Frétt

| 18.11.2000 | 14:27Samþykkir breytingu á félagsformi Orkubús Vestfjarða

Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þann möguleika að breyta félagsformi Orkubús Vestfjarða úr sameignarfélagi í hlutafélag og þann möguleika að einstök sveitarfélög, eitt eða fleiri, ráðstafi eignarhluta sínum til ríkisins. Til þess að breyta félagsforminu þarf að boða til aukaaðalfundar meðal eigenda Orkubúsins og greiða atkvæði um slíka breytingu og verða allir eigendur að samþykkja breytinguna. Á fundi hreppsnefndar Súðavíkurhrepps sem haldinn var 14. nóvember sl.var fjallað um erindi þess efnis þar sem óskað var eftir afstöðu hreppsnefndar til þess að breyta félaginu í hlutafélag.
Á fundinum samþykkti hreppsnefnd að vinna áfram að breytingum á félagsforminu gegn því að uppfyllt verði ströng skilyrði áður en til slíkrar breytingar kemur.

Hreppsnefnd samþykkti eftirfarandi samþykkt á fundinum samhljóða: ,,Að uppfylltum neðangreindum skilyrðum samþykkir sveitarstjórn Súðavíkurhrepps að breyta félagsformi Orkubús Vestfjarða (O.V.) úr sameignarfélagi í hlutafélag skv. tillögu viðræðunefndar ríkisins og sveitarfélaganna á Vestfjörðum, samanber bréf stjórnarformanns Orkubús Vestfjarða frá 13. okt. 2000. “

Samþykktin er háð því að áfram verði unnið að útfærslu á samningi aðila vegna breytinga á félagsforminu og samninga ef til sölu eignarhluta sveitarfélaganna kemur. Í þeim samningum verði leitast við að tryggja neðangreindar forsendur, og samningum vegna þessa að fullu lokið áður en boðað verði til fundar eignaraðila í Orkubúi Vestfjarða. Þeir samningar komi til umfjöllunar í sveitarstjórn áður en sá fundur eignaraðila O.V. fer fram.

Forsendur þessarar samþykktar eru að eftirfarandi atriði verði tryggð áður en boðað verður til fundar eignaraðila Orkubús Vestfjarða:

1. Einungis sé verið að breyta félagsformi O.V. og öll ákvæði laga um O.V. muni gilda fram að gildistöku nýrra raforkulaga.

2. Stjórn félagsins verði í höndum heimamanna. Eignist ríkið hlutabréf í félaginu skipi það heimamenn í stjórn félagsins fyrir sinn eignarhlut.

3. Gjaldskrá O.V. verði aðlöguð að gjaldskrá Rarik í áföngum.

4. Ákvæðum í samningi ríkisins og sveitarfélaga um yfirtöku ríkisjóðs á langtímalánum O.V. sbr. samning frá 13. júlí 1989, verði ekki framfylgt.

5. Sala eignarhluta O.V. hafi ekki áhrif á framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélaganna.

6. Sveitarstjórn er mjög mótfallin að blanda saman málefnum O.V. og lausnum er varða félagslega íbúðarkerfið. Ef ríkið gerir það áfram að forsendu að tengja saman þessi mál, þá er það forsenda sveitastjórnar Súðavíkurhrepps fyrir breyttu félagsformi O.V. að vandi félagsíbúðakerfisins verði leystur á varanlegan hátt. Áður en breytt félagsform O.V. verði samþykkt verði náð samkomulagi með öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum og ríkinu varðandi á hvern hátt vandi félagsíbúðakerfisins verður leystur og öll sveitarfélögin samþykki það samkomulag.
Farið verði ýtarlega ofan í tillögur nefndar félagsmálaráðuneytisins sem fram koma í skýrslu hópsins ,,Félagslegar íbúðir á Vestfjörðum – Nýjar leiðir“. Þar eru álitamál sem þarf að skoða frekar varðandi framkvæmd þeirra tillagna ef þær verða lagðar til grundvallar lausn á vanda félagsíbúðakerfisins.

7. Sérstaklega er undirstrikuð nauðsyn þess að efla starfsemi orkugeirans á Vestfjörðum til eflingar atvinnulífs búsetuöryggi og að eftir gildistöku nýrra raforkulaga verði horft til þess að efla starfsemina hér frekar en að draga úr henni.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps vill með þessari samþykkt, sem samþykkt var samlhjóða, gera núverandi sameigendum kleift að ráðstafa eignarhlut í sínum í Orkubúi Vestfjarða að eigin vild.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli