Frétt

Ólafur Hannibalsson, form. Ísfirðingafélagsins í Reykjavík | 11.02.2003 | 13:53Aðeins af Stanley. Úr ræðu fluttri á Sólarkaffi Ísfirðinga 2003

Stanley
Stanley
Sérstaklega er mér minnisstætt eitt skipti þegar ég hafði sem oftar verið sendur til að kaupa soðningu í skúrnum hjá Ingvari í Fjarðarstrætinu og Árni og Tómas vinur hans birtust í gættinni að frétta af aflabrögðum hjá trillukörlunum, og spurðu strákhnokkann, eins og gengur, um ætt og uppruna til að reyna að koma honum fyrir einhvers staðar í reynsluheimi sínum. Mér finnst endilega að Árni hafi talið til skyldleika við mig, þótt ekki muni ég hvernig því var háttað. Þannig finnst mér að ég hafi haft persónuleg kynni af þeim manni sem innleiddi nútímann á Ísland. Hér má skjóta því inn í að Árni var faðir Bergþóru, konu Matthíasar Sveinssonar, og hét því okkar ástsæli og ljúflyndi rakari, Árni Matt í höfuðið á honum. Bergþóra veit ég fyrir víst að var skyld bæði mömmu og pabba.

En ég er svo forvitinn að eðlisfari, að mig fýsti að vita nánar um þennan bát með því furðulega útlenda nafni, Stanley. Hvaða sögu átti hann að baki þegar 2ja hestafla Möllerup-vélin var sett í hann og hver urðu afdrif hans? Svörin fann ég í bók Árna Gíslasonar, Gullkistunni. Þannig var, að Guðmundur Guðmundsson bóndi á Eyri í Mjóafirði lét smíða bátinn fyrir sjálfan sig. Guðmundur þessi var fæddur 1818 og lifði til 1912, síðustu 20-30 árin blindur, og var afi þeirra systra Svövu og Soffíu í Soffíubúð, Jóhannesdætra, og Ágústs eiginmanns Sóleyjar Þorsteinsdóttur Eyfirðings. Soffíubúð var eins og menn muna á uppfyllingunni við Silfurtorg, þar sem Jón Ísak hafði lager, eftir að þær systur voru fluttar burt, en Hótel Ísafjörður stendur nú. Guðmundur á Eyri var líka langalangafi hennar Sínu Clausen hans Baldurs Jónssonar frystihúsaforstjóra m.m.

Smiður þessa merka fleys var gamall skipasmiður og sérkennilegur karl, Þórir Pálsson, lengi heimilismaður hjá séra Arnóri Jónssyni í Vatnsfirði, langalangafa mínum. Þórir var fæddur 1797 og dó skömmu eftir 1880, þá gamall og hrumur orðinn. Árni kveðst ekki vita um upprunalegt nafn skipsins, en eftir að hann vissi til (líklega um 1885) gekk það undir nafninu Skálin. Guðmundur á Eyri átti verbúð í Bolungarvík og var hún kölluð Skálarbúð. Nafngiftin átti að vera af því dregin að Guðmundur fór jafnan með skipið eins og glerskál væri eða postulín. Meðan á smíðinni stóð lagði Guðmundur til efnivið í það, þar á meðal stóra og fallega rekaviðarbeygju. Þegar Þórir smiður hjó í beygjuna, kastaði hann henni frá sér með þeim ummælum, að ekki þýddi að fá sér manndrápsvið í hendur og hjó hann beygjuna í eldinn.

Það mun hafa verið siður Þóris að prófa hvert tré, sem hann ætlaði til bátasmíðis, með því að höggva af spæni nokkra og setja á vatn. Ef nú viðurinn var þungur í sér eða óþurr, svo að illa flaut, þá kallaði hann það manndrápsvið og neitaði að nota hann í skip. Um Þóri Pálsson er að finna nokkrar skondnar frásagnir í bók Jóhanns Hjaltasonar Frá Djúpi og Ströndum.

Ekki er gott að segja um smíðaár Skálarinnar. Varla hefur hún verið smíðuð mikið seinna en um 1860, en þá er Þórir kominn nokkuð á sjötugsaldur, kannski fyrr. Hefur hún þá verið kominn á fimmta eða sjötta áratuginn þegar vélin er sett í hana. Árni keypti Skálina 1890 af Ebenezer Ebenezersyni tengdasyni Guðmundar á Eyri og var hún þá nýviðgerð, sterkt og ágætt sjóskip. Ebenezer bjó lengst af í Þernuvík og á Hvítanesi við Skötufjörð og meðal barna hans voru togaraskipstjórarnir þekktu í Húll og Grimsby, Guðmundur og Ágúst.

Nú, nú, en af einhverjum ástæðum, sem Árni lætur ógetið, breytti hann nafni skipsins og kallaði það Stanley og það nafn bar það þegar vélin var sett í það í nóvember 1902. Þetta var mesta happaskip og því hlekktist aldrei á þangað til það rak í land í Borgarbót í Skötufirði og brotnaði í spón. Þá hafði Árni selt það fyrir nokkru Bjarna Sigurðssyni bónda á Borg. Þetta hefur verið eftir 1912, en þá varð Árni Gíslason yfirfiskimatsmaður og hætti sjómennsku.

Þannig fór um sjóferð þá, en ég legg til að í tilefni af aldarafmælinu lyftum við öll glösum og skálum fyrir Skálinni hans Árna, öðru nafni Stanley. Skál fyrir Skálinni, bátnum sem brúaði bilið milli handvirkrar fortíðar og vélknúins nútíma.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli