Frétt

Múrinn - Steinþór Heiðarsson | 18.02.2003 | 10:06Sjúkleg heimsvaldastefna

Engin takmörk virðast lengur fyrir ofsa Bandaríkjastjórnar í garð þeirra sem ekki vilja stíga með henni stríðsdansinn. Nú síðast berast fregnir af sérstökum refsiaðgerðum gagnvart Þjóðverjum vegna andstöðu þýskra stjórnvalda við árásarstríð gegn Írökum. Ekki þarf fílsminni til að rifja upp hversu þungbrýnn Colin Powell sat undir ræðu Joschka Fischer um það af hverju sá síðarnefndi væri einfaldlega engan veginn sannfærður um réttmæti innrásar eða rök sem færð hefðu verið fyrir hernaði.
Hugmyndir Donalds Rumsfeld um refsingu Þjóðverja eru tvíþættar. Í fyrsta lagi verði allir bandarískir hermenn kallaðir frá Þýskalandi og bandarískur vígbúnaður fluttur þaðan. Þakka skyldi, kynnu margir að segja og ekki er víst að þýskum almenningi verði sérstök eftirsjá í 42.000 manna herliði Bandaríkjanna, skriðdrekum, herflugvélum og fleiru sem því fylgir.

Í öðru lagi talar Rumsfeld fyrir þeim sérkennilegu sjónarmiðum að beita viðskiptaþvingunum til að hegna Þjóðverjum fyrir sjálfstæða stefnu í alþjóðamálum. Ekki er gott að segja hvernig það samrýmist reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem Bandaríkjastjórn hampar svo mjög þegar henni hentar. En það er vert að hafa í huga pólitíkina í hótunum sem þessum. Hvaða lönd önnur sæta einhliða viðskiptaþvingunum af hendi Bandaríkjastjórnar? Þau eru ekki mörg en þar er erkióvinurinn Kúba efst á blaði. Líbýa er væntanlega enn á listanum.

Hvers konar hugarfari lýsir það ef Rumsfeld og félagar telja sig færa um að dæma Þýskaland til útlegðar fyrir það eitt að fylgja ekki harðlínumönnunum í Pentagon að málum? Svarið liggur í yfirlýstu markmiði refsiaðgerðanna enda er það alveg skýrt: Að skaða efnahag Þýskalands.

Kennisetningar kapítalískrar hnattvæðingar, sem Bandaríkin hafa haft forgöngu um í gegnum Alþjóðaviðskiptastofnunina, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann, ganga jafnan út á að alþjóðleg samvinna ríkja aukist, öll samskipti fólks greiðari, opnari landamæri og aukna fríverslun. En þegar á reynir og hagsmunir hinna stóru eru í húfi þá eru andstæður alls þessa sýndar grímulaust. Raunveruleikinn einkennist af heimsvaldastefnu, einangrunar- og útlegðardómum yfir ríkjum og þjóðum, vopnuðu landamæraeftirliti og hækkandi tollum til að skaða þá sem einhverra hluta vegna eru í hinu liðinu þá og þá stundina.

sh

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli