Frétt

bb.is | 13.02.2003 | 12:11„Veturnætur“ verði árleg lista- og menningarvika á Ísafirði

Séð yfir Pollinn til Skutulsfjarðareyrar.
Séð yfir Pollinn til Skutulsfjarðareyrar.
Áslaug S. Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Ísafirði, hefur beint því til menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar, að lista- og menningardagarnir Veturnætur, sem nokkrum sinnum hafa verið haldnir á Ísafirði á liðnum árum, verði fastur liður í mannlífinu á svæðinu. „Að hátíðinni hafa staðið ýmsir með áhuga á að koma listum og menningu á svæðinu á framfæri, svo sem tónlistarfólk, leiklistarfólk og einstaklingar. Hátíðin hefur verið í kringum fyrsta vetrardag og hefur staðið í eina til tvær vikur. Tíminn hefur hentað vel þar sem starf listafólks og annarra er komið á fullan skrið eftir sumarið“, segir Áslaug.
„Það hefur hins vegar skort festu til að halda þessa hátíð reglulega“, segir Áslaug ennfremur í bréfi til menningarmálanefndar, og segir að því væri ánægjulegt ef Ísafjarðarbær hefði frumkvæði að því að gera þessa hátíð að árlegum viðburði og fengi til liðs við sig listamenn og aðra sem áhuga hafa á málinu. „Á þessum árstíma er talsvert um að vera í lista- og menningarlífinu í bænum og með hátíð sem þessari væru þessir atburðir allir rammaðir inn í eina umgjörð.“

Áslaug bendir á þær hátíðir sem eiga sér fastan sess á Ísafirði á hverju ári, þ.e. Skíðavikuna í kringum páskana og Siglingadagana á sumrin, en segir skorta menningarhátíð „sem ætti svo sannarlega að vera hér í menningarbænum Ísafirði. Í hugum margra er Ísafjörður menningarbær og með hátíð sem þessari væri vakin athygli á menningarbænum Ísafirði, bæði hjá bæjarbúum sjálfum og öðrum“, segir Áslaug.

„Það er orðið mjög algengt víða um land að hafa vetrarhátíðir, svo sem í Reykjanesbæ, Reykjavík og á Austurlandi, þar sem mörg sveitarfélög hafa tekið höndum saman að skipuleggja svona hátíð. Tillaga mín er að menningarnefnd hafi frumkvæði að því að hrinda svona verkefni af stað, t.d. með því að skipa undirbúningsnefnd hagsmunaaðila og síðan gera hópnum kleift að ráða starfsmann tímabundið til að sinna verkefninu.“

Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar frestaði afgreiðslu þessa máls en sendi það hins vegar til atvinnumálanefndar bæjarins til kynningar.

Sumardagurinn fyrsti er alltaf á fimmtudegi, eins og kunnugt er, en fyrsti vetrardagur alltaf á laugardegi. Í bók Árna Björnssonar, Saga daganna, segir: „Þar sem sumar hefst á fimmtudegi enda sumarvikur á miðvikudegi. Því voru tveir aukadagar milli sumarloka og upphafs vetrar. Þeir voru kallaðir veturnætur en það orð virðist þó stundum notað í ögn víðari merkingu kringum vetrarkomu, svo sem í Hávarðar sögu Ísfirðings.“

Einnig segir í bók Árna: „Fyrsti vetrardagur eða veturnætur hefur greinilega verið samkomu- og veislutími hjá norrænum mönnum á miðöldum, enda var þá til gnótt matar og drykkjar eftir uppskeru og sláturtíð.“

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli