Frétt

Múrinn - Kolbeinn Ó. Proppé | 07.02.2003 | 16:47Hið ljúfa líf láglaunafólksins

Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um stöðu þeirra lægstlaunuðu í þjóðfélaginu, þeirra sem lifa á lágmarkslaunum, örorku- og atvinnuleysisbótum, eða ellilífeyri. Svo virðist sem Pétur Blöndal alþingismaður, sem hefur tæpar fjögurhundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín á Alþingi, telji að þessi hópur hafi það ansi gott. Úr ræðustóli Alþingis upplýsti hann m.a. um fyrrum bónda sem nú væri kominn á eftirlaun og tækist ansi vel að lifa á u.þ.b. 90 þúsund krónum á mánuði og meira en það – hann legði einnig fyrir af launum sínum.
Hvað Pétur Blöndal ætlast fyrir með óstaðfestum sögum af fólki sem safnar auðæfum á 90 þúsund króna mánaðarlaunum skal ósagt látið. Ljóst er að meinlætamenn þurfa ekki að eyða miklu fé. Stóumenn í Grikklandi eyddu t.a.m. litlu, tælenskir munkar borða ekkert sem þeim hefur ekki verið gefið og nunnur nútímans eyða ekki stórum upphæðum á bak við klausturveggina. Það er m.ö.o. tæknilegur möguleiki að útiloka sig frá mannlegu samfélagi og eyða litlu sem engu fé í einangrun sinni.

Þá er komið að kjarna málsins. Í umræðum um fátækt hér á landi virðast menn algjörlega hafa látið það undir höfuð leggjast að skilgreina fátæktina. Auðvelt er að grípa upphæðir úr lausu lofti og fullyrða að hægt sé að lifa sældarlífi fyrir þær. En hvað felst í því að vera fátækur? Félagsfræðingar hafa fjallað um fátækt og eins og gefur að skilja setja þeir enga verðmiða á mannsæmandi líf. Hins vegar telja þeir það fólk fátækt sem ekki getur tekið þátt í menningu eigin samfélags vegna fjárskorts.

Það gefur augaleið að samkvæmt þessari skilgreiningu er fátækt mismunandi eftir þeim löndum sem miðað er við. Menning margra ríkja samanstendur af því að fara á torgið eða kaffihúsið og sitja þar og spjalla um daginn og veginn. Ekki þarf mikið fé handbært til að taka þátt í þeirri menningu. Einnig eru til lönd þar sem menningin felst í viðburðum sem kalla á fjárútlát, leikhús- og bíóferðir, tónleika, myndlistarsýningar, öldrykkju á öldurhúsum, þátttöku í klúbbum o.s.frv.

Það er augljóst að Ísland tilheyrir síðarnefndu samfélagsgerðinni. Ef ætlunin er að taka þátt í menningu íslensks samfélags er nauðsynlegt að hafa fé á milli handanna. Staðreyndin er hins vegar sú að í góðæri Davíðs Oddsonar, Halldórs Ásgrímssonar og Péturs Blöndals, hefur æ stærri hópur verið útilokaður frá þátttöku í menningu samfélagsins. Sú þátttaka kostar sitt og þeir sem lifa á 90 þúsund krónum og hafa fyrir einhverjum öðrum að sjá en sjálfum sér, eiga nóg með að greiða fyrir húsnæði, mat ofan í sig og sína og föt utan á fjölskylduna. Hjá þessum hópum verður þátttakan í samfélaginu í lágmarki, hún einskorðast við það að afla tekna fjölskyldu sinni til handa.

Það má síðan færa rök fyrir því að leikhúsferðir og bíóferðir, áskrift að dagblöðum og sjónvarpsstöðvum, myndlistarsýningar og skemmtan ýmiss konar sé óþarfa pjatt. Nær væri fyrir fólk að sitja heima og leggja fyrir af 90 þúsund krónunum sínum. Þeir sem þannig tala eru hins vegar að boða stéttskipt samfélag þar sem hluti þess hefur efni á að taka þátt í menningunni en hinn hlutinn ekki, vegna fátæktar. Slíkt samfélag er hægt og rólega að skapast hér á landi og hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma í veg fyrir þá þróun, síður en svo. Með aðgerðum sínum hefur ríkisstjórnin einmitt ýtt undir þessa þróun.

Það er nefnilega misskilningur hjá Pétri Blöndal að stór hópur landsmanna lifi hinu ljúfa lífi á lágmarkslaunum, taki fullan þátt í samfélaginu og menningu þess og leggi afganginn af 90 þúsund krónunum sínum fyrir. Staðreyndin er sú að Pétur og samstarfsmenn hans hafa búið til stóran hóp fátæks fólks sem ekki hefur efni á fullri þátttöku í samfélaginu. Verst af öllu er að Pétri finnst það fínt.

kóp

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli