Frétt

Stakkur 5. tbl. 2003 | 05.02.2003 | 13:45Er hægt að snúa við?

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur gefið út nýja skýrslu, sem okkur landsbyggðar(áhuga)mönnum er brýnt að kynna okkur og brjóta til mergjar, því ekki er boðskapur hennar, eða öllu fremur niðurstaða, upplífgandi. Höfundarnir þrír komast að niðurstöðu sem ótvírætt hlýtur að teljast mjög vond og niðurdrepandi fyrir okkur sem búum á Vestfjörðum og viljum halda því áfram. En svo virðist að við séum að verða örlítilill minnihlutahópur, sem neitar að horfast í augu við þróun, sem skýrð er með einföldum og einkar auðskiljanlegum hætti í skýrslunni. Við virðumst sumsé vera að súpa seyðið af skuttogaravæðingunni á áttunda áratugnum, en hún var undirstaða eina vaxtarskeiðsins á seinni hluta tuttugustu aldarinnar á Vestfjörðum og reyndar á landinu öllu utan suðvesturhornsins, og stóð í 7 ár.

Ein alversta niðurstaðan er sú, að landsbyggðin hafi ekki aðdráttarafl fyrir menntað fólk. „Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra og Austurland hafa misst frá sér 60-70% af þeim sem fæddust á árunum 1968-72, bjuggu þar 1988 og tóku lán hjá LÍN til framhaldsmenntunar. Allir þéttbýliskjarnar úti á landi hafa neikvæðan flutningsjöfnuð fyrir menntað ungt fólk gagnvart Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur.“

Um er að ræða meira en aldargamla þróun, að fólk flytjist úr sveit í þéttbýli. Stjórnmálaflokkar, og þar af leiðandi Alþingi og ríkisstjórnir, börðust áratugum saman gegn þéttbýlismyndun á síðustu öld. Nær hefði verið að styrkja byggðarkjarna á landsbyggðinni, en í þeim efnum snerust heimamenn öndverðir. Nægir þar að nefna ráðstefnu Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á Selfossi síðla hausts 1987, en þá voru sveitarfélög enn á þriðja hundraðið á Íslandi, um 220, en munu nú vera um 105. Andstaðan við hugmyndinni, sem kynnt var á ráðstefnunni um eflingu byggðarkjarna, fékk mesta andstöðu fulltrúa minnstu sveitarfélaganna af öllu Íslandi, en þeir voru að sjálfsögðu langfjölmennastir á stefnunni.

Baráttan hefur því alla tíð verið rekin á röngum forsendum. Sveitamenn vildu ekki missa „völdin“ sem tign oddvita og hreppstjóra færði þeim. Nú blasir við, að sú valdafíkn kemur niður á byggðinni utan Reykjavíkur. Önnur athyglisverð niðurstaða er sú, að bættar samgöngur vinni gegn dreifbýli. Þjónustu- og verslunarfyrirtæki verði undir í samkeppninni. Á þetta atriði var minnt hér fyrir viku. Samgöngur vinni helst með byggðum í einnar til tveggja klukkustunda fjarlægð frá Reykjavík. Þangað leiti fólk út úr borgum, en ekki lengra. Enn eitt atriðið er að höfundar telja áhrif kvótakerfis á byggðaþróun ofmetin. Staðan sé hreinlega sú, að sjávarútvegur og úrvinnsla hafi stöðugt minni þörf fyrir vinnuafl vegna bættrar tækni. Varað er við rómantískum væntingum um að landsbyggðin verði eins konar safn fyrir þéttbýlisbúa.

Þörf er algerlega nýrrar hugsunar af okkar hálfu. Annars verður svarið við spurningunni að ofan nei.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli