Frétt

bb.is | 17.02.2003 | 08:18Dagskrá Sólrisu MÍ fullmótuð og verður með veglegasta hætti

Hið nýja merki Sólrisu eftir Högna Sigurþórsson.
Hið nýja merki Sólrisu eftir Högna Sigurþórsson.
Dagskrá Sólrisu, hinnar árlegu hátíðar Menntaskólans á Ísafirði, er nú fullmótuð. Sólrisunefnd hefur starfað frá byrjun janúar og fórnað fjölmörgum hádegishléum til að gera hátíðina sem glæsilegasta og aðgengilegasta fyrir alla. Atriðin í ár eru ekki af verri endanum og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Sólrisa stendur að þessu sinni frá 28. febrúar til 9. mars. Hátíðin er lista- menningarhátíð þar sem hinir ýmsu listamenn og skemmtikraftar heimsækja Ísafjörð, auk þess sem Vestfirðingar leggja hátíðinni lið með ýmsum hætti. Af föstum liðum Sólrisu má nefna leiksýningu Leikfélags Menntaskólans sem að þessu sinni er gamanleikritið „Að eilífu“ eftir Árna Ibsen í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar.
Forkeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna verður á sínum stað. Kaffihúsið Kaffi Sól yfirtekur Gamla Apótekið og í risi hússins yfirtekur MÍ-flugan útvarpsstöðina Útvarp Apótek sem mun óma í eyrum bæjarbúa á FM 101.0. Farið verður aftur til níunda áratugarins á Sólrisuballinu þar sem hljómsveitin Moonboots mun trylla lýðinn.

Auk þessa verða hádegisviðburðirnir þar sem hinir ýmsu listamenn stíga á svið. Af öðrum viðburðum Sólrisu má nefna „Gallerí Gang“ sem verður endurvakinn, en það er listasýning á verkum nemenda, svo sem ljóð og málverk. Gangurinn er á milli heimavistar skólans og bóknámshússins. Háskastraujunarferð (Extreme Ironing) verður farin í fyrsta sinn hér landi. Þjófaskörð milli Hnífsdals og Seljalandsdals urðu fyrir valinu í Háskastraujuninni og verður farið þangað með straubretti og straujárn og ein skyrta straujuð eða svo.


Dagskrá Sólrisu 2003

Föstudagurinn 28. febrúar
14:00 - Skrúðganga frá MÍ niður að Kaffi Sól.
14:15 - Kaffi Sól opnar í Gamla Apótekinu.
14:30 - Útvarp MÍ-flugan hefur sig á flug á FM 101.0.
20:00 - Leikfélag MÍ frumsýnir leikritið „Að eilífu? í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar á sal MÍ. 1200/1000/1500.

Laugardagurinn 1. mars
20:00 - Horft á Sódómu með einum leikara myndarinnar, Þresti Guðbjartssyni, í fyrirlestrarsal MÍ. Frítt fyrir alla.
21:00 - Anime teiknimyndir sýndar á Kaffi Sól.

Sunnudagurinn 2. mars
14:00 - Háskastraujun (Extreme Ironing) í Þjófaskörðum milli Hnífsdals og Seljalandsdals. Mæting við skíðagönguhús á Seljalandsdal. Sjá heimasíðu ef veðurútlit er tvísýnt.
20:00 - Sólrisuleikritið „Að eilífu? í uppfærslu leikfélags MÍ á sal Menntaskólans. 1200/1000/1500.

Mánudagurinn 3. mars
09:20 - Magni og Gylfi baka pönnukökur.
09:20 - Gallerý Gangur, listagangur opnar í Menntaskólanum.
12:00 - Margrét Eir ásamt undirleikurum skemmtir á sal MÍ í hádeginu.
20:00 - Margrét Eir með tónleika í Hömrum. 1000/1000/1500.
21:00 - Frönsk kvikmynd á Kaffi Sól.

Þriðjudagurinn 4. mars
09:20 - Magni og Gylfi drekka jólaöl.
12:00 - Helga Braga Jónsdóttir skemmtir á sal MÍ í hádeginu.
20:00 - Sólrisuleikritið „Að eilífu? í uppfærslu leikfélags MÍ á sal Menntaskólans. 1200/1000/1500.
21:00 - Mugison og Vivid Brain á Kaffi Sól. Frítt inn.

Miðvikudagurinn 5. mars
09:20 - Magni og Gylfi lesa „Pönnukökutertuna? eftir Sven Nordqvist.
12:00 - Megas skemmtir á sal MÍ í hádeginu.
20:00 - Megas með tónleika á Hótel Ísafirði. 1000/1000/1500.
21:00 - Japönsk kvikmynd á Kaffi Sól.

Fimmtudagurinn 6. mars
09:40 - Danshópur úr Listdansskóla Íslands dansar á sal MÍ.
12:00 - Ástþór Magnússon flytur fyrirlestur um beint lýðræði og stefnumál Friðar 2000 á sal MÍ í hádeginu.
20:00 - Sólrisuleikritið „Að eilífu? í uppfærslu leikfélags MÍ á sal Menntaskólans. 1200/1000/1500.
20:00 - Bókmenntakvöld í Tjöruhúsinu Neðstakaupstað. Auður Haralds, Einar Már Guðmundsson og Stefán Máni lesa upp úr verkum sínum. Veitingar í boði.
21:00 - Júgóslavnesk kvikmynd á Kaffi Sól.

Föstudagurinn 7. mars
15:30 - Alheimsmeistaramót í Víkingaskák í Edinborgarhúsinu.
20:00 - Söngkeppni MÍ haldin í Alþýðuhúsinu (bíóinu). 1000/500/1000

Laugardagurinn 8. mars
10:00 - Íþróttahátíð Sólrisu í íþróttahúsinu á Torfnesi. Viðureignir MÍ á móti íþróttafélögum fara fram.
14:00 - Setningarathöfn íþróttahátíðar. Skemmtiatriði, fimleikasýning, jassballet, sterkasti maður og kona MÍ í bekkpressu og margt fleira.
20:00 - Hundur í óskilum með tónleika á Hótel Ísafirði. 1000/1000/1500.
00:00 - Sólrisuball með 80?s hljómsveitinni Moonboots í Sjallanum. 16 ára aldurstakmark. 1800/1500/1800.

Sunnudagurinn 9. mars
20:0

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli