Frétt

Sælkerar vikunnar – Ingibjörg S. Guðmundsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson | 14.02.2003 | 16:52Sunnudagskjúklingur

Ingibjörg S. Guðmundsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson.
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson.
„Þar sem verð á kjúklingum undanfarið hefur verið afskaplega hagstætt finnst okkur tilvalið að gefa hér uppskrift að kjúklingarétti sem er að okkar mati einfaldur og góður“, segja þau Ingibjörg S. Guðmundsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson, sem búsett eru að Móholti 3 á Ísafirði.
1 kjúklingur, hlutaður sundur
3-4 msk olía af sólþurrkuðum tómötum
salt og sítrónupipar
2 msk olía af sólþurrkuðum tómötum
1 laukur
4 gulrætur
4 hvítlauksgeirar
12-14 sveppir
ferskt tímían
1 dós rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
5-6 sólþurrkaðir tómatar, skornir í bita
grænmetisteningur
2 dl vatn

Kjúklingurinn er kryddaður og steiktur í olíunni þar til hann hefur brúnast vel. Þá er hann settur í eldfast mót með loki og hitaður í ofni við 160°C í 40-50 mínútur. Þá er grænmetið léttsteikt í olíunni. Kryddi, rjómaosti, sólþurrkuðum tómötum og grænmetissoði bætt saman við. Blöndunni er hellt yfir kjúklinginn og hitað áfram í 20-30 mínútur.

Með þessum kjúklingarétti er upplagt að bera fram grænmetisböku og gott brauð.

Grænmetisbaka

Smjördeig (sem við kaupum nú bara tilbúið úti í búð) er flatt út og sett í eldfast bökuform. Botninn pikkaður með gaffli og bakaður þar til hann er ljósbrúnn.

Fylling:
8-10 bitar fetaostur
2-3 msk olía (af fetaostinum)
2 gulrætur, skornar smátt
spergilkál, skorið
2 kartöflur, skornar í þunnar sneiðar
1 paprika, skorin smátt
5-6 sólþurrkaðir tómatar, skornir í bita

1½ bolli vatn
1½ bolli mjólk eða kaffirjómi
1 grænmetisteningur
1 tsk basil
1 dós (110 g) rjómaostur með kryddjurtum
2 slegin egg

Til skrauts:
tómatsneiðar
rifinn ostur

Grænmetið látið meyrna í olíunni á pönnu. Allur vökvi, ásamt kryddi og teningi, settur saman við grænmetið og blandan soðin við vægan hita í 6-8 mínútur. Þá er rjómaostinum bætt út í og hann látinn bráðna. Tekið af hitanum og látið kólna aðeins. Slegin egg sett saman við ásamt fetaosti og blöndunni hellt yfir bökubotninn. Skreytt með tómatsneiðum og ostinum stráð yfir. Bakað við 180°C í u.þ.b. 30 mínútur.

Við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um þegar kom að því að skora á sælkera næstu viku. Hjónin Gróa Stefánsdóttir, starfsmaður hjá Eimskip, og Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn, eru snillingar í að töfra fram ýmislegt góðgæti sem kitlar bragðlaukana. Við köstum boltanum því til þeirra.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli