Frétt

| 07.01.2000 | 14:55Ólafur Th. Árnason hlaut hnossið

Árni Traustason, faðir Ólafs Th. tekur við bikarnum úr hendi Guðna Geirs Jóhannessonar, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Árni Traustason, faðir Ólafs Th. tekur við bikarnum úr hendi Guðna Geirs Jóhannessonar, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Skíðagöngumaðurinn Ólafur Th. Árnason var kjörinn Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 1999. Valið var kunngert í hófi sem haldið var í Félagsheimilinu í Hnífsdal miðvikudaginn 5. janúar sl. Ólafur gat ekki verið viðstaddur útnefninguna þar sem hann er við æfingar Lillehammer í Noregi og veitti faðir hans Árni Traustason bikarnum eftirsótta viðtöku.
Ólafur, sem fæddur er árið 1981, vann til tvennra gullverðlauna á bikarmótum SKÍ á síðasta ári auk fimm silfurverðlauna. Þá vann hann gullverðlaun í 10 km göngu 17-19 ára á Skíðamóti Íslands, silfurverðlaun í 15 km göngu, bronsverðlaun í boðgöngu og gullverðlaun í göngutvíkeppni á sama móti. Hann vann einnig gullverðlaun á bikarmóti SKÍ sem haldið var á Akureyri. Þá má geta þess að Ólafur sigraði í Óshlíðarhlaupinu á síðsta ári auk þess sem hann náði þriðja besta tíma Íslendinga í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ólafur hefur verið valinn í landslið Íslendinga í skíðagöngu sem keppa mun á heimsmeistaramóti unglinga sem haldið verður í febrúar og er hann einn þriggja skíðagöngumanna sem Skíðasamband Íslands hefur valið til keppni á því móti. Í ummælum stjórnar Skíðafélags Ísfirðinga um Ólaf Th. Árnason segir m.a: ,, Ólafur er sérstaklega góð fyrirmynd ungs fólks í Ísafjarðarbæ. Ásamt því að vera frábær íþróttamaður er hann alger reglumaður og samviskusamur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur."
Auk Íþróttamanns ársins fengu eftirtaldir íþróttamenn viðurkenningar í hinum ýmsu íþróttagreinum: Anna Elín Hjálmarsdóttir sem tilnefnd var af Íþróttafélaginu Ívari, Auðunn Einarsson sem tilnefndur var af Golfklúbbi Ísafjarðar, Halldór Ingi Skarphéðinsson sem tilnefndur var af Boltafélagi Ísafjarðar, Jens Magnússon sem tilnefndur var af Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar, Guðný Ósk Þórsdóttir sem tilnefnd var af Hestamannafélaginu Hendingu, Lára Bettý Harðardóttir sem tilnefnd var af Sundfélaginu Vestra og Baldur Ingi Jónasson sem tilnefndur var af Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli