Frétt

| 15.11.2000 | 20:36Kvótakerfið er ekki náttúrulögmál

„Páll [Benediktsson] sagði réttilega að byggðavandinn væri ekki bara á milli höfuðborgar og landsbyggðar, heldur á milli Íslands og útlanda, þar sem ungt fólk væri við nám og vildi koma aftur heim að því loknu ef það hefði tækifæri til. En það sem Páll gerði ekki var að færa þessa röksemd yfir á íslenzkar aðstæður. Á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega fjöldinn allur af ungu fólki í námi sem vill snúa aftur heim ef það fær tækifæri til þess. Það vill snúa aftur heim til Ísafjarðar og Ólafsfjarðar, Raufarhafnar og Reyðarfjarðar, ef til staðar eru atvinnutækifærin þar sem menntun þess nýtist.“
Þetta sagði Karl Th. Birgisson á Stöðvarfirði í vikulegum pistli sínum í Speglinum að loknum fréttum í Ríkisútvarpinu í kvöld. Þar fjallaði hann um byggðavandann margfræga, orsakir hans og afleiðingar. Pistill Karls fer hér á eftir í heild.

Fyrir skömmu fór ég á þessum vettvangi nokkrum orðum um sjónvarpsþættina sem Páll Benediktsson er að sýna okkur þessar vikurnar eða öllu heldur um gagnrýnina sem hann hefur orðið fyrir vegna þeirra. Niðurstaða mín var sú að Páll gerði sig ekki sekan um neitt annað en það sem ótal íslenzkir blaðamenn gera á hverjum degi, að skrifa texta sem skilur hlustandann eftir litlu nær um viðfangsefnið en áður, af því að blaðamenn eiga að vera það sem kallað er „hlutlausir“ og mega þess vegna ekki segja satt.

Og núna höfum við séð meira af þáttum Páls og þeir hafa ekki gefið tilefni til að þessi skoðun breyttist. Páll hefur reyndar bætt um betur, því að hann er svo rækilega fastur í hlutlausum gír að í umfjöllun um byggðamál hefur hann fátt fram að færa annað en margtuggnar klisjur sem hann til dæmis framreiddi fyrir okkur síðastliðið mánudagskvöld.

Ræðan sem Páll hélt var í stuttu máli þessi: Kvótakerfið hefur rifið grunninn undan hefðbundinni fiskvinnslu í sjávarplássum um allt land og er ein ástæðan fyrir þjóðflutningunum utan af landi á suðvesturhornið.

En samt er þetta hið eðlilegasta mál og það væru mikil mistök af ríkisvaldinu að reyna að stýra byggðaþróuninni. Það er ekkert til sem heitir fullkomin byggð, byggðamynztrið verður að fá að þróast sjálft með breyttum aðstæðum og okkur væri nær að huga að hinni nýju víglínu í byggðamálum, víglínunni sem liggur um flugvöllinn í Keflavík, því að úti í löndum er ungt fólk í námi sem vill koma heim til Íslands aftur ef því eru gefin tækifæri til þess.

Þetta var í stuttu máli það sem Páll Benediktsson hafði að segja okkur um byggðamál á mánudaginn og við höfum svo sem heyrt það allt saman áður, anzi oft meira að segja.

Nú gæti ég auðvitað setið hér til morguns og talað mig hásan um það sem mér finnst athugavert við þessa ræðu, en tímans vegna læt ég tvennt duga, ekki af því að það skipti mestu máli, heldur af því að það eru algengustu klisjurnar sem hver tyggur upp í annan í hvert skipti sem þessi mál koma til umræðu.

Hið fyrra er þetta náttúrulögmál sem allir virðast sammála um að sé í gildi á Íslandi, að byggðin þróist með eðlilegum hætti, eins og það er kallað, og að ríkið eigi ekki að vera að skipta sér af því. Það hafi semsagt sýnt sig fyrir löngu að allar byggðaaðgerðir hafi engin áhrif önnur en þau að lengja í hengingarólinni.

Stöldrum nú aðeins við þetta. Hérna rétt áðan vorum við sammála um að kvótakerfið hefði rænt heilu byggðarlögin lífsbjörginni eins og Páll rakti dæmi um í þætti sínum. En kvótakerfið er ekki náttúrulögmál. Kvótakerfið er þvert á móti markviss og meðvituð stjórnvaldsákvörðun, næstum tuttugu ára gömul, sem fyrir löngu er ljóst hvaða áhrif hefur á byggð í landinu, kerfi sem menn hafa rætt fram og til baka.

Það er þess vegna eitthvað meira en lítið öfugsnúið þegar því er haldið fram, að byggðaþróunin sé bara eitthvað sem gerist, eitthvað sem við höfum engin áhrif á og eigum ekki að reyna að hafa nein áhrif á.

Ríkisvaldið hefur með galopin augun komið á stjórnkerfi fiskveiða sem sviptir smærri byggðarlög lífsbjörginni, en þegar einhverjir kjánar úti á landi gera athugasemd við þetta er svarið það, að ríkið eigi ekkert að vera að skipta sér af byggðamálum, það sé vonlaust mál eins og dæmin sanna.

Staðreyndin er sú að það eru aðgerðir ríkisvaldsins, alls kyns lög, reglur og ótal ákvarðanir, sem skipta mestu máli um þróun byggðar í landinu, og kvótakerfið er bara eitt dæmi af mörgum.

Það er þess vegna eðlileg krafa, og raunar lágmarkskrafa, þeirra sem verið er að svipta lífsbjörginni, að ríkið hætti að grafa undan lífsafkomu þeirra og bæti fyrir þann skaða sem þegar er orðinn, sem reyndar er því miður víða orðinn óbætanlegur.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli