Frétt

Jóhann Ásmundsson á Hnjóti | 19.02.2003 | 09:21Vesturleiðin til Ísafjarðar

Jóhann Ásmundsson, safnstjóri á Hnjóti.
Jóhann Ásmundsson, safnstjóri á Hnjóti.
Það er hálfundarlegt fyrir þann sem þekkir lítið til, að fylgjast með forgangsröðun stjórnmálamanna í vegagerð á Vestfjörðum. Út frá skynsemi virðist hún vera út í bláinn en vera má að einhver æðri skynsemi sem er ofar okkur dauðlegum mönnum hafi ráðið ferðinni. Vera má að spekingarnir hafi látið bestu leiðina sitja á hakanum til að geta fjármagnað óskynsamlegustu leiðina. Því auðvitað fæst aldrei fjármagn í það sem er óskynsamlegt þegar skynsamari kosturinn hefur þegar verið framkvæmdur. Kannski að vitringarnir hafi einmitt séð þetta fyrir og þess vegna tekið upp á því að haga sér eins og kjánar í vegamálum, kannski.
Hver er svo óskynsemin? Jú, það er að velja heilsársvegi Ísfirðinga það vegstæði að vart er hægt að þræða lengri leið út af Kjálkanum nema kannski að keyra yfir á Hornstrandir og fara fyrir Jökul. Nú má vera að mörgum fyrir norðan þyki þetta falleg leið og sjái hvorki eftir viðbótar bensíni né tíma sem fer í að þræða Djúpið.

Ég veit hins vegar að mörgum Þingeyringum og öðrum Dýrfirðingum (að ég tala nú ekki um íbúum við norðanverðan Arnarfjörð) er lítið skemmt yfir þessari forgangsröðun og æðri skynsemi í vegamálum Vestfirðinga. Því til er önnur leið sem því miður er bara opin á sumrin, svokölluð vesturleið. Með eðlilegum vegbótum á henni þannig að hún verði opin árið um kring styttist bæjarferð Ísfirðinga til Reykjavíkur um og yfir 100 km. Fyrir Þingeyringa yrði styttingin hátt í 200 km.

Fyrir okkur sem búum á sunnanverðum Vestfjörðum er þetta hins vegar svo undarleg ráðstöfun, að ekki einu sinni vísun í æðri skynsemi nær yfir þessa heimsku. Það er ekki aðeins að við verðum vegalaus við norðursvæðið lungann úr vetrinum, heldur komumst við ekki frá Vestfjörðum yfir hörðustu vetrarmánuðina nema syndandi, siglandi eða fljúgandi þegar byr gefur.

Málið er miklu alvarlega en það hvort við eigum að sætta okkur eingöngu við ferju eða ekki. Þetta snýst líka um þjónustu, samskipti og samstarf okkar við fólk, stofnanir og fyrirtæki innan og utan Vestfjarða. Hvaða gagn höfum við t.d. af uppbyggingu á þjónustu og menningarhúsum í höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði, þegar það getur tekið okkur allt að 4 til 5 daga að sitja klukkutíma fund hjá vinum okkar þar.

Hvaða þýðingu hefur það að skilgreina Vestfirði sem eitt stjórnsýslusvæði þegar ástandið er með þessum hætti? Það má þó oft skjótast til Reykjavíkur dagstund þegar vetrartíðin er góð eins og núna og vegabætur á Kletthálsi eru orðnar eins góðar og raun ber vitni. Í tíma stendur Reykjavík okkur oft mun nær en Ísafjörður og því kannski ekki óskynsamlegt að sveitarstjórnarmenn á sunnanverðum Vestfjörðum kanni sameiningu við Reykjavík.

Það er í raun ekki nema tvennt í stöðunni fyrir okkur á sunnanverðum Vestfjörðum, að mínu mati. Annað hvort að vesturleiðin allt norður til Ísafjarðar verður sett í forgang eða að byggð verði upp samsvarandi þjónusta á Patreksfirði. Okkur nýtist nánast á engan hátt þjónustan fyrir norðan, fáum rétt molana af borðinu eða ilminn af réttunum. Þetta er óþolandi staða og verður vart bætt nema eins og áður sagði með lúkningu vesturleiðarinnar norður til Ísafjarðar eða að komið verði á fót öflugri almenningsþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum.

– Höfundur er safnstjóri á Hnjóti í Örlygshöfn.

Fréttavefurinn Tíðis á Patreksfirði

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli