Frétt

Einar K. Guðfinnsson alþm. | 10.02.2003 | 12:51Samfylkingin finnur óskabarnið

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Miklar væntingar höfðu verið byggðar upp vegna ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á flokksfundi Samfylkingarinnar í gær, sunnudag. Fjölmiðlar höfðu greint frá að ræða væri yfirvofandi; hin fyrsta eftir að Össur Skarphéðinsson hefði krýnt hinn brottkastaða borgarstjóra forsætisráðherraefni. Og svo kom ræðan.
Af henni mátti skilja að þrjú nafngreind fyrirtæki hefðu orðið illa úti vegna meintra afskipta stjórnvalda (les Davíðs Oddssonar) af högum þeirra. Og hverjir ætli það séu nú, sem eigi svona bágt? Einhverjir smáatvinnurekendur, sjoppukallar eða kerlur. Nei ekki er það nú alveg. Þeir sem svo grátt eru leiknir að sögn ISG eru stórfyrirtækin Baugur sem er ráðandi fyrirtæki á smásölu og heildsölumarkaði á Íslandi, Kaupþing sem að undanförnu hefur í krafti eignauppbyggingar sinnar hér á landi keypt upp heilu stórfyrirtækin í útlöndum og loks fjölmiðlarisinn Norðurljós, sem hefur eins og allir vita gaddað í sig allar þær litlu útvarpsstöðvar sem lífsanda hafa dregið í landinu.

Þetta eru herleg tíðindi.

Afsprengi breytinganna

Þessi fyrirtæki eins og svo mörg önnur, eiga líf sitt, vöxt og viðgang undir því að lögum og reglum var breytt í frjálslyndisátt. Þannig fengu þau fjárhagslegt svigrúm. Og hverjir skyldu nú hafa borið fram þær breytingar? Jú hver þá nema Sjálfstæðisflokkurinn. Og ætli menn hafi verið um þessar breytingar sammála í samfélaginu? Nei auðvitað ekki. Vinstri menn voru þeim andsnúnir í grundvallaratriðum og hafa nú margir hverjir kosið sér pólitískt skipsrúm á fleyi Samfylkingarinnar.

Það er af mörgu að taka í þessum efnum. Afnám verðlagseftirlits og innleiðing samkeppni, baráttan fyrir frjálsu útvarpi, breytingar á reglum fjármálaheimsins. Allt þetta gat bókstaflega af sér þau fyrirtæki sem forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar telur upp. Og ætli ekki megi segja að öll þessi fyrirtæki hafi orðið til í núverandi mynd á valdatíma Sjálfstæðisflokksins síðustu tólf árin. Og nú má spyrja: Finnst mönnum nú líklegt að fyrirtæki sem hafa stækkað, dafnað og tútnað út hérlendis og erlendis séu fórnarlömb neikvæðra pólitískra afskipta? Hvert mannsbarn veit svarið við þessari spurningu.

Rúsínan í pylsuendanum

En síðan kemur rúsínan í pylsuendanum. Morgunblaðið spyr frambjóðandan nánar út í málflutning sinn og fær athyglisvert svar. Í blaðinu segir orðrétt: „Aðspurð hvort að dæmi séu um að opinberir aðilar hafi mismunað fyrirtækjum segist hún ekki hafa verið að leggja dóm á það í ræðu sinni á fundinum“.

Hér er dregið í land, en „látið svona í veðrinu vaka“. Það er ýmislegt gefið til kynna, sáð frækornum en þess síðan vandlega gætt að segja ekkert sem þurfi að standa pólitísk reikningsskil á. Þetta er gömul aðferð, en sannast sagna sjaldnast verið höfð í miklum hávegum, eins og dæmin sanna.

Efasemdir um grundvallarstofnanir samfélagsins

Síðast en ekki síst er athyglisvert að borgarstjórinn fyrrverandi dregur í efa að rannsóknir nokkurra meginstofnana ríkisvaldsins á þeim tilgreindu fyrirtækjum Baugi, Norðurljósum og Kaupþingi byggist á faglegum og málefnalegum forsendum, en séu fremur reistar á flokkspólitískum forsendum. Til hvers er hér eiginlega verið að vísa?

Til upprifjunar má nefna að samkeppnisyfirvöld hafa að undanförnu skoðað starfshætti einhverra þessara fyrirtækja og raunar ýmissa annarra, svo sem tryggingarfélaga, flugfélaga, olíufélaga svo dæmi séu tekin. Athyglisvert er að Ingibjörg Sólrún nefnir aðeins tiltekin fyrirtæki þegar hún talar um annarlegar ástæður fyrir rannsóknum. Hún sem gerir það að meginmáli að ekki megi mismuna fyrirtækjum með pólitískum aðgerðum fellur þannig í sína eigin gryfju. Í hennar málflutningi eru augljóslega sumir verðugir en aðrir ekki.

Þessu til viðbótar má nefna að skattayfirvöld og lögregluyfirvöld hafa verið að skoða ma. starfsemi Baugs og Norðurljósa. Málflutningur Ingibjargar Sólrúnar verður ekki skilinn á annan veg en þann að hún dragi í efa efnislegar forsendur þessara athugana. Þessu hljóta viðkomandi rannsóknaraðilar að svara með einhverjum hætti, svo alvarlegur er þessi áburður.

Einar K. Guðfinnsson

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli