Frétt

Jón Bjarnason alþm. | 18.02.2003 | 09:47Flutningskostnaðinn verður að jafna

Jón Bjarnason alþingismaður.
Jón Bjarnason alþingismaður.
Í nýútkominni skýrslu samgönguráðuneytisins um ferðir og flutninga kemur fram, að almennur flutningskostnaður á einingu innanlands hefur hækkað mjög umfram aðra verðlagsþróun í landinu á undanförnum árum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir bætta vegi, samþjöppun og yfirlýstar hagræðingaraðgerðir flutningsfyrirtækja, sem áttu að leiða til lækkunar á flutningskostnaði.
Ef litið er á þróun flutningskostnaðar sl. 6 ár, þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 20% en almenn gjaldskrá flutningsaðila fyrir flutninga út á land hefur hækkað um 70-100%. Hlutfallsleg hækkun hefur orðið mest á stöðum sem fjærst liggja höfuðborginni, þ.e. á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þessar tölur eiga við um almenna gjaldskrá. Vitað er að veruleg frávik þekkjast í formi afsláttar sem flutningsfyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum, en þar ræður magn flutninga að öllum líkindum miklu. Hækkun á flutningsþjónustu mun þannig bitna misjafnlega á þeim sem nota þjónustuna og harðast á smæstu aðilunum sem flytja minnst.

Það gefur því auga leið að lítil og meðalstór fyrirtæki, einstaklingar í verslun, þjónustu og smáiðnaði verða harðast úti í þessari þróun. Flutningakerfið er því enn einn þátturinn sem verður til þess að mismuna smærri fyrirtækjum og hindra þannig vöxt og aukna fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni.

„Sjóflutningar á landi“

Flutningsjöfnunarsjóður hefur tryggt jöfnun dreifingarkostnaðar á olíu, bensíni og sementi. Þessi flutningsjöfnun hefur verið miðuð við sjóflutninga. Hvað varðar olíur er miðað við dreifingu frá Reykjavík á hinar ýmsu hafnir landsins. Þessir flutningar eru nú komnir á land eða er beint erlendis frá á örfáar hafnir. Áfram er þó dreifingaraðilum greitt eins og um sjóflutninga frá Reykjavík væri að ræða. Svipaða sögu er að segja af flutningsjöfnun á sementi. Sjóflutningar á sementi hafa nú alveg lagst af og flutningarnir alfarið komnir á land. Því er nú verið að styrkja allt aðra tegund flutninga en reglur segja til um.

Þessar breytingar hafa átt sér stað án þess að reglum sjóðsins hafi verið breytt. Með þessu skeytingarleysi hefur samkeppnisstaða sjóflutninga verið skert stórlega. Af þessum sökum er augljóst að mjög brýnt er að endurskoða reglur Flutningsjöfnunarsjóðs, annað hvort þannig að þær taki mið af raunveruleikanum eða að sjóðnum verði í raun beitt til eflingar sjóflutninga.

Fákeppni og einokun

Fram um 1990 voru allt að 5 skip í áætlunarsiglingum á vegum tveggja stærstu skipafélaga landsins við strendur landsins sem komu við á 30 stöðum. Nú er aðeins Eimskip eftir með eitt skip í strandflutningum og 11 viðkomustaði. Það er ekki aðeins að skipakomum hefur fækkað heldur er þjónustustig sjóflutninga við ströndina mun lægra en áður var.

Þetta er þó ekki hið eina er hefur gerst í tengslum við sjóflutninga. Áður voru nokkuð skýr skil á milli flutningategunda. Skipafélögin sáu um sjóflutninga en ýmis fyrirtæki og einstaklingar sáu um landflutninga en höfðu með sér samstarf um vörumóttöku og afgreiðslu. Á þessu hefur orðið gjörbylting. Skipafélögin eru orðin ráðandi í vöruflutningum úti á landi. Eimskip á stóran eignarhluta í Flytjanda og Samskip eiga ein Landflutninga. Fjöldi minni staðbundinna flutningafyrirtækja og einyrkja hefur hætt, verið keypt upp, verið rutt út af markaðinum eða horfið af sjónarsviðinu með öðrum hætti.

Í skýrslunni kemur fram að tíðni ferða milli staða hafi aukist verulega og þjónustan í landflutningum sé almennt góð. Í æ fleiri tilvikum eru sömu aðilar að sýsla með framleiðslu, flutninga og sölu aðfanga. En sama fyrirtækið hefur oft og tíðum eignarhald á skipafélögum, útgerðum og fiskvinnslum og olíufélögum ásamt stærstu fyrirtækjunum á landsbyggðinni.

Í niðurstöðum skýrslunnar segir svo:

„Þegar flutningar um landið og kostnaður við þá eru skoðaðir kemur í ljós að verulegar sviptingar hafa átt sér stað að undanförnu. Framboð strandflutninga hefur dregist saman og siglir nú aðeins eitt áætlunarskip á ströndina en á sama tíma hefur framboð landflutninga vaxið verulega. Samþjöppun aðila í landflutningum og þátttaka skipafélaga gerir það að verkum að tveir flutningsaðilar eru með nær alla landflutninga á Íslandi. Fákeppni er því ráðandi í þessum flutningum. Samfara þessu hafa gjaldskrár flutningsaðila hækkað verulega umfram þróun neysluvöruvísitölu.“

Getur hver o

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli