Frétt

bb.is | 14.02.2003 | 09:40Stytting leiðarinnar til Reykjavíkur gríðarlegt hagsmunamál

Bolungarvík.
Bolungarvík.
„Fyrir liggur að nýr vegur um Tröllatunguheiði myndi stytta heilsársleið til Reykjavíkur frá öllum þéttbýlisstöðunum á norðanverðum Vestfjörðum verulega, eða um 40 km, sem eru um það bil 9% af vegalengdinni frá aðlaþéttbýliskjarnanum á norðanverðum Vestfjörðum til Reykjavíkur. Samanburður á kostnaðaráætlun fyrir þessa tvo valkosti sýnir að vegur um Tröllatunguheiði er einnig talsvert ódýrari, eða á bilinu 700-750 milljónir í stað 900 milljóna í veg um Strandir. Engum blöðum er um það að fletta að stytting leiðarinnar til Reykjavíkur um 40 km er gríðarlegt hagsmunamál fyrir íbúa þéttbýlisstaðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Kostnaður vegna flutninga á landi á milli Reykjavíkur og norðanverðra Vestfjarða, sem jafnan er beintengdur vegalengd, gæti þannig lækkað um allt að 10%.“
Þetta kemur fram í ályktun um samgöngumál, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur í gær. Ályktunin fer hér á eftir í heild.

Ályktun um samgöngumál

Bæjarstjórn Bolungarvíkur fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja eins milljarðs króna aukafjárveitingu í vegasamgöngur á Vestfjörðum.

Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2003-2014. Þar segir m.a. um stefnumótun, „... að stefna skuli að því að skapa skilyrði fyrir flesta landsmenn að komast til og frá höfuðborgarsvæðinu á innan við 3½ klst. ferðatíma“.

Reykjavík gegnir nú æ meira hlutverki í daglegu lífi landsmanna allra, sem í auknum mæli þurfa að sækja þangað þjónustu. Óhætt er að fullyrða að sú mikla uppbygging sem orðið hefur á síðasta áratug í verslun í Reykjavík sé að þó nokkrum hluta byggð á því að verslun hefur flust af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Það liggur því í hlutarins eðli að betri samgöngur landsbyggðarinnar við höfuðborgina eru bæði landsbyggðinni og höfuðborginni mikið hagsmunamál. Af sanngirnissjónarmiðum er það því sérstaklega mikilvægt að einn landshluti sitji ekki eftir fremur en annar þegar kemur að uppbyggingu samgöngunetsins og eðlilegt er að gera ráð fyrir að allir helstu þéttbýliskjarnar landsins séu tengdir hringveginum með uppbyggðum vegum með bundnu slitlagi.

Í samgönguáætlun segir einnig „... að stefnt skuli að aukinni hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri samgangna“. Þá segir þar að „... grunnnetið skuli byggt upp samkvæmt tillögum um röð framkvæmda“.

Bæjarstjórn Bolungarvíkur tekur heilshugar undir þessi markmið. Enda þótt ljóst sé að ekki sé innan seilingar að ná ferðatíma á landi frá aðalþéttbýliskjarna norðanverðra Vestfjarða til Reykjavíkur niður í 3½ klst., þá er rétt að setja það sem markmið að ferðatíminn verði styttur sem frekast er unnt. Þá er lögð á það rík áhersla að þessum samgöngubótum verði náð á allra næstu árum en ekki verði beðið allt til ársins 2014 eftir því að þær klárist. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar sl. þriðjudag um aukna fjármuni til vegamála gefur þeirri von byr undir báða vængi.

Full ástæða er þó til að benda á atriði í samgönguáætlun sem beinlínis stríða gegn þessum yfirlýstu markmiðum, en þar er um að ræða þá ákvörðun að aðaltenging byggðarlaga á norðanverðum Vestfjörðum við hringveginn skuli vera um Strandir en ekki um nýjan veg um Tröllatunguheiði (Arnkötludal og Gautsdal).

Fyrir liggur að nýr vegur um Tröllatunguheiði myndi stytta heilsársleið til Reykjavíkur frá öllum þéttbýlisstöðunum á norðanverðum Vestfjörðum verulega, eða um 40 km, sem eru um það bil 9% af vegalengdinni frá aðlaþéttbýliskjarnanum á norðanverðum Vestfjörðum til Reykjavíkur. Samanburður á kostnaðaráætlun fyrir þessa tvo valkosti sýnir að vegur um Tröllatunguheiði er einnig talsvert ódýrari, eða á bilinu 700-750 milljónir í stað 900 milljóna í veg um Strandir.

Engum blöðum er um það að fletta, að stytting leiðarinnar til Reykjavíkur um 40 km er gríðarlegt hagsmunamál fyrir íbúa þéttbýlisstaðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Kostnaður vegna flutninga á landi á milli Reykjavíkur og norðanverðra Vestfjarða, sem jafnan er beintengdur vegalengd, gæti þannig lækkað um allt að 10%.

Fjölgun ökutækja sem fara um Strandir var 14.600 á milli áranna 2000 og 2002 eða 38%. Ef allur sá fjöldi sem fór um Strandir árið 2002, alls 52.600 ökutæki, hefði nýtt sér styttingu um 40 km, þá hefði það þýtt styttingu sem næði alls 2.104.000 km. Ef miðað er við að heildarreksturskostnaður bifreiða sé nálægt 55 kr/km þá gæti sparnaður bifreiðaeigenda árlega numið um 116 milljónum króna.

Rétt er að geta þess að lögð hefur verið áhersla á ofangreindan valkost í öllum sameiginlegum tillögum Vestfirðinga á undanförnum árum, allt frá því að lögð var fram „Stefnumótun í vegamálum“ á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 29. og 30. ágúst 1997, sem enn var ítrekuð á Fj

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli