Frétt

bb.is | 04.02.2003 | 13:33Sárafáar umsóknir í Nýsköpunarsjóð námsmanna frá Vestfjörðum

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff í heimsókn í Þróunarsetri Vestfjarða fyrir tveimur árum.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff í heimsókn í Þróunarsetri Vestfjarða fyrir tveimur árum.
Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur um nokkurt skeið veitt styrki til fyrirtækja og stofnana til að ráða nemendur á háskólastigi til sumarstarfa við rannsóknarverkefni. Síðustu þrjú ár hafa einungis sex verkefni á Vestfjörðum hlotið styrk sjóðsins en samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum hafa umsóknir verið litlu fleiri. Því er ekki um það að ræða að umsóknir frá Vestfjörðum hljóti ekki brautargengi innan úthlutunarnefndar. Umsóknir á síðasta ári voru 269 en aðeins þrjár frá Vestfjörðum og þar af voru tvær samþykktar. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru árlega veitt námsmönnum sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Sem dæmi um úthlutanir á styrkjum til verkefna á svæðinu má nefna verkefnið Börnin heim sem Svæðisvinnumiðlun Vestfjarðar hýsti árið 2000. Annað verkefni var gerð leiðbeinandi reglna fyrir þýðingu á tælenska stafrófinu sem unnar voru á vegum Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum. Þriðja dæmið er verkefni um fjölskylduvæna ferðaþjónustu, sem unnið var á vegum Sögusmiðjunnar á Ströndum. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur verið hvað öflugast við að sækja styrki til sjóðsins og hafa þrjú verkefni verið unnin á þess vegum á Reykhólum, Patreksfirði og á Ísafirði á jafnmörgum árum.

Styrkhæf verkefni verða að reyna á hæfni námsmanns og sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa hagnýtt nýsköpunargildi fyrir atvinnulíf eða stuðla að fræðilegri nýsköpun. Styrkveitingin felst í því að sjóðurinn greiðir námsmanni mánaðarlega styrki að fjárhæð 110 þúsund krónur en fyrirtæki eða viðkomandi umsjónaraðili sér fyrir aðstöðu og efniskostnaði. Sjóðurinn fylgist með framvindu verkefna yfir sumarið og umsjónaraðili ber ábyrgð á því að verkefni sé unnið samviskusamlega og lokaskýrslu skilað í lok sumars.

Sjóðurinn felur í sér mikil tækifæri bæði fyrir nemandann sjálfan og fyrir fyrirtækið eða stofnunina sem styður verkefnið. Nemendurnir fá að takast á við rannsóknarverkefni undir handleiðslu fagaðila og þykir það mjög gott veganesti þegar sótt er um nám eða störf seinna meir. Aðilinn sem hýsir verkefnið á kost á því að inna af hendi rannsóknarstarf fyrir lítinn kostnað og sem oft er ekki tími hjá föstum starfsmönnum til að sinna.

Umsóknarfrestur er til 10. mars en nánari upplýsingar má fá á heimasíðu sjóðsins.

Nýsköpunarsjóður námsmanna

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli