Frétt

| 16.11.2000 | 18:36Sýknað af skaðabótakröfum vegna verkfallsvörslu

Hæstiréttur sýknaði í dag Verkalýðsfélagið Baldur á Ísafirði og einn félagsmann þess, Aðalheiði Steinsdóttur, af kröfu Samtaka atvinnulífsins um greiðslu skaðabóta vegna tjóns, sem samtökin töldu verkalýðsfélagið hafa valdið með ólögmætum hætti við verkfallsvörslu. Félagsmenn úr Baldri komu í veg fyrir að fram færi löndun í Reykjavíkurhöfn úr togara í eigu atvinnurekanda á Ísafirði og voru aðgerðir þeirra þáttur í verkfallsvörslu á vegum Baldurs, sem hafði lýst yfir verkfalli á félagssvæði sínu. Áhöfn skipsins var hins vegar óháð verkfallinu, sem ekki náði til sjómanna.
Hæstiréttur taldi að útgerð togarans og rekstur vinnslustöðvar eigandans á Ísafirði væri samþættur atvinnurekstur, og hefðu fyrirhuguð áform atvinnurekandans um löndun í Reykjavík verið ætluð til að sneiða hjá áhrifum verkfallsins og falið í sér brot gegn lögum og réttmætum hagsmunum Baldurs og félagsmanna þess. Þá taldi Hæstiréttur það tilheyra verkfallsrétti samkvæmt landslögum, að fólki og félögum í lögmætu verkfalli væri rétt að verjast því með friðsamlegum aðgerðum, að reynt væri að draga úr áhrifum verkfallsins af hálfu þeirra, sem það beindist gegn, með því að fá aðra til að leysa af hendi vinnu að þeim störfum, sem lögð hefðu verið niður.

Við komu togarans höfðu verkfallsverðir tekið sér stöðu á bryggjunni og lagt bifreiðum sínum við skipshlið. Hæstiréttur segir að engin átök hafi orðið á staðnum og beinar hótanir um valdbeitingu ekki hafðar uppi, að því er séð varð. Uppskipunarmenn úr verkalýðsfélaginu Dagsbrún í Reykjavík virtust hafa látið athafnir aðkomufólksins afskiptalausar og ekki var leitt í ljós hvort stjórnendur togarans hefði leitað eftir atbeina þeirra um löndun. En Dagsbrún hafði nokkru fyrr samþykkt að beina því til félagsmanna sinna að ganga ekki í störf verkfallsmanna á Vestfjörðum.

Að öllu athuguðu taldi Hæstiréttur ósannað að ákvörðun stjórnenda skipsins um að sigla því til annarrar hafnar hafi ráðist af beinum hindrunum frá hendi verkfallsvarða. Hefðu verkfallsverðir ekki kallað yfir sig og stéttarfélag sitt ábyrgð á þeim aukna kostnaði, sem af því hlytist að ráðstafa afla skipsins í annarri höfn. Voru verkalýðsfélagið og félagsmaðurinn því sýknuð og héraðsdómur staðfestur.

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli