Frétt

Björgmundur Örn Guðmundsson | 19.02.2003 | 13:29Stöndum saman

Björgmundur Örn Guðmundsson.
Björgmundur Örn Guðmundsson.
Síðustu vikur og mánuði hefur maður þurft að horfa á skrípaleik Sjálfstæðismanna með óbragð í munni. Ég get hreinlega ekki orða bundist lengur því nú ætla þeir sér að láta okkur Framsóknarmenn taka þátt í leiknum. Öll þessi vitleysa byrjar þegar blessaður þingmaðurinn okkar, takið eftir þingmaðurinn okkar, hæstvirtur samgönguráðherra og oddviti Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, Sturla Böðvarsson kynnir vegaáætlun. Þar án þess að blikna eða blána kynnir hann stórfelldan niðurskurð á framkvæmd vegaáætlunar á Vestfjörðum sem var að flestra mati rýr fyrir.
Þið getið rétt ímyndað ykkur viðbrögð okkar Framsóknarmanna hér vestra og ég tala nú ekki um Sjálfstæðismennina hér vestra. Þessu var andmælt um allar sveitir og stendur enn yfir. Okkur er ætlað að fresta vegaframkvæmdum svo af því hlýst að ekki verður komið bundið slitlag frá Ísafirði og Patreksfirði suður til Reykjavíkur fyrr en 2014 en ekki 2010 eins og áður var áætlað.

Síðan líður tíminn og atvinnuleysi fer að aukast um allt land og ríkisstjórnin blæs í herlúðra og boðar átak í atvinnumálum. Við Framsóknarmenn hér vestra boðum Halldór Ásgrímsson á okkar fund og lýsum áhyggjum okkar. Í framhaldi af því er meðal annars látinn einn milljarður renna til Vestfjarða í vegagerð. Skoðun okkar Framsóknarmanna var og er sú, að milljarðurinn var aukalega. Upphefst þá söngur Sjálfstæðismanna um allt kjördæmið þar sem þeir óska eftir flýtingum á þeim framkvæmdum sem frestað var í nýkynntri vegaáætlun þingmanns þeirra. Síðan ætlast þeir til þess að við Framsóknarmenn tökum þátt í þessari vitleysu og skrípaleik með þeim. Nei takk.

Ef vegaáætlun fyrir Vestfirði hefði haldið hjá Sjálfstæðisþingmanninum, þá hefði verið hægt að nýta þennan milljarð til að flýta enn frekar framkvæmdum og taka þá fjármuni sem við það hefðu sparast í lok tímabilsins (2008-2010) til að byggja upp Dynjandisheiði. Göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar ættu að vera komin árið 2009-2010 ef allt gengur að óskum og þau verði næstu göng á eftir Siglufjarðargöngum, það má telja mjög líklegt. Miðað við þetta hefði getað verið kominn hringvegur um Vestfirði sem lægi um Breiðadalsgöng, Dýrafjarðar- og Arnarfjarðargöng, Dynjandisheiði, Barðaströnd, Arnkötludal, Steingrímsfjarðarheiði og Djúp, allt á bundnu slitlagi.

Í stað þess að vera horfa fram á gleðilega tíma þá er staðan þannig í dag, að milljarðurinn sem Sjálfstæðismenn ætla sér greinilega að nýta sem kítti gæti mögulega flýtt Djúpleið og Arnkötludal þannig að það yrði tilbúið 2008-10 en Barðaströndin yrði aldrei tilbúin fyrr en 2014. Eins væri ekki búið að fara í Dynjandisheiði árið 2014 og því varla hægt að gera ráð fyrir því að göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar væru komin.

Það er greinilegt að Sjálfstæðismenn eru að reyna að stía okkur Vestfirðingum í sundur til þess eins að við gleymum því að þeir eigi sök á öllu fjaðrafokinu. Ég bið alla rétt hugsandi Vestfirðinga að standa nú saman og koma þessum málum í höfn. Það er mjög mikilvægt að vegaáætlun standist frá 1998 og við megum ekki láta þennan skrípaleik villa okkur sýn.

Við Framsóknarmenn munum knýja á að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar komi á árunum 2007-2009 enda fjármagn til þess á gangaáætlun á þeim tíma. Eins munum við knýja á aukafjármagn til að byggja upp Dynjandisheiði. Vesturleiðin er sú leið sem við íbúar á norðanverðum Vestfjörðum munum nota í framtíðinni, enda bæði styst og snjóminnst. Við megum ekki gefa þá leið upp á bátinn.

– Björgmundur Örn Guðmundsson,
formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli