Frétt

bb.is | 19.02.2003 | 18:10Mikil sóknarfæri í umskipun á rækju í Ísafjarðarhöfn

Landað úr Florinda í Ísafjarðarhöfn.
Landað úr Florinda í Ísafjarðarhöfn.
Miklir tekjumöguleikar eru fyrir Ísafjarðarhöfn og hafnsækna starfsemi með því að laða að fleiri erlend rækjuveiðiskip til löndunar, að mati Kára Þórs Jóhannssonar hjá Frystigeymnslu Vestra á Ísafirði. Kári nefnir sem dæmi norska rækjuveiðiskipið Remöy Viking sem landaði 330 tonnum af rækju á Ísafirði í nóvember á síðasta ári. „Um 2/3 hlutar aflans fóru til vinnslu hjá Miðfelli og afgangurinn í geymslu hjá Vestra og upp úr því höfðum við 600 þúsund krónur í geymslukostnað,“ sagði Kári.
Þær upplýsingar fengust hjá Löndunarþjónustu Magnúsar Haukssonar á Ísafirði að 700-800 þúsund krónur fengjust fyrir hverja löndun og Ísafjarðarhöfn fær um 30 þúsund krónur í föst gjöld. Þá má gera ráð fyrir um 300 þúsund króna tekjum í aflagjöld miðað við 300 tonna rækjufarm. Má því gera ráð fyrir að löndun úr einu skipi skilji eftir sig vel á aðra milljón í þjónustugjöld í bænum.

Guðmundur M. Kristjánsson, yfirmaður hafna Ísafjarðarbæjar, segir að horfa verði til markaðssetningar á höfninni og hafi hún í samstarfi við þjónustuaðila á svæðinu haft bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni sl. haust í því skyni. „Þetta er eitt af þeim sóknarfærum sem við horfum til. Það er einna helst að þjónustufyrirtæki í kringum höfnina geti boðið upp á eitthvað fyrir þessa aðila að bíta á. Þannig þurfa allir að stilla saman strengi í þessu“, segir hann.

Nú stendur yfir löndun á 150 tonnum af rækju úr flutningaskipinu Florinda sem tekur til baka um 200 af frosnum saltfiskflökum. Rækjan fer til vinnslu hjá Miðfelli en hún var veidd vestur af landinu, landað í Noregi og flutt þaðan aftur til Íslands. Ísafjarðarhöfn kann að eiga sóknarfæri sem umskipunarhöfn fyrir rækju enda mikill rækjuiðnaður á svæðinu. Að sama skapi gæti það reynst hagstæðara fyrir verksmiðjur annars staðar á landinu að sækja rækjuna til Ísafjarðar en til Noregs.

Kári segist vilja sjá hagsmunaðila á svæðinu taka saman höndum til að kanna möguleikana á að ná í fleiri rækjuskip inn í höfnina. „Höfnin hefur verið að byggja sig upp síðustu tíu árin eða svo í skemmtiferðaskipaþjónustu og náð ágætum árangri. Ég held að við ættum að skoða það hvort að aðilar hérna gætu ekki tekið sig saman og gert eitthvað svipað hvað varðar móttöku rækjuskipanna“, sagði Kári.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli