Frétt

Múrinn - Steinþór Heiðarsson | 14.02.2003 | 13:28Stórfundir gegn stríði

Auðvitað var það fyndið þegar úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum var í beinni útsendingu á Sýn. Þulirnir sögðu að bandaríska landsliðið í poppinu væri mætt til leiks og töldu svo upp fimm tónlistarflytjendur, þar af tvo Kanadamenn og einn Breta. Það var líka upp að vissu marki fyndið þegar fréttamaðurinn á Ríkissjónvarpinu, sá sem sagði fréttir af flóðunum í „Danube“ í fyrra, upplýsti landsmenn um hættuleg vopn sem væru búin „anthrax-veirunni“. En það er ekkert fyndið að hlusta á fréttamenn tyggja upp áróðursþvæluna úr spunalæknum á vegum ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands þegar um er að ræða jafn alvarleg málefni og yfirvofandi stríð gegn Írak.
Ætli botninum hafi verið náð í gærkvöldi þegar sagt var frá því að fundist hefðu brot úr sprengjum sem hefðu einu sinni innihaldið sinnepsgas? Nú var ekki einu sinni heilum en tómum eldflaugum til að dreifa, það var ekkert eftir nema brot. Og vopnaeftirlitsmenn náðu til allrar hamingju að eyðileggja brotin. Það er ekki nægjanleg trygging þótt bannað sé að flytja inn lím til Íraks.

Eða er það kannski hámark alls fáránleika þegar spjótin eru farin að beinast að Frökkum sem einhverjum sökudólgum í þessu máli? Umræða sem meðal annars snerist um að Saddam Hussein væri stríðsglæpamaður (sem er rétt) er allt í einu orðin eins og nú sé mesti glæpurinn að vilja ekki fara í stríð. Menn hrópa um hneyksli, vansæmd og jafnvel þrákelkni Frakka fyrir að styðja ekki innrás sem fyrirsjáanlega mun kosta óheyrilegan fjölda saklausra borgara lífið. Í staðinn fyrir umræðu um glæpi gegn mannkyni er í raun talað eins og til séu glæpir gegn stríði.

Góðu fréttirnar eru þær að óbreyttir borgarar um allan heim herðast í baráttu sinni fyrir friði dag frá degi. Listinn yfir þá staði þar sem stríðsaðgerðum verður mótmælt á morgun, laugardaginn 15. febrúar, lengist með hverri klukkustundinni sem líður. Meira að segja á Suðurskautslandinu verður mótmælt.

Hér á landi standa íslenskir friðarsinnar fyrir mótmælum á Akureyri, á Ísafirði og í Reykjavík. Klukkan 14:00 á morgun hefst fundur á Ráðhústorgi á Akureyri og á Ingólfstorgi í Reykjavík. Múrinn hvetur alla þá sem eiga heimangengt og vilja lýsa andstöðu sinni við loftárásir á varnarlaust og sveltandi fólk í Írak til að eyða einum klukkutíma eða svo í þessum góða félagsskap á morgun.

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli