Frétt

| 23.11.2000 | 11:41Tekist á um fyrirhugaða sölu á eignarhlutum sveitarfélaga í OV

Frá fundinum í gærkvöldi. Fyrir miðju má sjá Kristján Haraldsson, orkubússtjóra.
Frá fundinum í gærkvöldi. Fyrir miðju má sjá Kristján Haraldsson, orkubússtjóra.
Borgarafundurinn sem áhugamenn um málefni Orkubús Vestfjarða (OV) gengust fyrir í gærkvöldi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði var afar fjölsóttur. Megintilgangur fundarins var að fá fram upplýsingar varðandi áform um sölu á eignarhlutum sveitarfélaga í OV til ríkisins og um viðhorf ráðamanna í þeim efnum. Fundurinn stóð í fjórar klukkustundir eða til miðnættis og voru þar um 250 manns þegar flest var. „Við erum ánægðir með fundinn og teljum að fólk hafi farið fróðara heim. Þetta var allt á málefnalegum nótum og ekkert hnútukast“, sagði Sverrir Hestnes, einn fundarboðenda.
Framsögu höfðu þeir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sem var á sínum tíma fyrsti stjórnarformaður OV, Jón B.G. Jónsson, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, og Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðsstjóri á Flateyri og fyrrverandi stjórnarformaður OV.

Ólafur flutti yfirlit um sögu orkumála á Vestfjörðum og greindi frá aðdraganda og stofnun Orkubús Vestfjarða. Jón var fylgjandi þeim kosti að ríkið keypti hluti sveitarfélaga í OV, enda átti Vesturbyggð frumkvæði í málinu, en Eiríkur Finnur var málsvari þeirra sem leggjast eindregið gegn því.

Skýrt kom fram í máli forsvarsmanna sveitarfélaga, að sala til ríkisins væri alls ekki í þann veginn að bresta á, heldur myndi nægur tími gefast til rækilegs undirbúnings og töku ákvarðana. Jafnframt kom skýlaust fram, að hugsanleg sala á eignarhlutum sveitarfélaganna í OV og vandi þeirra vegna félagslega húsnæðiskerfisins væru aðskilin mál sem alls ekki ætti að blanda saman.

Sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir, að stór hluti af fjárhagsvanda vestfirskra sveitarfélaga ætti rætur að rekja til vanefnda stjórnvalda á fyrirheitum vegna sameiningar sveitarfélaga á sínum tíma. Í framhaldi af því var spurt, hvaða ástæður menn hefðu til að treysta því að stjórnvöld stæðu frekar við fyrirheit eða loforð sem þau gæfu nú.

Athygli vakti, að einungis einn af þremur kostum, sem lagt var upp með á sínum tíma varðandi eignarhald á OV, virðist hafa komið til greina hjá viðræðunefnd ríkis og sveitarfélaga um framtíðarskipan fyrirtækisins. Kostirnir voru í fyrsta lagi óbreytt fyrirkomulag, þar sem ríkið ætti 40% á móti 60% sveitarfélaganna, í öðru lagi að sveitarfélögin leystu til sín hlut ríkisins, og í þriðja lagi að ríkið keypti eignarhluti sveitarfélaganna, að hluta eða að öllu leyti.

Á fundinum í gær kom ekkert fram sem benti til þess að fyrri kostirnir tveir kæmu til álita af hálfu ríkisvaldsins. Almennt má einnig segja, að meira söluhljóð hafi verið í fulltrúum sveitarfélaga á fundinum heldur en hitt. Sú spurning situr eftir, hvort sveitarfélögin séu að gefast upp í baráttunni fyrir efndum á loforðum ríkisvaldsins og sjái engan annan kost en að selja eignarhluti sína í OV.

Sú spurning hlýtur einnig að vakna, hver staða vestfirskra sveitarfélaga verði eftir áratug eða svo, ef þau leysa nú bráðavanda sinn með sölu á eignarhlutum sínum í OV og komi skuldum sínum niður í eða niður fyrir landsmeðaltal. Fólki heldur áfram að fækka og þrátt fyrir það vex atvinnuleysi á svæðinu. Engar horfur virðast á því að sú þróun snúist við. Útsvarstekjur fara því verulega minnkandi og munu halda áfram að minnka.

Helsti munurinn í stöðunni að áratug liðnum verður ef til vill sá, að þá verði ekkert Orkubú Vestfjarða til að selja.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli