Frétt

bb.is | 11.02.2003 | 13:00Flestir að gefast upp á rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi?

Stóri kampalampi, öðru nafni rækja.
Stóri kampalampi, öðru nafni rækja.
„Þið hefðuð mátt vakna fyrr til lífsins og segja frá því þegar bátarnir byrjuðu að fara. Nú vaknið þið þegar við aumingjarnir erum að drepast út af“, sagði Tryggvi Guðmundsson rækjusjómaður á Ísafirði, þegar hann var spurður um ástæður þess að hann var að selja bát sinn, Gissur hvíta, ásamt kvótanum sem honum fylgir. Nokkrir aðrir rækjubátar á norðanverðum Vestfjörðum hafa verið seldir að undanförnu eða eru í þann veginn að vera seldir. „Grundvöllurinn er löngu farinn en kvótaleigan hefur haldið mér á floti. En eftir að þorskígildisstuðullinn var færður niður í haust gengur þetta ekki lengur. Aðalorsökin er náttúrlega lágt verð og samdráttur í rækjuveiðunum í Djúpinu og að auki niðurskurður í þorskveiðiheimildum“, segir Tryggvi.
„Maður dauðsér eftir því að vera að selja þetta. Það hafa verið andvökunætur hjá manni að vera að gera þetta. En það var annað hvort að bæta við rækjukvótann eða hætta og mér finnst rækjumálin ekki spennandi í dag. Mér líst ekki á horfurnar. Það var þorskígildisstuðullinn sem kláraði þetta. Tekjurnar á rækjunni eru ekki það miklar, þannig að maður hefur stólað á leiguna. Þróunin hefur verið niður á við. Árið 1996 fiskaði ég fyrir 13,9 milljónir. Þetta hefur verið tröppungangur niður á við allar götur síðan. Á þessari vertíð mundi aflaverðmætið hafa orðið rétt rúmar 4 milljónir króna hefði ég fiskað allan kvótann, ég átti reyndar eftir 10 til 12 tonn af honum þegar ég ákvað að selja. Ég fékk tilboð og ég tók því.

Ég var með 5,4% af rækjukvótanum í Djúpinu og var búinn að bæta við mig kvóta í tvígang. En ég ætla að fara í hitt kerfið, sem er hampað hér. Það er víst lausnin hérna að gera út trillubáta frá Vestfjörðum. En þetta er ekki auðvelt. Ég ætlaði að enda mína starfsævi í þessu“, sagði Tryggvi Guðmundsson.

Friðberg Emanúelsson í Bolungarvík seldi Hafrúnina II fyrir áramót. „Ég seldi þetta með öllu saman, einföldu rækjuleyfi og 45 tonnum af þorski. Þegar kvótinn kom upphaflega voru 94 tonn af þorski á skipinu. Það var ekki grundvöllur fyrir því að gera hann út lengur, það er mikill kostnaður við að eiga þetta. Það er svo magur á þessu kvótinn og afkoman engin. Þetta lá bundið við bryggju meiripartinn úr árinu. Maður gat haldið þessu úti 4 til 5 mánuði á ári. Þetta er að leggjast niður hérna fyrir vestan. Það eru fjórir bátar farnir eða við það að fara hérna í Bolungarvík að mínum meðtöldum“, segir Friðberg.

Þarna mun vera um að ræða bátana Neista, Hafrúnu, Þjóðólf og Sædísi. Þá munu aðeins verða eftir tveir rækjubátar í Bolungarvík, Páll Helgi og Sæbjörn. „Það vantar heimildir fyrir þetta. Rækjan hefur lækkað í verði og það er enginn kvóti. Nú veiðum við þúsund tonn úr Djúpinu en það voru þrjú þúsund tonn fyrir nokkrum árum. Fyrir 12 til 15 árum voru 13 bátar hérna í Víkinni en á morgun verða þeir tveir“, segir Friðberg.

„Það er bara almennt skilningsleysi fyrir þessari bátastærð, bæði hjá bæjaryfirvöldum og ráðamönnum þjóðarinnar og hefur verið í mörg ár“, sagði rækjuútgerðarmaður á svæðinu sem vildi ekki láta nafns síns getið.“

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli