Frétt

bb.is | 05.02.2003 | 14:10Flutningskostnaður hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni hefur hækkað

Nefnd um flutningskostnað sem sett var á laggirnar af samgönguráðuneytinu árið 2001 hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í gær. Í skýrslunni koma m.a. fram þær upplýsingar frá framleiðslufyrirtæki á Vestfjörðum, að nú þurfi fyrirtækið að borga framhaldsfrakt innfluttra aðfanga frá Reykjavík sem áður var innifalin í erlendu fraktinni. Flutningskostnaður fyrirtækisins hefur tvöfaldast eða hækkað úr 1,5% í 3% af veltu. „Þessi aðili fær verulegan afslátt af verðtaxta í landflutningum sem gefur til kynna að verðskrá landflutninga sé mjög sveigjanleg eftir eðli og magni flutninga“, segir í skýrslunni.
Á heimasíðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra segir að nefndinni hafi verið falið að vinna verkið í tveimur áföngum. Í fyrsta lagi að gera greinargott yfirlit um flutningskostnað fyrirtækja um þessar mundir og hvernig hann hafi þróast undanfarin ár. Í öðru lagi að fjalla almennt um leiðir til þess að lækka flutningskostnað og athuga hvort aðgerðir stjórnvalda hefðu stuðlað að ójöfnuði í samkeppni hinna ólíku flutningafyrirtækja. Að lokum var gert ráð fyrir að nefndin kæmi sérstaklega fram með tillögur um aðgerðir sem stuðli að sem mestri samkeppni og lágum flutningskostnaði á landsbyggðinni.

Skýrsluhöfundar skoðuðu þróun verðlags á flutningum og kemur í ljós að verðskrá landflutninga hafi hækkað töluvert umfram hækkanir á vísitölu neysluverðs. Tekjur af þungaskatti hafa einnig aukist á tímabilinu og telja skýrsluhöfundar að það sé í takt við aukið magn flutninga á þjóðvegum. Samþjöppun hefur orðið á ýmsum sviðum atvinnulífsins og nefna skýrsluhöfundar sem mögulega skýringu á almennum gjaldskrárhækkunum flutningafyrirtækjanna, að þær vegi upp á móti afsláttum til stærri fyrirtækja sem aukist hafa samhliða sterkari samningsstöðu þeirra.

„Samþjöppun aðila í landflutningum og þátttaka skipafélaga gerir það að verkum, að tveir flutningsaðilar eru með nær alla landflutninga á Íslandi – fákeppni er því ráðandi í þessum flutningum. Samfara þessu hafa gjaldskrár flutningsaðila hækkað verulega umfram þróun neysluvöruvísitölu“, segir í niðurstöðum skýrslunnar.

Í tillögum að aðgerðum nefna skýrsluhöfundar að „mögulega mætti skoða þau viðskipti sem ríkja milli þeirra sem kaupa flutningsþjónustu og flutningsaðila í anda þeirra siðareglna sem Samkeppnisstofnun hefur sett um viðskipti smásala og birgja“.

Telja skýrsluhöfundar að óheppilegt sé að beita þungastkatti til jöfnunar á flutningkostnaði og ákjósanlegra sé að taka upp beina flutningsstyrki. „Að veita mismunandi afslátt af slíku gjaldi, eftir því hvar á landinu er ekið, er sennilega óframkvæmanleg leið með núverandi tækni og almennir afslættir eru líklegir til að skekkja frekar samkeppnisstöðu sjóflutninga. [?] Sé vilji til staðar að styrkja flutninga er að öllum líkindum ráðlegast að taka upp einhvers konar beina flutningastyrki til atvinnugreina sem talið er að eigi undir högg að sækja staðsetningar sinnar vegna.“

Í þeim hluta skýrslunar sem lýtur að almennri þróun flutningakerfisins kemur fram að sjóflutningar hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár á kostnað landflutninga. Megi að einhverju leyti rekja það til fækkunar íbúa á einstökum svæðum á landsbyggðinni, sem geri það að verkum að flutningsmagn fer minnkandi. Til að sjóflutningar séu hagkvæmir þarf ákveðið magn flutninga að vera til staðar vegna hins háa fasta kostnaðar við flutningana. Einnig kemur það fram hjá mörgum viðmælendum skýrsluhöfunda á landsbyggðinni, að fyrirtækin kjósi frekar að nota landflutningana þó dýrari séu, þar sem hraði og sveigjanleiki flutninganna sé meiri. Byggist þetta meðal annars á því að sífellt eru gerðar meiri kröfur til ferskleika vöru en einnig að til að draga úr kostnaði hefur birgðahald vöru stórminnkað og því þurfa aðföng að berast tíðar. Viðmælendur skýrsluhöfunda telja þjónustu flutningafyrirtækjanna almennt vera góða.

Hin aukna áhersla á landflutninga hefur leitt til þess að samgöngunetið er orðið þéttriðnara og kemur fram í skýrslunni að áfangastöðum hefur fjölgað úr 67 fyrir tíu árum í 90 í dag. Einnig er bent á það í skýrslunni, að samræming flutningakerfisins hafi skilað aukinni hagræðingu. Dæmi er tekið af því að áður fyrr hafi það verið algengt að tómir frystigámar hafi farið út á land og tómir vöruflutningabílar komið utan af landi. Nú sé það algengara að frystigámar séu lestaðir með neysluvörum út á land og komi til baka með fisk.

Skýrslan gefur góða innsýn í þróun vöruflutninga og áhrif þeirra á atvinnulífið síðasta áratuginn. Hana má nálgast í heild á heimasíðu samgönguráðherra.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli