Frétt

| 09.02.2000 | 14:39Botnsætin

Nú er svo komið, að Ísafjarðarbær skipar eitt af botnsætunum. Þannig er mál með vexti að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent átta þeirra bréf. Þau eru vöruð við því, að í verulegt óefni stefnir með fjárstjórn þeirra. Af þessum átta eru fjögur, sem orðið hafa til við sameiningu margra smærri. Auk Ísafjarðarbæjar eru það Vesturbyggð, Skagafjörður og Snæfellsbær. Þau ásamt hinum fjórum eru samkvæmt þessu talin vera verst settu sveitarfélögin á Íslandi. Fjármálin svo slæm að viðvörun er álitin nauðsynleg.

Þá kynni sú spurning að vakna, hvort sameiningin eigi einhverja sök á máli. Vera kann að stjórnsýsla hafi ekki náð þeirri hagkvæmni sem ætlað var. Hitt er þó líklegra, að staða margra þeirra sveitarfélaga, sem tóku þátt í sameiningunni, hafi verið slæm fyrir. Nægir að minna á vandkvæði Suðureyrarhrepps skömmu fyrir sameininguna, sem leiddi af sér sveitarfélagið Ísafjarðarbæ um mitt ár 1996. Þá hafði Suðureyrarhreppur áður verið í gjörgæslu félagsmálaráðuneytis, líkt og Hofsóshreppur, sem rann inn í nýja sveitarfélagið Skagafjörð. Um tíma svipti ráðuneytið hreppsnefndir þessara tveggja sveitarfélaga fjárforræði. Til þess ráðs var ekki gripið nema algert neyðarástand ríkti. Auk þess var staða Þingeyrar- og Flateyrarhreppa engan veginn viðunandi fyrir sameiningu. Svipað var uppi á teningnum meðal sveitarfélaganna, sem urðu Vesturbyggð. Fjármál þeirra voru engan veginn í góðu lagi.

Hvað varðar stjórnsýsluna og hagræðingu hennar skal fátt sagt hér og nú. Hitt er ljóst að sveitarstjórnirnar átta hafa brugðist of seint við versnandi fjárhag. Í sjálfu sér skiptir ekki máli af hverju hin slæma staða stafar ef ekki hefur verið brugðist við með viðeigandi hætti. Sú staðreynd hlýtur að koma til álita, að sveitarstjórnirnar hafi ekki fylgst nægilega vel með því hvert stefndi í fjármálum þessara sveitarfélaga. annar möguleiki er sá, að þær hafi ekki áttað sig á alvöru málsins. Samkvæmt upplýsingum frá eftirlitsnefndinni mun það taka marga áratugi að greiða niður skuldir Ísafjarðarbæjar. Vissulega er það óspennandi, að sitja í sveitarstjórn, sem er svo bundin í báða skó, að möguleikarnir til framkvæmda eru ekki aðeins uppurnir, heldur eru kostirnir til að standa undir óbreyttum rekstri hverfandi.

Hvað er til ráða?

Sé leitað skýringa á stöðunni verður ekki hjá því komist að benda á gríðarlegan samdrátt í útgerð og fiskvinnslu í Ísafjarðarbæ og Vesturbyggð. Engu að síður er það skylda sveitarstjórnarmanna að bregðast við.

Þótt allt, sem gert er, teljist af hinu góða, nægir ekki að lækka laun sveitarstjórnarmanna um nokkur prósent og leggja af fastar greiðslur fyrir bílaafnot starfsmanna. Eitt hið mikilvægasta er að kynna þessa stöðu fyrir íbúum og jafnframt um leið, til hverra ráða sveitarstjórnir hyggjast grípa. Auk þeirra tveggja ráða, sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur gripið til varðandi laun bæjarfulltrúa og greiðslur fyrir bílaafnot starfsmanna sinna, hefur verið gripið til þess að stytta þann tíma, sem sundstaðir í sveitarfélaginu eru opnir.

En mikið meira þarf til. Ástandið er svo alvarlegt, að nú verður að taka fjárhagsáælun Ísafjarðarbæjar til endurskoðunar og upplýsa íbúa um alvöruna. Auk launalækkunar bæjarfulltrúanna þurfa þeir að leggja hart að sér, finna leiðir til niðurskurðar og auka tekjur. Það er auðvitað best gert með því að finna ný atvinnutækifæri fremur en hækkun fasteignagjalda eigna, sem ekki hafa hækkað í verði. Íbúar, kjósendur, bíða með eftirvæntingu tíðinda af viðbrögðum bæjarstjórnar.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli