Frétt

Pólitík.is - ritstjórnargrein | 14.02.2003 | 10:23Samfylking fram til sigurs

Um margra ára skeið fór fram umræða um að sameina vinstri flokka landsins í einn stóran jafnaðarmannaflokk. Þessi þróun átti sér langan aðdraganda en undir lok síðustu aldar fór að bera á því í A-flokkunum og Kvennalista að aukinn vilji væri fyrir því að taka þessi langþráðu skref og ganga hreint til verks í þeim efnum. Þessi sögulega uppstokkun átti sér stað fyrir kosningarnar 1999 og útkoman úr þeim var 27% kjörfylgi, sem var viðunandi miðað við nýjan flokk sem átti eftir að skapa sér sérstöðu og þurfti tíma í augum fólksins til að vera raunhæfur valkostur. Þá skal ekki gleyma framboði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, en þeir töldu sig ekki eiga heima í breiðfylkingu vinstrimanna.
Blásið á hrakspárnar

Á þessu kjörtímabili hefur verið mikið um hrakspár af ýmsu tagi. Flestar eru þær í þá veruna að Samfylkingin hafi ekki náð fram takmarki sínu um stóran og breiðan jafnaðarmannaflokk og þannig hefði þessi mikla framtakssýn farið fyrir lítið; að Samfylkingin væri dæmd til að vera með lítið fylgi. Davíð Oddsson var meðal þeirra sem héldu þessu fram og margt fólk hefur lagði trú á þessa spádóma. Tilhugsunin um stóran, sameinaðan og sterkan jafnaðarmannaflokk hræðir forsætisráðherra meira en nokkuð annað; málflutningur hans og flokksmanna hans lýsa óttanum við möguleika Samfylkingarinnar á að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Sá ótti hans er nú orðin að veruleika, þar sem allar skoðanakannanir hafa sýnt sömu þróun: Samfylkingin er að verða mótstöðuafl Sjálfstæðisflokknsins. Undir forystu Össurar Skarphéðinssonar hefur Samfylkingin sýnt ótrúlega þrautseigju og áræðni -- hún hefur haldið áfram sínu striki og aldrei látið andstæðinga sína slá sig út af laginu. Eftir langt og strangt tímabil er flokkurinn loksins farinn að uppskera eins og hann hefur sáð. Þetta gengi kom berlega í ljós við úrslit sveitarstjórnarkosninganna á liðnu ári, þegar Samfylkingin náði mjög góðum árangri og sýndi fram á að hún væri boðlegur valkostur. Með innkomu Ingibjargar Sólrúnar aukast möguleikar flokksins enn um að ná mun betri útkomu í komandi Alþingiskosningum.

Þjóðfélagsmál

Mikið hefur verið rætt og ritað um laka stöðu almennings í samfélaginu á liðnum árum. Framganga ríkisstjórnarinnar í þeim málum kallar án nokkurs vafa á nýja og öfluga ríkisstjórn undir forsæti Samfylkingarinnar, þar sem jöfnuður og hagsmunir almennings eru hafðir að leiðarljósi. Mörg mál bíða næstu ríkisstjórnar, þar á meðal er að afnema hinn fræga gjafakvóta, gera landið að einu kjördæmi, stórbæta lífskjör aldraðra og þeirra sem minna mega sín, gera stórbætur í menntakerfinu, gera viðamiklar endurbætur á heilbrigðismálum og ráðast í átak í málefnum ungs fólks. Þessum verkefnum ásamt mörgum fleirum er Samfylkingunni best treystandi til. Á liðnu kjörtímabili hefur flokkurinn verið á hægri en öruggri uppleið og í dag er flokkurinn jafnoki Sjálfstæðisflokksins. Þetta sýnir trúverðugleika Samfylkingarinnar í augum fólksins og það að fólk lætur ekki lýðskrum hafa nein áhrif á sig.

Tími á breytingar

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í 12 ár. Það er kominn tími á langþráða breytingu í landsmálunum og að Sjálfstæðisflokkurinn fái sjálfsagt og langt frí. Stjórnarhættir Davíðs Oddssonar og kumpána hans hafa verið um margt furðulegir í lýðræðisríki. Einkavinavæðing hefur sést æ meir í þjóðfélaginu og skipting forsætisráðherra á fyrirtækjum í landinu í samherja eða andstæðinga er með ólíkindum. Markmið Samfylkingarinnar er skýrt: það er að fara í ríkisstjórn og gera stórtækar breytingar í landsmálunum. Það þarf sterkan og samhentan flokk sem þorir að leiða þjóðina í Evrópuátt án flumbrugangs og brjóta á bak aftur þá einokunar- og sérhagsmunablokk sem hefur fengið að fara sínu fram í samfélaginu að vild. Þá má ekki gleyma að minnast á hvernig stjórnvöld hafa haldið uppi miklum vörnum um kvótakerfið, eitt helsta óréttlæti samfélagsins í dag og hefur valdið ómældum skaða og jafnvel hruni í byggðum landsins. Það er bjart vor framundan.

– Ólafur Ingi Guðmundsson.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli