að reyna að ná tökum á rekstrinum. Virðist það hafa tekist. Þannig var bæjarsjóður með jákvæðan rekstur á síðasta ári, útgjöldin námu 75% af tekjum. Jón Gunnar segir að í ár hefði mátt búast við svipuðum árangri ef ekki hefði komið til verulegra afskrifta krafna sem koma til lækkunar á tekjum sveitarsjóðs á þessu ári.

„Þetta hefur gengið, með skilningi íbúanna. Við höfum ekkert getað gert fyrir þá og umhverfi okkar. Við erum komnir á endastöð og förum hvergi á stjá því við getum ekki efnt til útgjalda og skulda sem fyrirfram er vitað að ekki verður hægt að greiða. Það eina sem við getum gert er að reyna að standa skil á rekstrarkostnaði, öll uppbygging verður að bíða betri tíðar“, segir Jón Gunnar.

Bundnir á klafa

Hann vekur athygli á því að sveitarfélögin eru bundin á klafa löggjafans. Þeim sé gert að sinna ýmsum lögboðnum málum, svo sem skólaskyldu sem taki meginhluta teknanna, og alltaf sé verið að bæta nýjum verkefnum við, og þá ekki alltaf athugað hvort öll sveitarfélög hafi peninga til að annast þau.

Nefnir bæjarstjórinn sem dæmi að gera þurfi átak í umhverfismálum í Vesturbyggð, ekki síst í sorphirðu og sorpeyðingu. Þar þurfi að uppfylla ströng skilyrði. „Við þurfum að leggja 15-20 milljónir kr. í umhverfismálin á ári. Þótt þetta fé sé að verulegu leyti sótt í vasa borgaranna með þjónustugjöldum, þarf hinn sameiginlegi sjóður þeirra að sjá um að verkið sé unnið, en það er ekki einfalt mál fyrir skuldsett sveitarfélag“, segir Jón Gunnar.

Hann segir að gerður hafi verið samningur við verktaka til tuttugu ára um að koma upp fyrirtæki á staðnum til að annast sorphirðinguna og brenna sorpinu. Hins vegar hafi ekki verið hægt að hrinda samningnum í framkvæmd því verktakinn þurfi lánsfé til að byggja upp nauðsynlega aðstöðu en fái hvergi lán því tekjustreymið frá sveitarfélaginu, sem á bak við stendur, sé ekki talið öruggt til lengdar.

Vesturbyggð hefur snúið sér til Byggðastofnunar og óskað eftir að hún aðstoði við lausn á málinu. „Ef það tekst ekki erum við skildir eftir berstrípaðir á víðavangi. Við getum ekki með nokkru móti framkvæmt það sem okkur er skylt samkvæmt lögum frá Alþingi.“

Fólki hefur fækkað mjög í Vesturbyggð á undanförnum árum. Á tíu árum hefur íbúunum fækkað úr 1.555 í 1.232, miðað við síðustu áramót. Hefur því fækkað um 323 menn eða rúmlega 20% á þessu tímabili. Þróunin virðist halda áfram, því fyrstu níu mánuði þessa árs fluttu 100 íbúar í burtu en einungis 54 komu í staðinn.

Von í Orkubúinu

„Á meðan við eigum hlut okkar í Orkubúi Vestfjarða er staðan ekki vonlaus“, segir bæjarstjórinn. Vesturbyggð hafði frumkvæðið að þeirri umræðu sem nú er um sölu sveitarfélaganna á Orkubúi Vestfjarða til ríkisins. Nú er unnið að formbreytingu Orkubúsins, úr sameignarfélagi í hlutafélag, þannig að einstök sveitarfélög geti í framhaldinu selt sinn hlut, en ríkið hefur sem kunnugt er fallist á að kaupa hlut þeirra sveitarfélaga sem vilja selja.

Miðað við væntanlegt tilboð ríkisvaldsins ætti Vesturbyggð að fá rúmar 400 milljónir kr. fyrir hlut sinn í Orkubúinu. Það hugðust forsvarsmenn sveitafélagsins nota til að grynnka á skuldum þess. Sveitarsjóður skuldar um 500 milljónir kr. og er verulegur hluti skuldanna gjaldfallinn. Að auki skuldar félagslega íbúðakerfið í sveitarfélaginu, sem

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli